Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 12
einlteili sér uni ol'að verald legiim gæftuin en það inælti lieisla þessa orku til þess að leita að andlegri vellíðan nj> siinnnni lífsj>ildum.“ símalínur Geðhjálpar, sem eru samtök geðsjúkra, aðstandenda þeirra og áhugamanna sem vinna að bættum hag geðsjúkra, rauð- glóandi því fólk vissi ekki hvert það átti að snúa sér. Geðhjálp er ekki meðferðaraðili þótt það hafi í fjölda ára sinnt ákveðinni þjón- ustu við geðfatlaða. I kjölfar þessara auglýsinga leitaði fjöldi manna sér hjálpar í fyrsta sinna. Þeir höfðu ekki áður gert sér grein fyrir því að andleg vanlíð- an þeirra væri einkenni þung- lyndis og að til væri meðferð við því. Ég vil þvf segja fólki sem les þessa grein að flestir eiga góða batavon og það eru rnargir sem geta hjálpað, læknar, sálfræðing- ar og annað fagfólk, og ef í nauð- ir rekur, bráðamóttökur geð- deilda,“ segir Pétur. Stundar Du geðræktP En hvernig er geðheilbrigðis- kerfið í stakk búið til þess að mæta vaxandi fjölda þeirra sem leita sér aðstoðar við þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum? Pét- ur segir að það hafi komið ákaf- lega vel í ljós í átaki landlæknis- embættisins hversu mikil þörfin sé, og þrátt fyrir að starfsmenn í geðheilbrigðiskerfinu leggi sig alla fram og vinni mjög gott starf, þá þurfi meira að koma til svo að hægt sé að sinna þessum stóra hópi svo vel sé. „Á meðan á átak- inu stóð leitaði svo mikill fjöldi til kerfisins að það í rauninni kaf- færði það. Því miður er það svo að oft er ekki gripið inn í sjúk- dómsferlið fyrr en í óefni er komið. Hins vegar er margt sem bendir til þess að hægt sé að beita forvörnum og fræðslu gegn þung- lyndi. Það að fræða almenning á jákvæðan hátt gæti auðveldað okkur að takast á við þessa sjúk- dóma og þá fyrr. Nýverið hleypti Geðhjálp af stokkunum verkefni sem hefur það metnaðarfulla markmið að efla geðheilbrigði landsmanna og Héðinn Unn- steinsson sagði frá því í nýlegu viðtali við Vikuna. Þessi geð- heilsuefling Geðhjálpar nefnist geðrækt og ég bind miklar vonir við hana og vona að innan skamms verði talið jafn sjálfsagt að stunda geðrækt og líkams- rækt,“ segir Pétur brosandi. Skimun á bunglyndi Pétur segir einnig hafa verið sýnt fram á að hægt sé að finna þá sem eigi á hættu að fá þunglyndi og þá spyrja menn sig hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir þró- un sjúkdómsins og draga úr hætt- unni á að úr verði alvarlegt þung- lyndi. „Skimun vegna ýmissa sjúkdóma eins og krabbameins er vel þekkt, en af hverju ekki líka að sigta þá út sem er hætt við að fái þunglyndi og veita þeirn hjálp áður en þeir þurfa á lyfjameðferð að halda? Hér á landi er verið að vinna að mjög merkilegu verkefni undir stjórn Eiríks Arnar Arnarssonar í 9. bekk á Seltjarnarnesi og í Mos- fellsbæ, en sú vinna er byggð á grundvallarreglum hugrænnar atferlismeðferðar. Þar er reynt að finna þá krakka sem eiga á hættu að fá þunglyndi og reyndar líka þá sem eru orðnir þunglyndir. Þeim sem eru í hættu er veitt ráð- gjöf og fyrirbyggjandi meðferð. Þetta er í raun skirnun við þung- lyndi og mjög jákvæð þróun sem vonandi verður framhald á,“ seg- ir Pétur. Annað merkilegt forvarnar- verkefni sem er í gangi, er„Nýja barnið" á Akureyri sem er þver- faglegt verkefni Heilsugæslunn- ar og hefur staðið yfir í mörg ár. „í mæðravernd og ungbarnaeft- irliti er reynt að greina og skilja félagslega og tilfinningalega áhættuþætti og finna úrræði í samvinnu við fjölskylduna. I þessu verkefni er reynt að grípa strax inn í, jafnvel strax á með- göngu ef fjölskyldan er í erfið- leikum og veita henni stuðning og aðstoð. Tilgangurinn með þessu verkefni er að fyrirbyggja tilfinningaröskun hjá barni og foreldrum." Genin og örlagatrú Pétur segist vilja sjá fleiri svona forvarnarverkefni og þjálf- un fólks í að nota aðferðir eins og hugræna atferlismeðferð. ,.Ég vil samt ekki með þessu tali um aðr- ar áherslur vekja óraunhæfar væntingar sjúklinga um að þarna sé komin auðveld lausn fyrir alla því eins og ég sagði áðan þá hent- ar hugræn atferlismeðferð ekki öllum og því miður eru takmörk fyrir því hvað við á Reykjalundi getum sinnt mörgum. Hins veg- ar er hér ekki verið að reka áróð- ur fyrir einhverri framtíðarmeð- ferð eins og í vísindaskáldsögu. Gagnsemi hugrænnar atferlis- meðferðar hefur verið rannsök- uð rækilega síðastu áratugi þótt reyndar minna fé hafi verið veitt til slíkra rannsókna en t.d. lyfja- rannsókna, enda mun enginn fjölþjóðlegur lyfjarisi hagnast á hugrænni atferlismeðferð. Nú er mikil áhersla lögð á leit að erfðavísum sem valda sjúk- dómum og við festumst gjarnan í þeirri örlagatrú að sjúkdóms- gangurinn sé forritaður í genun- um og engin leið sé til að breyta því nema e.t.v. með því að nota lyf til að draga úr einkennunum, draga úr tjáningu genanna. Mér finnst að meira fé mætti verja í aðra nálgun að þessu umfangs- mikla vandamáli sem geðraskan- ir eru því þær kosta samfélagið stórfé og einstaklinginn miklar þjáningar," segir Pétur og fær sér meira te. 0! mikil áhersla á ueralú- leg gæði En hvernig myndi Pétur lýsa lundarfari og geðheilsu íslensku þjóðarinnar? „íslendingar eru mjög kraftmikið fólk sem berst áfram í von um betra líf, en rek- ur sig stundum á veggi og verð- ur fyrir vonbrigðum í þessari leit sinni að veraldlegum gæðum. Við kunnurn ekki að virkja þessa orku til að takast á við andlega erfiðleika, orkan safnast því fyr- ir og beinist inn á við. Sjálfsásak- anir verða jafn kraftmiklar og metnaðurinn sem mislukkaðist. Ég held að við einbeitum okkur um of að veraldlegum gæðum en að það megi beisla þessa orku til þess að leita að andlegri vellíð- an og sönnum lífsgildum," segir Pétur að lokum og hefur án efa margt til síns máls. 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.