Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 22
Vinir Phoebe minnist á að hún ætti krúnurakaða vinkonu, Abbie að nafni. Mörgum þáttum síðar spurði hún Rachel hvort henni væri ekki sama þótt hún kæmi Ross í kynni við krúnurökuðu vin- konu sína Bonnie. Hve marg- ar krúnurakaðar vinkonur á Phoebe eiginlega? Fæðingarlæknir sagði Carol að leggjast niður eftir að hún var lögst. í þættinum þar sem Joey átti að „leika“ leigurass (rass- staðgengil) fyrir A1 Pacino átti hann að sjálfsögðu að vera nakinn. Joey fór í sturtu og þá mátti greinilega sjá á skuggamyndinni af honum að hann var í nærbuxum. Leikkonan sem lék ljós- móður í einum af fyrri þáttum Vina var oröin UlUbOðsmaður Joeys í næstu þáttaröð. Phoebe, Joey og Rachel sátu í leigubíl fyrir utan hús föður Phoebe. Þau voru að fela sig fyrir grimmum hundi sem hékk á bílglugganum. Mjög auðveldlega mátti sjá mann sem hélt hundinum uppi við gluggann. Þegar Monica og Rachel fluttu inn í íbúð Joeys og Chandlers var herbergið varla nógu stórt fyrir dýnuna hennar Monicu. En þegar Ross flutti síðar inn í íbúðina var herbergið nægilega stórt fyrir fótboltaspilið og rúmið hans Joeys og samt var nóg pláss eftir. Rachel týndi hringnum sín- um og Monica sagði við Chandler: „Við finnum hann, er það ekki?" Vélin beinist í smástund að Chandler en síð- an að Monicu og þá má sjá Chandler standa við ísskáp- inn fyrir aftan hana. Galdrar! í einum þættinum borðaði Phoebe lasagna sem innihélt kjöt þrátt fyrir að vera hörð grænmetisæta. Phoebe fékk blett á fötin sín. Bletturinn skipti í sífellu um Stærð á meðan á þættin- um stóð. Joey var að reyna að kom- ast í kynni við æðislega stúlku sem átti heima í sama húsi og Ross. Hann gerði þrjár til- raunir til að nálgast hana í þættinum. Þegar hann yfirgaf íbúð Mon- icu var hann í Skyrtli sem var orðin öðruvísi á lit- inn þegar hann kom heim til stúlkunnar. Það var ekki fyiT en í annarri eða þriðju tilraun hans til að hitta stúlkuna sem hann var kominn í upp- haflegu skyrtuna. Sen- urnar hafa eflaust ver- ið rangt klipptar. í einni þáttaröðinni var Joey tvisvar sinnum kallaður Matt af Chandler meðleigjanda sínum. Joey er leikinn af leikaranum Matt Leblanc. Bráðauaktin í atriði þar sem Carter læknir tók inn tvær pillur mátti greinilega sjá þær í lófa hans EFTIR að hann hafði gleypt þær. Hmmmmm. Einn þátturinn gerðist 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, og Peter læknir fór í mat til Jackie syst- ur sinnar. I fyrsta atriðinu þegar hann gekk upp að húsi hennar mátti sjá í baksýn litla Stúlku. u.þ.b. 10 ára gamla, þybbna í bláum stuttbuxum og dökkbleikum bol. Hún horfði nokkrum sinnum beint í myndavélina, m.a. á meðan hún hnýtti skóreimarnar sín- ar. Á meðan Peter og Jackie voru að tala saman var myndavélinni beint að þeim til skiptis. Þessi sama litla stúlka var í baksýn hjá þeim báðum, eins og hún hefði þann hæfileika að geta verið á tveimur stöðum í einu, því Peter og Jackie voru ekki hlið við hlið heldur stóðu and- spænis hvort öðru á meðan þau töluðu saman. Varla er mögulegt að blóð- banki stórs sjúkrahúss tæm- ist en það gerðist í einum þætti Bráðavaktarinn- ar. Grípa þurfti til þess ráðs að taka blúð úr Carter lækni (án nauð- synlegs undirbún- ings eða að fyllsta hreinlætis væri gætt) og gefa sjúklingi. Þess var heldur ekki gætt að Carter væri í sama blóðflokki og sjúklingurinn. í sama þætti var blóð gefið sjúk- lingi sem fékk þann blóðflokk sem var skráður á skírteini sem hann hafði með- ferðis en svona lagað er aldrei gert. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.