Vikan


Vikan - 12.12.2000, Síða 12

Vikan - 12.12.2000, Síða 12
 Viðtal sá þar hlut sem ég fékk síðan í skóinn daginn eftir. Mig langaði hins vegar að trúa á jólasvein- inn, það var svo gaman, og hélt því bara áfram." Færðu enn í skóinn? Berg- þóra hlær og segir íbyggin á svip: „Éggeri samningvið jóla- sveinku, sem ég þekki mjög vel, um að fá einu sinni í skóinn fyrir jólin, oftast á Þorláks- messu." Jolin verða aldrei hall- ærisleg Erla var á sama aldri og Berg- þóra þegar á hana fóru að renna tvær grímur um það hvort jóla- sveinninn væri virkilega til. „Ég vildi hinsvegartrúaájólasvein- inn því eins og Bergþóru fannst mér það svo skemmtilegt. Næstelsta systir mín, Matthild- ur, var hins vegar ekkert að láta mig velkjast i vafa heldur kjaft- aði af sér og skammast sín fyr- ir það enn þann dag í dag. Mér fannst svo sorglegt að jóla- sveinninn skyldi ekki vera til að ég fór að gráta en skórinn fór samt áfram út í glugga,“ seg- ir Erla og hlær. „Mér þykir alls ekkert hall- ærislegt við jólin þótt ég sé orð- in unglingur," segir Bergþóra og hlær. „Ég hlakka mikiðtil jól- anna og held að flest börn og unglingar geri það, a.m.k. veit égekki um neinn á mínum aldri sem kvíðir jólunum eða finnst þau hallærisleg.“ Bergþóra og Erla eru sam- mála um að á jólunum séu flest- ir í hjarta sínu börn, sannköll- uð jólabörn. „Það er bara verst að eftir því sem maður eldist fær maður alltaf færri og færri jólagjafir,“ segir Erla að lokum, kankvís á svip. Jólin á siúkrahúsi Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi, eyddi mörgum jólum á sjúkrahúsi þegar hann var barn. „Ég var nú ekki sjúkling- ur, sem betur fer, en hins veg- ar tel ég mig vera heppinn að hafa kynnst því hvernig það er að eyða jólunum á sjúkrahúsi. Afi minn, Helgi Ingvarsson, var yfirlæknir á Vífilsstöðum og þangað fór fjölskyldan um helg- ar nánast allt árið um kring, enda bjuggu afi og amma á staðnum. Við fórum alltaf til þeirra á aðfangadag en í raun- inni vorum við krakkarnir meira með sjúklingunum á sjúkrahús- inu en fjölskyldunni um hátíð- arnar. Afi var ekki bara læknir heldur var hann einnig leikfé- lagi, vinur og sálusorgari sjúk- linganna. Það skipti engu máli hvort það voru jól, páskar eða aðrar stórhátíðir, sjúklingarnir voru alltaf þátttakendur í há- tíðarhöldunum og um jólin gengum við krakkarnir í kring- um jólatréð á sjúkrahúsinu, sungum sálma með sjúklingun- um, glöddumst með þeim og hlutum vináttu þeirra að laun- um. Seinna um kvöldið voru gjafirnar opnaðar með fjölskyld- unni.“ Heilagur Kláus í presta- galla Júlíus segist lengi hafa trú- að á jólasveininn og iðulega fengið eitthvað gott í skóinn en best muni hann þó eftir kart- öflunni sem lá þar einn morg- uninn. „Ég get þó ómögulega munað hvað það var sem ég gerði af mér,“ segir hann og set- ur uppenglasvip. „Égreyndi oft að vaka eftir sveinka en ekki með góðum árangri. Ég hafði mjög ákveðna mynd af hinum eina sanna jólasveini og ákvað snemma með sjálfum mér að stríðnispúkarnir einn og átta væru bara plat en alvörujóla- sveinninn væri sá sem klæddist fallega rauða búningnum og færi fljúgandi um á silfurslegn- um sleða dregnum af hreindýr- um. Sú ímyndfórhinsvegarfyr- ir lítið þegar ég fékk jólakort frá Hollandi af einhverjum heilögum Kláusi í prestagalla og mér sagt að þar færi hinn eini sanni jólasveinn," segir hann og hlær. Jólaskraut allt árið Júlíus segir að á heimili sínu hafi hluti af jólaskrautinu hang- ið uppi jafnt sumar sem vetur. „Með árunum gerðist fóstur- móðir mín, Áslaug Sívertsen, sem varfædd árið 1897, æ jóla- sinnaðri og hún hafði hluta af jólaskrautinu uppi allt árið um kring. Sumum fannst undarlegt að sjá jólasveina og annað jóla- skraut uppi um hásumar en það kom ekki til greina að þessi heiðurskona pakkaði niður upp- áhaldsskrautinu sínu. Ef til vill fannst mér þetta svolítið skrýt- ið til að byrja með en smám saman fór mér að finnast bæði jákvætt og skemmtilegt að minna með þessum hætti á þessa hátíð Ijóss og friðar allt árið,“ segir hann og brosir. Borgarfu IItrú inn segist vera mikill jólastemmningarmaður. „Ég get ekki tekið undir það að jólin hafi glatað upprunalegri merkingu sinni eða þá gömlu lummu að jólin séu aðeins inni- haldslaus hátíð kaupmanna. Fólk sækir til að mynda kirkju aldrei betur en á jólunum. Við Svanhildur, konan mín, vorum eittsinn á Ítalíu um jólin ogokk- ur fannst nú jólahaldið þar fremur fátæklegt miðað við hér heima og miklu minna gert til þess að minna á fæðingu frels- arans. Við gerðum hins vegar okkar besta til þess að halda uppi íslenskri stemmningu, enda fengum við sent hangikjöt að heiman sem dugði í tvær góðar og velheppnaðar veislur, “ segir Júlíus og brosir að þess- ari upprifjun æskunnar. 12 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.