Vikan


Vikan - 16.05.2000, Page 17

Vikan - 16.05.2000, Page 17
1. Gefðu meira af þér en fólk á von á og gerðu það með gleði. 2. Leggðu eftirlætisljóðin þín á minnið. 3. Ekki trúa öllu sem þú heyrir, ekki eyða öllu sem þú átt og ekki sofa of mikið. 4. Þegar þú segir að þér þyki vænt um einhvern, meintu það þá. 5. Þegar þú þarft að biðjast afsökunar horfðu þá í augun á viðkomandi. 6. Vertu í sambandinu í minnst sex mánuði áður en þú giftir Þig. 7. Trúðu á ást við fyrstu sýn. 8. Ekki hlæja að draumum annarra. 9. Elskaðu djúpt og af ástríðu. Þú gætir verið særð en þetta er eina leiðin til að lifa lífinu til fullnustu. 10. Þegar þú rífst gerðu það þá af sanngirni og slepptu Ijótu orðunum. 11. Ekki dæma fólk af ættingjum þess. 12. Talaðu hægt en hugsaðu hratt. 13. Þegar einhver spyr þig spurningar sem þú vilt ekki svara, brostu og spurðu hvers vegna viðkomandi vilji fá að vita þetta. 14. Mundu að mikil ást og stórkostleg afrek eru áhættusöm... 15. Hringdu í mömmu þína. 16. Segðu „guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar. 17. Ekki missa af lærdómnum við það að tapa. 18. Mundu reglurnar þrjár: Virðing fyrir þér, virðing fyrir öðrum og ábyrgð á öllum gjörðum þínum. 19. Ekki láta lítilvægar deilur skaða góða vináttu. 20. Þegar þú áttar þig á því að þú hefur gert mistök flýttu þér þá að leiðrétta þau. 21. Brostu þegar þú svarar í símann. Það heyrist á rödd þinni. 22. Gifstu þeim sem þér finnst gott að tala við. Þegar þið eld- ist verður það ómetanlegt. 23. Vertu stundum ein/n með sjálfri/sjálfum þér. 24. Vertu opin/n fyrir breytingum en breyttu ekki gildismati þínu. 25. Mundu að þögnin er stundum besta svarið. 26. Lestu fleiri bækur og horfðu minna á sjónvarp. 27. Lifðu góðu og heiðarlegu lífi. Þegar þú eldist og lítur til baka geturðu notið lífsins í annað skipti. 28. Treystu guði en læstu samt bílnum þínum. 29. Kærleiksríkt andrúmsloft á heimili þínu er afar nauðsyn- legt. Gerðu allttil að skapa heimili þar sem jafnvægi ríkir. 30. Þegar þú og maki þinn deilið, talið þá um málið sem veld- ur misklíðinni. Ekki rifja fortíðina upp. ■ 31. Lestu á milli línanna, notaðu innsæi þitt til að komast að því hvernig fólki líður í raun og veru. 32. Deildu þekkingu þinni með öðru fólki. Það er ein leið til að öðlast ódauðleika. 33. Gakktu um Móður Jörð á nærgætinn hátt. 34. Biddu bænir. Kraftur þeirra er ómælanlegur. 35. Ekki grípa fram í þegar verið er að slá þér gullhamra. 36. Ekki skipta þér af málefnum annarra af fyrra bragði. 37. Ekki treysta ástmanni/ástkonu sem kyssir þig með opin augun. 38. Gerðu það að reglu einu sinni á ári að fara á stað sem þú hefur aldrei séð áður. 39. Ef þú átt mikið af peningum notaðu þá til að hjálpa öðr- um. Þar er umbunin mest. 40. Stundum getur það verið gæfa þín að fá ekki það sem þú þráir. 41. Lærðu reglurnar og brjóttu svo sumar þeirra. 42. Mundu að bestu ástarsamböndin eru þau þegar ástin hvort til annars er sterkari þörfinni fyrir hvort annað. 43. Þú getur mælt velgengni þína á því hverju þú þurftir að fórna til að öðlast hana. 44. Mundu að persónuleiki þinn er örlög þín. 45. Taktu ást og eldamennsku af fífldirfsku og kæruleysi Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.