Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 14

Vikan - 12.12.2000, Side 14
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r Viðtal Jólunum, hátíð Ijóss og friðar, fylgir yndis- le9 öryggiskennd. Jól- in eru eitt af því örfáa í henni veröld sem við göngum að sem nokkurn veginn vísu. Við vitum hvar við verðum, hjá hverjum og með hverjum og meira að segja vitum við áður en við setj- umst að skreyttu há- tíðaborðinu hvað verður á boðstólum. Jólin eru nefnilega ein af þeim fáu hátíðum c sem við höldum sam- ° kvæmt gömlum hefð- f um. En stundum riðl- | ast fyrirkomulagið, c stundum af ástæðum - sem við ráðum ekki 03 i við og stundum bara - vegna þess að við = ákveðum allt í einu að í halda allt öðruvísi jól. Jól í anda r g hef alltaf verið mik- ið jólabarn og hlakka til þessarar hátíðar Ijóss ogfriðar allt árið. Yfirleitt er jólahald mitt ogfjöl- skyldu minnar með hefðbundnu sniði, við borðum saman, opn- um pakkana saman og njótum þess að komin séu jól. Frá því ég var átta ára gömul hafði ég gengið með draum í maganum um allt öðruvísi jól. Draumurinn vará þá leiðað þeg- ar ég yrði stór ætlaði ég að eign- ast ofboðslega stórt hús og eiga ofboðslega mikið af peningum. í þessu stóra húsi ætlaði ég að halda jólaboð og bjóða til veislu öllum þeim sem væru einstæð- ingar og þekktu engan til þess að verja jólunum með. Draum- urinn var í anda gömlu Hollywoodmyndanna, einhvers konar dans- og söngvamynd; húsið átti að vera skreytt frá gólf i og upp í rjáfur og maturinn á borðum ekki af verri endanum. Ég ákvað að upplifa draum- inn fyrir nokkrum árum þegar hér voru staddir fimm útlend- ingar sem þekktu fáa eða enga hér á landi nema mig og vildu gjarnan dvelja hjá mér á jólun- um. íslenskur vinur minn, sem búsettur er í útlöndum en kom til Islands til þess að vera hér á jólunum, og vinur hans, sem nýlega hafði misst mömmu sína, vildu einnig vera hjá mér á jólakvöld. Þessum sjö gest- um var boðið til veislu ásamt stórfjölskyldunni. Ég var margar vikur að und- irbúa þessa miklu hátíð. Svo vel vildi til að starfs míns vegna þurfti ég að fara til Ameríku í nokkra daga í byrjun desem- ber. Ég notaði auðvitaðtækifær- iðog keypti þar tilbúinn, margra kílóa kalkúna og hunangsborna skinku. Þar keypti ég líka ein- hver ósköp af jólaskrauti, líkt því sem tíðkaðist í ævintýrabíó- myndunum. Þegar nær dró jól- um byrjaði ég að skreyta húsið hátt og lágt með þessum herleg- heitum og ég hef aldrei haft svo mikið fyrir því að skreyta oggera heimilið vistleg og jólalegt. Ég fékk meira að segja lánaðan lít- inn sófa og nokkra stóla svo ör- ugglega færi vel um alla gest- ina. Gamla borðstofuborðið var sveipað amerískum jóladúk og það glitraði á nýpússað silfrið. Heimiliðvarorðiðeinsogheim- ili söngva-og dansmyndanna og nú beið ég bara eftir gestun- um. Mikið hlakkaði ég til! Það er ekki á hverjum degi sem ára- tuga gamall draumur rætist; að fá að halda heimilisleg jól fyrir alla þessa einstæðinga sem nú myndu safnast saman í friðhelgi jólanna á fögru og skreyttu heimili mínu. Líklega myndu þeirallir lifa á minningunni um þessi jól það sem eftir væri æv- innar. Draumur eða martröðP Svo byrjaði þetta ágæta boð. Allt gekk vel meðan maturinn var snæddur og allir létu vel af kræsingunum. Þegar staðið var upp frá borðum kom í Ijós að ekki áttu allir skap saman og sumir gestanna gáfu til kynna með svipbrigðum að þessi gestablanda mín væri ekki full- komin. Jólin áttu bara að vera einsog þau höfðu alltaf veriðog fljótlega fóru að koma upp alls kyns afbrýðisemiköst í þessu ágæta jólaboði. Heima hjá mér eru tvær stofur og í þeim skipt- ist fólk í lið, liðið sem ,,fílaði“ ekki hitt liðið og svo liðið sem áttaði sig ekki á að það væri eitt- hvað fyrir hinu liðinu. Það sem eftir var kvöldsins var ég í ein- hvers konar boðhlaupi milli stofanna í hlutverki trúðsins. Ég reyndi að vera fyndin og hress og lét sem ég tæki alls ekki eft- ir því að þetta boð væri allt öðru- vísi en boðin í bíómyndunum. Ég minnti kannski örlítið á Judy M a g n ú dans Garland, með góðum vilja hefði verið hægt að ímynda sér mig í hlutverki hennar þar sem ég dansaði á milli stofanna, en sennilega hefur brosið á and- liti mínu verið meira óekta en hennar. Mértil mikils léttis mundi ég allt í einu eftir því að einn gest- annaerágæturpíanóleikari. Ég dreif hann í píanóstólinn og bað hann að spila nokkur jólalög og -sálma. Kannski gætu þessir ólíku gestir sameinast í tónlist- inni? En aftur kom sama babb í bátinn. Gestirnir áttu sérákaf- lega ólíkan óskalagalista, sum- ir vildu syngja Heims um ból meðan aðrir byrjuðu á að syngja Last Christmas, lagið sem Ge- orge Michael gerði frægt hér um árið. Það var því sama hvað ég reyndi, allt kvöldið var á skjön við drauminn. Draumurinn um hið fullkomna jólahald virtist ætla að enda sem mjög slæm martröð. Þegar gestirnir loksins fóru átti ég eftir að vaska allt upp, ganga frá afgöngum og þrífa húsið eftir þetta sérkennilega tuttugu ogfimm manna jólaboð ogvarégað þvítil klukkan fjög- ur um nóttina. Ættardraugur Ég komst seinna að því að þetta liggur í ættinni. Frænka mín, Ágústa Guðmundsdóttir Harting, sem lengi hefur búið í Bandaríkjunum en er mörgum íslendingum að góðu kunn fyr- ir störf sín, hefur lengi hagað sínu jólahaldi á þennan hátt. Pabbi hennarogamma mín eru systkini þannig að grunnur þessara jóladraumfara liggur hjá forfeðrunum. Ágústa hefur í mörgártekiðeinstæðinga með sér heim eftir jólamessuna og boðið þeim að borða jólamatinn með fjölskyldunni. Sherry, dótt- ir hennar, sagði einhvern tím- ann þegar hún var lítil stelpa: 14 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.