Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 22
Vinir
Phoebe minnist á að hún
ætti krúnurakaða vinkonu,
Abbie að nafni. Mörgum
þáttum síðar spurði hún
Rachel hvort henni væri ekki
sama þótt hún kæmi Ross í
kynni við krúnurökuðu vin-
konu sína Bonnie. Hve marg-
ar krúnurakaðar vinkonur á
Phoebe eiginlega?
Fæðingarlæknir sagði
Carol að leggjast niður eftir að
hún var lögst.
í þættinum þar sem Joey
átti að „leika“ leigurass (rass-
staðgengil) fyrir A1 Pacino
átti hann að sjálfsögðu að
vera nakinn. Joey fór í sturtu
og þá mátti greinilega sjá á
skuggamyndinni af honum að
hann var í nærbuxum.
Leikkonan sem lék ljós-
móður í einum af fyrri þáttum
Vina var oröin UlUbOðsmaður
Joeys í næstu þáttaröð.
Phoebe, Joey og Rachel
sátu í leigubíl fyrir utan hús
föður Phoebe. Þau voru að
fela sig fyrir grimmum hundi
sem hékk á bílglugganum.
Mjög auðveldlega mátti sjá
mann sem hélt hundinum
uppi við gluggann.
Þegar Monica og Rachel
fluttu inn í íbúð Joeys og
Chandlers var herbergið
varla nógu stórt fyrir dýnuna
hennar Monicu. En þegar
Ross flutti síðar inn í íbúðina
var herbergið nægilega stórt
fyrir fótboltaspilið og rúmið
hans Joeys og samt var nóg
pláss eftir.
Rachel týndi hringnum sín-
um og Monica sagði við
Chandler: „Við finnum hann,
er það ekki?" Vélin beinist í
smástund að Chandler en síð-
an að Monicu og þá má sjá
Chandler standa við ísskáp-
inn fyrir aftan hana. Galdrar!
í einum þættinum borðaði
Phoebe lasagna sem innihélt
kjöt þrátt fyrir að vera hörð
grænmetisæta.
Phoebe fékk blett á fötin
sín. Bletturinn skipti í sífellu
um Stærð á meðan á þættin-
um stóð.
Joey var að reyna að kom-
ast í kynni við æðislega
stúlku sem átti heima í
sama húsi og Ross.
Hann gerði þrjár til-
raunir til að nálgast
hana í þættinum. Þegar
hann yfirgaf íbúð Mon-
icu var hann í Skyrtli sem
var orðin öðruvísi á lit-
inn þegar hann kom
heim til stúlkunnar. Það
var ekki fyiT en í annarri
eða þriðju tilraun hans
til að hitta stúlkuna sem
hann var kominn í upp-
haflegu skyrtuna. Sen-
urnar hafa eflaust ver-
ið rangt klipptar.
í einni þáttaröðinni
var Joey tvisvar sinnum
kallaður Matt af
Chandler meðleigjanda
sínum. Joey er leikinn
af leikaranum Matt
Leblanc.
Bráðauaktin
í atriði þar sem Carter
læknir tók inn tvær pillur mátti
greinilega sjá þær í lófa hans
EFTIR að hann hafði gleypt
þær. Hmmmmm.
Einn þátturinn gerðist 4.
júlí, á þjóðhátíðardegi
Bandaríkjamanna, og Peter
læknir fór í mat til Jackie syst-
ur sinnar. I fyrsta atriðinu
þegar hann gekk upp að húsi
hennar mátti sjá í baksýn litla
Stúlku. u.þ.b. 10 ára gamla,
þybbna í bláum stuttbuxum
og dökkbleikum bol. Hún
horfði nokkrum sinnum beint
í myndavélina, m.a. á meðan
hún hnýtti skóreimarnar sín-
ar. Á meðan Peter og Jackie
voru að tala saman var
myndavélinni beint að þeim
til skiptis. Þessi sama litla
stúlka var í baksýn hjá þeim
báðum, eins og hún hefði
þann hæfileika að geta verið
á tveimur stöðum í einu, því
Peter og Jackie voru ekki hlið
við hlið heldur stóðu and-
spænis hvort öðru á meðan
þau töluðu saman.
Varla er mögulegt að blóð-
banki stórs sjúkrahúss tæm-
ist en það gerðist
í einum þætti
Bráðavaktarinn-
ar. Grípa þurfti til
þess ráðs að taka
blúð úr Carter
lækni (án nauð-
synlegs undirbún-
ings eða að fyllsta
hreinlætis væri
gætt) og gefa
sjúklingi. Þess var
heldur ekki gætt
að Carter væri í
sama blóðflokki
og sjúklingurinn.
í sama þætti var
blóð gefið sjúk-
lingi sem fékk
þann blóðflokk
sem var skráður á
skírteini sem
hann hafði með-
ferðis en svona
lagað er aldrei
gert.
22
Vikan