Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 46
að nota tækifærið og flytja starf-
semina til London?"
Margaret hristi höfuðið.
„Nei, það myndi Daniel aldrei
gera,“ svaraði hún rólega. Hún
sagði það svo sannfærandi og af
svo mikilli væntumþykju að
Charlotte fann vanþóknunina og
reiðina blossa upp á nýjan leik.
Lánið hafði aldeilis leikið við
Daniel. Hann hafði fengið allt
upp í hendurnar. Hann hafði bara
þurft að koma sér í gegnum nám-
ið og síðan beið hans þægilegt líf
sem kona hafði erfiðað fyrir ...
Kona sem hafði ráðið við allt
það sem henni sjálfri hafði mis-
tekist og orðið að berjast við
mörg ljón á veginum. hugsaði
Charlotte með sjálfri sér. Þær
voru komnar upp á efstu hæðina
og Margaret Lewis opnaði dyr
inn í stórt og bjart herbergi þar
sem átta manns sátu að störfum.
Úr hverju horni mátti heyra í
tölvum og tólum. Meðfram ein-
um veggnum voru hillur, hlaðn-
ar möppum, fullum af pappírum
og skjölum. Allir voru önnum
kafnir en samt var andrúmsloft-
ið afslappað og þægilegt.
Það var greinilegt að allir við-
staddir nutu starfsins og
Charlotte grunaði að unga fólk-
ið sem þarna var að störfum væri
fremst meðal jafningja. Hún vissi
að þetta var gáfað og metnaðar-
gjarnt fólk sem var reiðubúið að
vinna hörðum höndum. Þetta
unga fólk var nákvæmlega eins
og hún hafði verið sjálf. Með
einni undantekningu. Þau voru
laus við áhyggjurnar sem höfðu
þjakað hana frá því augnabliki
sem hún opnaði eigin skrifstofu.
Margaret kynnti Charlotte fyr-
ir þeim og þau heilsuðu henni
hlýlega. Ef þau vissu sannleikann
um hana létu þau það ekki í ljós.
Einn eða tveir karlmannanna litu
stutt pilsið aðdáunaraugum.
„Þau eru fín,“ sagði Margaret
eftir að þær kvöddu og lokuðu
dyrunum á eftir sér. „Þau vinna
eins og skepnur en eru stundum
fulllífleg fyrir minn smekk. Dani-
el hefur trú á því að láta þau bera
eins mikla ábyrgð og þau ráða við
og ég verð að viðurkenna að sú
uppskrift virkar vel. Hann lætur
hvern og einn taka að sér undir-
búning ákveðins verkefnis og
þannig fá þau yfirsýn yfir allt
málið en ekki bara einhvern
hluta þess. Þegar þú ferð að
kynna þér skjölin muntu sjá inni
í hverru möppu nafn lögmanns-
ins sem vann undirbúningsvinn-
una og þú getur leitað til hans ef
þú vilt láta kanna eitthvað frek-
ar. Annað hvort biður þú hann
sjálf eða þú kemur beiðninni til
skila í gegnum mig. Eg geri mér
grein fyrir því að þú verður bund-
in við skrifborðið næstu dagana,
en það væri gaman ef við gætum
borðað saman einhvern daginn
þegar þú ert búin að koma þér al-
mennilega fyrir.“
„Það væri gaman,“ sagði
Charlotte og meinti það. „Það er
eitt sem þú gætir hjálpað mér
með,“ bætti hún við. „Hvar eru
skjölin geymd?“
Margaret brosti til hennar.
„Komdu með mér.“
Á leiðinni niður sagði hún frá
því að Lydia Jefferson hefði
ákveðið að kaupa húsið undir
skrifstofuna fyrir peninga sem
hún hefði fengið að arfi. Það væri
Daniel að þakka að húsið væri
enn þá í upprunalegu ástandi.
„En það verður að viðurkennast
að það er orðið ansi þröngt um
okkur og skjölin, eða réttara sagt
skjölin sem tilheyra Daniel. Þau
eru geymd í litlu herbergi sem
upphaflega var þurrkherbergi."
