Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 24
Þórunn Stefánsdóttir þýddi
Aeldhúsveggnum,
á milli teikningar
af blárri risaeðlu
og sérkennilegs
listaverks sem búið er til úr
eggjabökkum og bómull og
ber titilinn Mamma mín,
hangir dagatal. Utan um 16.
mars er teiknaður rauður
hringur og innan í hann er
skrifað með rithönd fimm ára
gamals sonar míns: Afmælis-
dagur Tomma.
I garðinum eru páskalilj-
urnar að stinga upp kollinum.
Þær minna mig alltaf á fæð-
ingu Tomma. Eins og svo
margar konur fyrr og síðar
hét ég því, milli fæðingarhríð-
anna, rembingsins og önd-
unaræfinganna, að þetta
skyldi ég aldrei gera aftur. En
um leið og ég fékk hann í
fangið ruku allar minningar
um sársauka út í veður og
vind. Litli munnurinn var eins
og bleikur rósaknappur, nef-
ið var pínulítið og bláu, stóru
augun voru þau fallegustu
sem ég hafði nokkurn tíma
séð. Líklega hefur ljósmóðir-
in aðra sögu að segja, ég er
hrædd um að hún hafi verið
mun lengur að gleyma sárs-
aukanum í hendinni, sem ég
kreisti af öllum lífs og sálar
kröftum meðan á verstu hríð-
unum stóð. En þetta var fyr-
ir sex árum.
Líklega er enn þá til fólk
sem lítur Tomma sömu aug-
um og ég gerði þennan dag
fyrir næstum sex árum, til
dæmis afgreiðslufólk í versl-
unum og strætisvagnabílstjór-
ar. Það fólk sér aðeins blá
augun, sem eru á stærð við
undirskálar, og ómótstæðilegt
brosið. Það fólk hefur aldrei
séð niðurtroðnar páskalilj-
urnar í garðinum og Fluffy,
köttinn okkar, sem saknar
sárlega veiðiháranna eftir að
Tommi horfði á Dýraspítal-
ann í sjónvarpinu. Það fólk
þekkir heldur ekki nágranna
okkar sem fjárfestu í þreföldu
gleri í gluggana til þess að
þurfa ekki að hlusta á hljóð-
in sem Tommi gefur frá sér
þegar ég þvæ honum um hár-
ið.
En afmæli er nú einu sinni
afmæli og þrátt fyrir alla sína
galla er Tommi líf mitt og
yndi. Auðvitað er ég búin að
lofa því að bjóða vinum hans
í afmælið, en ég bókstaflega
finn hvernig blóðþrýstingur-
inn hækkar í hvert sinn sem
mér verður hugsað til innrás-
ar ellefu lítilla Tomma klóna
næstkomandi laugardag.
Eg reyndi að hafa gestalist-
ann eins stuttan og ég mögu-
lega gat, en mér er meinilla
við að skilja einhvern útund-
an. Mig grunar að einn litlu
púkanna, sem heitir Pétur en
er alltaf kallaður Pési, hafi
gert sér fullkomna grein fyr-
ir þessum veikleika mínum.
Hann kom auga á mig einn
daginn þegar ég var að sækja
Tomma í skólann.
„Tomma mamma, Tomma
mamma!“ kallaði hann og
hljóp til mín.
„Halló Pési,“ sagði ég. Ég
hef alltaf verið svolítið veik
fyrir Pésa. Hann er einn af
þessum börnum sem skera sig
svolítið úr hópnum. Ég er
sannfærð um að það er einn
Pési í hverjum einasta skóla
landsins. Pési á ekki mjög gott
með að læra, hann kemur úr
stórri fjölskyldu, er svolítið
búttaður og er alltaf í allt of
stórum fötum sem hann hef-
ur erft af stóra bróður sínum.
Hárið stendur út í loftið og í
gegnum lubbann gægjast stór,
útstandandi eyru. En
súkkulaðibrún augun eru nóg
til þess að gera hann ómót-
stæðilegan.
