Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 57
Þessi köttur fekk að ljúka við skinku af morgunverðarborðinu einn daginn og það varð upphafið að vináttu sem entist meðan á dvölinni stóð. ..... Draumahús í yndislegu Dorpi Húsið var sannkallað draumahús. Tveggja alda gamalt og hlaðið úr steini. Veggirnir voru vel á ann- an metra að þykkt, enda tvöfald- ir og holrúm á milli. Þessi bygg- ingaraðferð er algeng á þessum slóðum því hún tryggir þægilegan svala á sumrin og að hitinn nái ekki að sleppa út á veturna sem sannarlega er kostur þar sem lengi vel voru ekki önnur úrræði til húshitunar en að brenna við í ofnum. Mörg þorpin eru uppi í fjöllunum og eru byggð upp eftir hlíðunum sem oft eru svo bratt- ar að ferðamanninum þykir undravert að húsin skuli ekki renna niður. Húsið okkar var eng- in undantekning þar frá og þess vegna varð að ganga nokkur þrep úr stofunni niður í eldhúsið, stigi lá síðan upp á efri hæðina og úr miðjum stiganum var gengið inn í stærsta svefnherbergið. Allt var þarna einstaklega snyrtilegt og hlýlegt. Eldhúsið var vel búið áhöldum og eldunartækjum og í skápum voru rúmföt til skipt- anna, handklæði, viskastykki og afþurrkunarklútar. Eftir langa og erfiða ferð er tæplega hægt að hugsa sér nota- iegri aðkomu og við vorum fljót að skríða upp í rúmin það kvöld- ið. Eins og sagt er þá er fall far- arheill og eftir þetta gekk ferðin stóráfallalaust. Daginn eftir skoðuðum við okkur um í ná- grenninu, fundum þorpsbúðina og heilsuðum upp á eigendur eina veitingastaðarins í þorpinu. Starfsfólk veitingastaðarins, sem heitir E1 Grillon, var einstaklega elskulegt og allt af vilja gert að aðstoða okkur. Maturinn sem er fram borinn á staðnum er hefð- bundinn hversdags- og hátíða- matur héraðsins sem er einstak- lega góður. Provence er stærsta matarkista Frakka. Þarna er vín- rækt rnikil og allar helstu vín- ekrurnar er að finna á þessum slóðum. Vínbændur taka gestum flestir vel og víða er opið hús þannig að ferðamaðurinn getur keyrt upp að húsinu og fengið að skoða brugghúsin og smakka á afurðinni. Þarna vaxa sömuleiðis nánast allar ávaxtategundir sem hægt er að nefna og víða við veginn og á mörkuðum í þorpinu er hægt að kaupa nýtínd ber og ferska ávexti auk þess sultur sem unnar eru úr þessum afurðum. Berin eru einnig gjarnan soðin í víni og eru þá einn besti eftirréttur sem hægt er að hugsa sér. Skinka og alls konar pylsur eru líka einkenn- andi fyrir matargerðina þarna og tegundirnar svo margvíslegar að vonlaust mál er að komast yfir að smakka allt. Provence er þekkt fyrir osta sína og ostagerð og það er gaman að heilsa upp á bænd- urna á mörkuðunum og fá að smakka afurðir þeirra áður en þær eru keyptar. Listamannahérað í Provence er rík hefð fyrir fram- leiðslu alls konar líns. Mynstrin eru frábærlega falleg og mörg hefðbundin, ekki síst þau sem sækja fyrirmyndir í náttúru svæð- isins. Sólblómin, írisarnir og lavenderinn eru meðal þeirra blómamynstra sem eru algengust og síðan eru miðaldamynstur sem eiga rætur að rekja til frönsku liljunnar en hún skreytti m.a. páfahöllina í Avignon, þar sem páfinn hafði aðsetur á mið- öldum. Það er nánast sama hvaða áhugamál fólk hefur það finnur eitthvað við sitt hæfi í Provence. Héraðið á sér merka sögu og þar eru margir sögustaðir sem ekki