„Hér erum við komnar," sagði
hún þegar þær komu niður á
næsta stigapall. Hún opnaði dyr
inn í lítið, aflangt herbergi. Á
veggjunum voru hillur hlaðnar
skjalamöppum.
„Möppunum er raðað eftir
einföldu kerfi. Þær eru í stafrófs-
röð og ef þú finnur ekki möpp-
una, sem þú leitar að, er hún
sennilega inni hjá Daniel. Ef
ekki, þá er einn ungu lögmann-
anna sökudólgurinn. Ég hef ver-
ið að reyna að koma á þeirri reglu
að hver og einn skrái niður ef þeir
fjarlægja möppu úr geymslunni
en verð að viðurkenna að það
hefur gjörsamlega mistekist. Ef
það er eitthvað sem þú þarft að
spyrja um þá skaltu bara hringja
eða líta til mín á skrifstofuna.
Innanhússnúmerið mitt er 241,“
sagði hún að skilnaði.
Charlotte þakkaði henm fyrir
og fór aftur inn á skrifstofuna
sína. Margaret var alla vega ekki
mótfallin ráðningu hennar en
það gat verið að hún vissi ekki
sannleikann um hana.
Um leið og hún gekk inn í
skrifstofuna heyrði hún Daniel
kalla: „Gætir þú aðeins komið
inn til mín?“
Treglega hlýddi hún kallinu.
Hann sat við skrifborðið og
hún stóð fyrir framan hann, reið
og vansæl, og sér meðvitandi um
ólíka aðstöðu þeirra.
Hann leit upp og brosti til
hennar. Þetta bros tekur sig ef-
laust vel út á sjónvarpsskjánum,
hugsaði hún reiðilega. Tennur
hans voru of fullkomnar ... of
hvítar ... en svo kom hún auga á
að það var brotið upp úr annarri
framtönninni. Það kom henni í
aðeins betra skap. Svo „herra
fullkominn" var þá ekki alfull-
kominn eftir allt saman.
„Hérna er viðbótarlisti yfir
skjölin sem ég vil að þú kynnir
þér,“ sagði hann. Hún teygði sig
yfir borðið til þess að taka við list-
anum. Hún komst ekki hjá því að
finna lyktina af honum. Hann
angaði af góðri sápulykt, þessi
ilmur var örugglega ekki af
rakspíra. Hún yggldi sig. Eitt af
því sem hún hafði orðið að þola
var ofnotkun Bevan á rakspíra.
Hún hafði aldrei getað komið
honum í skilning um hvað henni
fannst það fráhrindandi.
„Fáðu þér kaffi,“ sagði Dani-
el. „Náðu þér svo í stól og sestu
hjá mér. Ég ætla að fara yfir mál-
in og segja þér frá þeim í stuttu
máli. Síðan langar mig að biðja
þig að lesa í gegnum skjölin og
gefa mér faglegt álit á hverju máli
fyrir sig.“
Sem betur fer var hún að hella
í kaffibollann og sneri í hann bak-
inu. Hún stífnaði upp. Hvað hélt
hann eiginlega að hann væri?
hugsaði hún reiðilega meðan hún
hellti í bollann. Hvað þóttist
hann vera að gera? Var hann að
prófa hana? Og á hæla þessara
hugsana komu aðrar og óþægi-
legri hugsanir. H vað ef þetta væri
í rauninni nokkurs konar próf?
Hvað gerðist ef hún næði því
ekki? Hvað ef skoðanir hennar
færu ekki saman við skoðanir
hans? Mundi hann nota tækifær-
ið, úrskurða hana vanhæfa og
fara fram á að hún yrði rekin?
Það fór hrollur um hana með-
2 fyrir 11 bio a
Áskrifendur að tímarítum Fróða geta nú framvísað
Fróðakortinu í miðasölu Borgarbíós á flkureyri og fengið
tvo miða á verði eins. Munið bara að fyrstir koma, fyrstu
46 vikan fimmtíu fá. Tilboðíð gildir á allar sýningar.