„Tomma mamma, má ég
koma í afmælið hans Tomma
á laugardaginn?“
Nú er staðreyndin sú að
Pési er ekki fastagestur á af-
mælisgestalistum barnanna í
hverfinu, aðallega vegna þess
að mamma hans, sem senni-
lega er ákaflega skynsöm
kona, hefur aldrei haft fyrir
því að halda upp á afmælið
hans. En hann virtist harðá-
kveðinn í því að missa ekki
af afmælinu hans Tomma.
„Auðvitað ertu boðinn í af-
mælið,“ sagði ég eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara. En hug-
ur minn var á fullu í flóknum
útreikningi. Mér hafði tekist
að koma afmælisgestunum
niður í ellefu sem þýddi það
að með afmælisbarninu með-
töldu yrðu gestirnir tólf. Með
það í huga hafði ég fest kaup
á tólf Fred Flintstone pappa-
diskum og glösum. Nú varð
ég bara að vona að einn boðs-
gestanna fengi væga, ósmit-
andi flensu nokkrum dögum
fyrir afmælið.
Stóri dagurinn rann upp og
allt var tilbúið fyrir innrásina.
Ég var óhemjustolt af af-
mæliskökunni. Hún var í lag-
inu eins og kastali með sex
turnum og listamaðurinn í
mér hafði virkilega fengið að
njóta sín. Kakan stóð á miðju
borðinu, pylsurnar, pylsu-
brauðið og allt sem tilheyrði
þeim sívinsæla veislurétti
beið gestanna og maðurinn
minn hafði varið klukkutíma
í að blása upp blöðrurnar. I
stað þess að leigja myndband
hafði ég ráðið töframann til
þess að koma og skemmta
gestunum. Klukkan tvö var
allt tilbúið, klukkutíma fyrir
flugtak. Ég ákvað að verð-
launa mig fyrir dugnaðinn
með því að fara í heitt, vöðva-
slakandi bað. Allt í einu
heyrði ég Tomma kalla utan
úr garðinum: „Mamma,
mamma, Pési er kominn!“
Mér krossbrá. Hafði ég
ekki örugglega tekið fram á
boðskortunum að afmælið
byrjaði klukkan þrjú? Flest-
ir vinir Tomma voru vanir að
mæta kurteislega fimm mín-
útum of seint en Pési lét
greinilega ekki slíka smámuni
á sig fá. Ég fór upp úr baðinu
og gægðist út um gluggann.
Pési var klæddur í gamlar
gallabuxur og bómullarbol,
vopnaður grænni vélbyssu.
Tommi hélt á brúnum bréf-
poka sem innihélt afmælis-
gjöfina frá Pésa, rauðan plast-
strætó.
Pési sat einn við borðið
þegar ég kom niður.
„Vá, hvað þetta er flott
kaka,“ sagði hann ákafur eins
og hann vildi fá mig til þess að
taka undir hrifningu hans á
þessu sköpunarverki mínu.
„Hvar fékkstu hana?“
„Ég bakaði hana,“ svaraði
ég og brosti innra með mér.
„Getur þú bakað aðra
svona köku fyrir afmælið
mitt?“
„Ég býst við því að mamma
þín vilji nú sjálf baka fyrir af-
mælið þitt,“ svaraði ég.
„Mamma mín býr ekki til
kastala,“ sagði hann ákveð-
inn, eins og það væru bara til
tvenns konar mömmur; þær
sem baka kastalakökur og
þær sem ekki baka kastala-
kökur.
Um það leyti sem hinir
gestirnir tóku að tínast á
svæðið var Pési kominn upp
í herbergið hans Tomma og
búinn að tæma úr öllum dóta-
kössunum á gólfið. Á meðan
opnaði afmælisbarnið fimum
fingrum hvern pakkann á fæt-
ur öðrum. Þeir voru allir
pakkaðir inn í marglitan
pappír með slaufum og borð-
um í stíl og í flestum þeirra
leyndust þroskaleikföng og
24
Vikan