Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdöttir pýddi fréttir komu eins og köld vatns- gusa f andlitið á henni. Hana langaði að skora á hann að segja sér sannleikann. Viður- kenna að hann hefði enga trú á því að hún gæti orðið honum að gagni. Þurrka brosið af andlitinu á honum og fá hann til að viður- kenna að hann treysti henni ekki og þess vegna hefði hann komið henni fyrir í herbergi við hliðina á skrifstofunni hans. Hún hafði sem sagt verið ráð- in sem aðstoðarmaður Daniels! Það var meira en hún gat þolað. Bara að hún hefði efni á því að gera það sem stoltið sagði henni, að segja honum að hún hefði skipt um skoðun, segja honum að hún hefði ekki lengur áhuga á starfinu og ganga út með reisn. En hún gat það ekki. Hún hafði ekki annarra kosta völ en að bíta á jaxlinn og brosa kulda- lega til hans. Hún var bara óbreyttur starfsmaður og hann var hinn voldugi Daniel Jeffer- son. Það var hans að ákveða hvort hún ætti að eyða starfs- kröftum sínum í að hita kaffi og fara með bréf f póstinn. Hún yrði bara að segja já og amen og hlýða duttlungum hans. Reiði og auð- mýking síðustu mánaða braust út og beindist að manninum sem stóð fyrir framan hana. Hann gat trútt um talað. Hún var viss um að hann hefði aldrei stigið feil- spor á ævinni. Honum höfðu ör- ugglega aldrei orðið á mistök og hann hafði örugglega aldrei orð- ið fyrir þeirri hræðilegu og niður- lægjandi reynslu að glata öllu ... starfsframanum ... heimili sínu ... elskhuga ... Ekki það að þau Bevan hafi verið elskendur í orðsins fyllstu merkingu, þótt undarlegt megi virðast. Eftir að hann hafði geng- ið á eftir henni með grasið í skón- um hafði hann eytt öllum sínum kröftum í það að skipuleggja starfsframa hennar og skapa henni nýja ímynd. Einhvern veg- inn hafði þeim aldrei gefist tími til þess að verða raunverulegir elskendur. Þau höfðu alltaf farið út að skemmta sér með vinum hans, sjálfsánægðum konum og körlum sem lifðu samskonar lífi og Bevan. Þau töluðu kæruleys- islega um starfskulnun og uppa- veiki og virtust þeirrar skoðun- ar að það hentaði ekki lífsstíl þeirra að gefa sér tíma til þess að rækta persónuleg sambönd. Hún hafði tekið þátt í leikn- um vegna þess ... vegna þess að Bevan hafði ruglað hana í rím- inu. viðurkenndi hún treglega fyrir sjálfri sér. Hún heyrði Daniel Jefferson spyrja hvort hún þarfnaðist ein- hvers. Þarfnaðist einhvers... Já, aðal- lega þess að öðlast sjálfsvirðingu á nýjan leik, hugsaði hún bitur- lega. Hún þarfnaðist þess að end- urheimta stolt sitt, finna það að fólk tryði á hana og treysti henni. Hún þarfnaðist alls þessa og meira til, en þessi maður myndi ekki útvega henni það. Hún sendi honum annað kuldalegt bros. „Nei, ég man ekki eftir neinu í augnablikinu," svaraði hún ró- lega. Hún hafði skilið hann full- komlega. Hún beið bara eftir list- anum yfir skjölin sem hann vildi að hún læsi. Hún ætlaði ekki að gera hon- um til geðs að spyrja hann hvar skjölin væri að finna. Listinn beið hennar á skrifborðinu hans og þegar hann opnaði dyrnar sem tengdu skrifstofurnar til þess að sækja listann varð hún undr- andi á að sjá að skrifstofan hans var ekkert í líkingu við það sem hún hafði ímyndað sér. Húsgögn- in voru gamaldags, notalegir hægindastólar stóðu hvor sínu megin við fallegan arin og stórt skrifborð stóð fyrir framan gluggann. Hún kom auga á stór- an trékassa, fullan af leikföngum, í einu horninu. ,,Þau koma að góðum notum þegar ég fæst við skilnaðarmál," sagði Daniel þegar hann sá að hún virti fyrir sér kassann. „Kon- urnar koma oft með börnin með sér. Leikföngin hjálpa þeim að dreifa huganum." Hún kom ekki auga á neina skjalaskápa á skrifstofunni hans og hún var engu nær hvar skjöl- in væri að finna þegar hann fór aftur inn á skrifstofuna sína. Dyrnar voru enn þá opnar. Charlotte dauðlangaði að loka þeim, loka sig af frá manninum sem vann í næsta her- bergi, manninum sem vantreysti henni svo mikið að hann hafði komið henni fyrir þar sem hann hafði hana stöðugt í sjónmáli. En það var ekki einu sinni á hennar valdi að taka jafn ómerkilega ákvörð- un og að loka dyr- unum, hugsaði hún bitur. A þessum vinnustað var hún háð duttlungum og ákvörðunum ann- arra. Klukkan hálfell- efu heyrði hún bankað á dyrnar. Hún opnaði fyrir konu sem kynnti sig sem Margaret Lew- is. Hún var á fimm- tugsaldri, hávaxin, með þykkt hár og hlýlegt bros. Ef hún vantreysti Charlotte lét hún það svo sannarlega ekki í ljós. Charlotte fann að hún slakaði á, í fyrsta sinn þennan dag, þegar hún gekk upp á efri hæðina í fylgd Margaret. „Við erum lítill, samstilltur hópur sem hér erum að störfum og hér er góður starfsandi" sagði hún á leiðinni upp stigann. „Ég stend í þeirri trú að það sé vegna þess að það var kona sem upp- haflega opnaði þessa skrifstofu." „Kona!“ Charlotte stansaði í stiganum og starði á hana. Margaret brosti. „Já, Lydia Jefferson. Hún ákvað að opna eigin lögmanns- stofu stuttu eftir að hún útskrif- aðist sem lögmaður og komst að því að enginn vildi ráða hana í vinnu. Það var mjög stórt skref fyrir konu á þeim tíma.“ „Lydia Jefferson?“ Andlit Charlotte var eitt stórt spurning- armerki. „Hún hlýtur að hafa verið ... var hún eitthvað skyld Daniel Jefferson?" „Hún var afasystir hans,“ svar- aði Margaret. „Hún var hætt að vinna þegar ég kom hingað til starfa en hún kom oft og fylgdist með því sem var að gerast. Það var satt að segja hún sem hvatti mig til þess að fara og læra lög- fræði. Hún og Daniel voru mjög náin. Hann var ekki nema smá- gutti þegar hún byrjaði að taka hann með sér í vinnuna. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á jafnréttismálum og var sterkur talsmaður lítilmagnans. Daniel er líkur henni að því leyti.“ „Það gæti breyst eftir allt um- talið sem varð eftir að hann vann málið gegn lyfjafyrirtækinu. Kannski honum finnistfreistandi Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.