Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 19

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 19
(icorgína lialöi mikil áliril'á sl jórninál síns tínia |iótt auövitaö væru áhrirhcnnar nicst aö t jaldahaki af' því luín var kona. helstu deilumál og það sem efst var á baugi í pólitíkinni á hverjum tíma var rætt. Hún gekk meira að segja sjálf um götur Lundúna árið 1784 til að hvetja fólk til að kjósa „whiggana“. Þetta þótti jafn- ingjum hennar ókvenleg hegðun og margar lafðirnar hneyksluðust á gerðum henn- ar. Þeim þótti þetta alltof al- þýðleg hegðun og viðurnefn- ið „Doll Common“ eða al- þýðudúkkan varð til eftir þennan atburð. Spilafíkill með stöðugar fiárhagsáhyggjur Samtíðarkonur Georgínu litu þó mjög upp til hennar þegar tískan var annars veg- ar og hún var, líkt og Oscar Wilde síðar, það sem kallað er „trend setter“. Ef Georgína breytti sniðinu á kjólum sín- um eða bætti á þá slaufu mátti bóka að flestar aðrar konur í samkvæmislífi Lundúnaborg- ar gerðu slíkt hið sama. Hún hafði einnig mikil áhrif á stjórnmálaleiðtoga síns tíma þótt auðvitað væri það á bak við tjöldin og hún skrifaði skáldsögur sem voru þó aldrei gefnar út. Hún átti í ótal ástarævintýrum við ýmsa frammámenn í samfélaginu og mál Clintons og Lewinskys þætti sennilega barnaleikur samanborið við margt ástar- makkið sem hún stóð í. Hún spilaði fjárhættuspil alla sína tíð þótt það tíðkaðist sannar- lega ekki að konur iðkuðu slíkt. Hún var í raun spilafík- ill og tapaði oft háum fjár- hæðum. Líferni hennar má lfkja við áhættufíkn því hún bjó stöðugt við þá hættu að hátt- erni hennar yrði gert opin- bert. Enski aðallinn hefur jafnan lokað augunum fyrir því sem aðalsfólkið gerir svo lengi sem ekkert kemst upp. Þótt allir vissu um ástarævin- týri Georgínu og spilasam- kvæmin sem hún sótti um nætur var ekki talað um það. Hún varð að ljúga að manni sínum til að fá peninga til að borga spilaskuldir og oft grát- bað hún vini sína um lán. En líkt og aðrir fíklar gat hún aldrei stillt sig um að spila með peningana sem hún fékk lánaða. Georgína var alltaf stórskuldug og áhyggjur vegna þess hvfldu oft þungt á henni. Ævisöguritari hennar Am- anda Foreman leiðir getum að því að spilafíknin hafi í raun verið uppreisn Ge- orgínu gegn samfélaginu. Hún hafði litla stjórn gerðum manns síns og móðir hennar var ákaflega gagnrýnin á dótt- ur sína og kröfuhörð svo næturævintýrin voru hennar aðferð til að mótmæla en vegna þess að óhugsandi var á þeim tíma að kona gerði op- inbera uppreisn reyndi hún stöðugt að breiða yfir verstu uppátæki sín við spilaborðið. Þótt kaldhæðnislegt sé var það þó harðneskja móður hennar og stöðug gagnrýni sem hvatti dótturina til að reyna að standa sig betur. Hún átti sér þann draum að hafa áhrif á gang sögunnar með því að reyna að sannfæra aðra um ágæti upplýsinga- stefnunnar og vann að því leynt og ljóst alla tíð. Líkt og Díana var Georgína alltaf undir smásjá fjölmiðla og gróur þær sem voru henni samtíða vissu fátt skemmti- legra en að tala um hana og uppátæki hennar. Elísabet (kölluð Bess) Foster var besta vinkona Georgínu þrátt fyrir það að aðeins nokkrum mán- uðum eftir að þær kynntust var Bess orðin ástkona her- togans af Devonshire. Það virtist ekki hafa áhrif á vin- áttu þeirra en þó Georgína virðist sannarlega betri vinur en Bess ef marka má þau bréf sem þær skrifuðu hvor annarri. í einu bréfi segir Ge- orgína: „Ég get ekki sagt nei. Ég segi aldrei nei við neinn jafnvel þegar ég veit að ein- hver er notfæra sér mig.“ Hún vildi augljóslega að öllum lík- aði vel við sig og óttaðist það mjög að fólki hætti þykja til hennar koma. Ævi Georgínu er í raun þroskasaga hugrakkrar konu sem vill læra að þekkja sjálfa sig og hafa áhrif á samtíma sinn á eigin forsendum. Hún hafði það sannarlega en hún getur ekki síður haft áhrif á konur nú tveimur öldum seinna. Ævisaga hennar Ge- orgina: Duchess of Devons- hire er snilldarlega skrifuð af Amöndu Foreman. Amanda er dóttir handritshöfundar frá Hollywood sem varð að flýja land á McCarthy tímanum í Bandaríkjunum. Fjölskyldan settist að í Bretlandi og þeg- ar Amanda var að skrifa doktorsritgerð sína við Ox- fordháskóla rakst hún á bréfasafn Georgínu og heill- aðist af konunni sem bréfin lýstu svo vel. Hún hætti við að skrifa um tíðarandann með- al aðalsins á nítjándu öld og hóf að skrifa um Georgínu í staðinn. Doktorsritgerðin var síðar gefin út lítið breytt og sú saga hlaut hin virtu bók- menntaverðlaun White Bread í Englandi. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.