Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 17
1. Gefðu meira af þér en fólk á von á og gerðu það með gleði. 2. Leggðu eftirlætisljóðin þín á minnið. 3. Ekki trúa öllu sem þú heyrir, ekki eyða öllu sem þú átt og ekki sofa of mikið. 4. Þegar þú segir að þér þyki vænt um einhvern, meintu það þá. 5. Þegar þú þarft að biðjast afsökunar horfðu þá í augun á viðkomandi. 6. Vertu í sambandinu í minnst sex mánuði áður en þú giftir Þig. 7. Trúðu á ást við fyrstu sýn. 8. Ekki hlæja að draumum annarra. 9. Elskaðu djúpt og af ástríðu. Þú gætir verið særð en þetta er eina leiðin til að lifa lífinu til fullnustu. 10. Þegar þú rífst gerðu það þá af sanngirni og slepptu Ijótu orðunum. 11. Ekki dæma fólk af ættingjum þess. 12. Talaðu hægt en hugsaðu hratt. 13. Þegar einhver spyr þig spurningar sem þú vilt ekki svara, brostu og spurðu hvers vegna viðkomandi vilji fá að vita þetta. 14. Mundu að mikil ást og stórkostleg afrek eru áhættusöm... 15. Hringdu í mömmu þína. 16. Segðu „guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar. 17. Ekki missa af lærdómnum við það að tapa. 18. Mundu reglurnar þrjár: Virðing fyrir þér, virðing fyrir öðrum og ábyrgð á öllum gjörðum þínum. 19. Ekki láta lítilvægar deilur skaða góða vináttu. 20. Þegar þú áttar þig á því að þú hefur gert mistök flýttu þér þá að leiðrétta þau. 21. Brostu þegar þú svarar í símann. Það heyrist á rödd þinni. 22. Gifstu þeim sem þér finnst gott að tala við. Þegar þið eld- ist verður það ómetanlegt. 23. Vertu stundum ein/n með sjálfri/sjálfum þér. 24. Vertu opin/n fyrir breytingum en breyttu ekki gildismati þínu. 25. Mundu að þögnin er stundum besta svarið. 26. Lestu fleiri bækur og horfðu minna á sjónvarp. 27. Lifðu góðu og heiðarlegu lífi. Þegar þú eldist og lítur til baka geturðu notið lífsins í annað skipti. 28. Treystu guði en læstu samt bílnum þínum. 29. Kærleiksríkt andrúmsloft á heimili þínu er afar nauðsyn- legt. Gerðu allttil að skapa heimili þar sem jafnvægi ríkir. 30. Þegar þú og maki þinn deilið, talið þá um málið sem veld- ur misklíðinni. Ekki rifja fortíðina upp. ■ 31. Lestu á milli línanna, notaðu innsæi þitt til að komast að því hvernig fólki líður í raun og veru. 32. Deildu þekkingu þinni með öðru fólki. Það er ein leið til að öðlast ódauðleika. 33. Gakktu um Móður Jörð á nærgætinn hátt. 34. Biddu bænir. Kraftur þeirra er ómælanlegur. 35. Ekki grípa fram í þegar verið er að slá þér gullhamra. 36. Ekki skipta þér af málefnum annarra af fyrra bragði. 37. Ekki treysta ástmanni/ástkonu sem kyssir þig með opin augun. 38. Gerðu það að reglu einu sinni á ári að fara á stað sem þú hefur aldrei séð áður. 39. Ef þú átt mikið af peningum notaðu þá til að hjálpa öðr- um. Þar er umbunin mest. 40. Stundum getur það verið gæfa þín að fá ekki það sem þú þráir. 41. Lærðu reglurnar og brjóttu svo sumar þeirra. 42. Mundu að bestu ástarsamböndin eru þau þegar ástin hvort til annars er sterkari þörfinni fyrir hvort annað. 43. Þú getur mælt velgengni þína á því hverju þú þurftir að fórna til að öðlast hana. 44. Mundu að persónuleiki þinn er örlög þín. 45. Taktu ást og eldamennsku af fífldirfsku og kæruleysi Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.