Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 16

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 16
Ætlaði að verða læknir Þórunn Lárusdóttir leikkona sannaði sig svo um munaðí í hlutverki Auðar í Litlu Hryllingsbúðinni sem var frum- sýnd síðastliðið vor. Frá beim tíma hefur hún haft nóg að gera á íslandi en Þórunn lærði leiklist í London og „Þegar ég var í MH var raungreina- braut einhvers kon- ar tilraunabraut. Ég valdi sjálf fögin inn- an raungreinanna | semmérfannstmjög gott. Ég tók marga áfanga í líffræði og fögum sem ég taldi að kæmu mér vel í læknisfræðinni. Ég man voðalega lítið eftir útskriftar- deginum. Ég héit veislu fyrir fjölskyld- una að deginum til og fyrir félagana um kvöldið. Á þessum tíma bjuggum við í Mosfellsbæ og í garðinum var heitur pottur. Mig minnir að partíið sem var haldið um kvöldið hafi endað í heita pottinum. Ég fór ekki í myndatöku til ljósmyndara og það er lílið til af ljós- myndum frá þessum degi.“ Þrátt fyrir að MH sé þekktur fyrir líf- lega leiklistarstarf- semi tók Þórunn engan þátt í leiklist- inni þar. „Ég kom ekki nálægt henni. Á þessum tíma strikaði ég yfir listagleðina. Ég var bara að undirbúa mig undir læknanám. Ég er mjög sátt við það í dag að hafa val- ið svona mikið af raungreina- fögum. Ég held að ég myndi ekki vilja breyta neinu hvað grunninn varðar, nema þá helst að hafa tekið fleiri bók- menntaáfanga. Ég fékk góða íslenskukennslu í skólanum sem kemur sér vel í leiklist- inni.“ var búsen ytra begar henni bauðst að leika Auði. Þessi hæfíleíkaríka leíkkona ætlaði sér ekki að standa á suiði á meðan hún stundaði menntaskólanám. Hún var stað- ráðin í að gerast læknír, helst barnalæknir eða fæðing- arlæknir og valdi námsbraut í samræmi við bá drauma. Þórunn útskrífaðist af raungreinabraut í Menntaskólan- um við Hamrahlíð 16. maí 1992. Læknir eða leikkona? Hugurinn beindist í fleiri en eina átt þegar hvíti kollurinn var kominn upp og Þórunn tók sér hlé frá námi. „Ég var alltaf ákveðin í að taka mér smá hlé til að ákveða endan- lega hvað ég ætlaði að gera. Ég er mjög fegin eftir á að hafa ekki skráð mig í læknis- fræðina þetta haust. Sú löng- un að verða leikkona sat í mér allt frá því að ég var smástelpa en ég var líka að reyna að vera skynsöm og því fannst mér læknisfræðin spennandi. Ég vann eitt ár í Skífunni og svo starfaði ég sem fyrirsæta um allan heim, meðal annars í Mílanó. Ég var einmitt stödd í Mílanó þegar ég tók þá ákvörðun að fara í leiklistar- nám. Þegar á hólminn var komið tók það mig eina kvöldstund að ákveða það. Ég fór til Bretlands í nám og er mjög ánægð með skólann sem ég valdi. Ég útskrifaðist vorið 1998 og var byrjuð að koma mér upp samböndum í leiklistarheiminum í Bret- landi þegar mér bauðst að koma heim og leika Auði.“ Leikur og söngur eru ekki einu listrænu hæfileikar Þór- unnar því hún hefur spilað á trompet frá barnsaldri og leikur einmitt á trompet í hlutverki Viktoríu í Land- krabbanum, sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. „Ég ætlaði að vera löngu farin aftur út til London en svo hef ég verið svo heppin að fá hlutverk hérna heima. Ég sló til þegar mér bauðst að leika í Þjóðleikhúsinu, ég hef svo sterkar taugar til húss- ins.“ Þórunn mun leika í Ferð- um Guðríðar á ensku í sum- ar auk þess sem hún er kom- in með verkefni í haust en hún ætlar að reyna að vera eitthvað í London í sumar. „Ég var komin með góð sambönd úti þegar ég fór heim en ég er ekki búin að segja skilið við London. Draumurinn er að geta flakk- að á milli London og Reykja- víkur“ segir Þórunn. Hver veit nema að þessi hæfileika- ríka leikkona eigi eftir að birt- ast í hvíta sloppnum á svið- inu og láta gamlan draum ræt- ast. 16 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.