einungis koma við sögu Frakka heldur allrar Evrópu. List er þarna stunduð nánast í hverjum krók og kima og Provence hefur oft verið athvarf listamanna. Van Gogh og Gauguin dvöldu þar, nánar tiltekið í borginni Arles, þegar Van Gogh skar af sér eyrað og sendi það vændiskonu. Hann lenti síðan á geðveikrahæli en fékk síðar inni hjá presti nokkrum í Provence og þar mál- aði hann sólblómamyndina frægu. Næsta þorp við Murs heitir Gordes og þar eru fjölbreyttar listsýningar f ótal sölum og gall- eríum allt sumarið. Listamenn sækja um að fá að halda sýning- ar í héraðinu og sérstök dóm- nefnd velur verk til sýninga. Þeg- ar við vorum í Gordes stóð yfir sýning á alveg sérlega skemmti- legum skúlptúrum listamanns frá Austur-Evrópu Mizslav Brozek. Við rákumst einnig á Margaret Eccleston sem er breskur vatns- litamálari. Hún býr í Wales en svo skemmtilega vildi til að árið áður hafði hún dvalið í íbúð sem Van Gogh sjóðurinn átti í Murs og myndirnar sem hún sýndi voru afrakstur af vinnu hennar þetta hálfa ár sem hún dvaldi þar. Myndirnar voru ákaflega falleg- ar og náðu vel þeim anda sem rík- ir í héraðinu. Þarna er mikil ró, kyrrð og náttúrufegurð. Við sáum sjaldan nokkurn mann við vinnu og aldrei sáum við neinn flýta sér en samt eru framleiðslu- vörur héraðsins svo fjölbreyttar að margar vinnustundir hljóta að liggja að baki. Vandaður bómullarfatnaður, fléttaðar strákörfur og hattar eru einnig framleidd á svæðinu og seld á mörkuðum. Frábærlega fallega unnar trédúkkur eru í öll- um minjagripaverslunum og þær eiga sér skemmtilega sögu. I hverri einustu kirkju í Provence hefur tíðkast að stilla upp fyrir jólin skreytingu sem sýndi Mar- íu með Jesú-barnið, Jósep og vitringana. Tréskurðarmenn í þorpunum bættu gjarnan við skreytinguna húsum eða persón- um á hverju ári og þá var ekki verið að binda sig við að reyna að líkja eftir Betlehem. Fæðingar- staður frelsarans varð þorpið þeirra og brátt voru franskir bændur með sigðir sínar, bænda- konur með hrísknippi á bakinu, ostagerðarmenn og slátrarar orð- in hluti af íbúum Betlehem. Stytt- urnar eru listavel gerðar, út- skornar í tré, málaðar og íklædd- ar búningum héraðsins. Þegar ferðamenn fóru að heimsækja Provence heilluðust þeir af stytt- unum en þær elstu eru ómetan- legir forngripir sem eru eingöngu til sýnis á söfnum núorðið. En eftirgerðir þeirra má fá keyptar og þeir eru ófáir sem safna heilu þorpunum. I raun er endalaust hægt að telja upp áhugaverða hluti sem sjá má í Provence. Þar eru dropa- steinshellar og í Roussillon er gömul okkurnáma, sem nú hef- ur verið friðuð. Að ganga þar um er eins og að hverfa ofan í ævin- týraland, með háar klettastrýtur á báðar hendur og gróðurinn allt um kring niður í botninum. Kyrrðin er algjör og af og til svífa hjá risastór, litrík fiðrildi. Á hverju ári er listahátíð í Avignon og þá eru sett upp leikrit, haldn- ar danssýningar og margt fleira. Eftir hraðbrautinni er ekki nema tveggja tíma akstur til Marseil- les og þar í kring eru mörg fal- leg, lítil þorp þar sem hægt er að leggjast á ströndina og svamla Miðjarðarhafinu til að svala sér þegar hitinn fer yfir 40°. Fjöl- breyttari og skemmtilegri stað til að ferðast um er vart hægt að finna í víðri veröld. Vikan 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.