Vikan


Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 58
Lífsreynslu Sem barn gat ég ómögulega skilið af hverju jafnaldrar mínir hlökkuðu til jólanna. Fyrir mér var þetta hræðilegur árstími og slæmar minningar sem voru tengdar jól- unum sátu í mér allt árið. Ljósið í myrkrinu var stóra systir mín sem kom mér oft til að brosa og gleðjast yfir jólahátíðina. For- eldrar mínir sáu hins vegar til þess að mér fannst þetta ömurleg- ur árstími í fjöldamörg ár. A g er ein af mörgum sem ólst upp við drykkjuskapogóreglu. Mamma vann myrkr- annaá milli ogviðsystkinin vor- um mikið ein heima. Þegar pabbi drakk fór hann yfirleitt að heiman og lét ekki sjá sig svo dögum skipti. Svo kom hann heim, illa farinn, fötin rifin og oftar en ekki bar hann þess merki að hafa lent í áflogum. Sem betur fer átti ég yndislega eldri systur sem reyndi allt sem hún gat til að halda verndar- hendi yfir mér og yngri bróður mínum. Mamma lét pabba kúga sig andlega en hann beitti hvorki hana né okkur systkinin líkamlegu ofbeldi. Desember- mánuður varyfirleitt verstur hjá pabba. Eftir á sé ég að hann var þunglyndissjúklingur. Hann byrjaði alltaf að drekka stíft í byrjun mánaðarins. Vanlíðanin jókst, hann var oft atvinnulaus um þetta leyti ársins, gat ekki tekið þátt í jólaundirbúningi eins og aðrar fjölskyldur og því síðurgefið börnunum sínum og hverju í ósköpunum við hefðum ekki fengið styrk hjá borginni. Mamma var of stolt eða öllu heldur of mikil rola til að biðja um hjálp og leita eftir fjárhags- aðstoð. Við bjuggum þó í íbúð á vegum borgarinnar og mamma naut einhverra styrkja. Hún vann við skúringar og fékk ekki há laun fyrir þá vinnu. Hún vildi aldrei viðurkenna að það væri eitthvað að hjónabandinu og heimiIislífinu og því þorði hún aldrei að ræða um ástand- ið. Að sama skapi lokaði hún al- veg á fjölskylduna sína þannig að ekki fengum við jólagjafir frá mörgum fjölskyldumeðlim- um. Hún reyndi að geyma hluta launanna fyrir nauðsynjum en oftar en ekki var pabbi búinn að drekka fyrir heimilispeningana um miðjan mánuðinn. Ég gleymi því aldrei þegar bekkjarfélagarnir fóru að telja upp jólagjafirnar sem þeir fengu. Égskrökvaði oft þegarég var spurð að því hvað ég hefði fengið í jólagjöf frá foreldrum mínum því ég gat ekki hugsað búðin skreytt Systir mín var líka mjög dug- leg að búa til jólaskraut og fyr- ir ein jólin, þegar ég var 10 ára, kenndi hún mér og bróður mín- um að búa til músastiga og klippa út óróa. Viðeyddum heil- um degi í að skreyta litlu íbúð- ina okkar og vorum alsæl með afraksturinn því þetta var eina jólaskrautið í íbúðinni. Þegar mamma kom heim á Þorláks- messu vildi hún ekki taka þátt í að skreyta heimilið. Við sáum fljótt að eitthvað íþyngdi henni og að sjálfsögðu vissum við að það var pabbi. Hann hafði kom- ið drukkinn heim kvöldið áður og um það leyti sem við vorum að sofna. Við heyrðum hann hrópa og kalla mömmu Ijótum nöfnum. Ég spurði hvort pabbi hefði farið út um nóttina en þá byrjaði mamma að gráta og bað mig að tala ekki um hann. Svo hljóp hún inn í svefnherbergið sitt og skellti hurðinni. Systir mín stakk upp á að við færum í bæinn til að skoða jólaljósin og það var samþykkt samhljóða. Pabbi var greinilega kominn heim og hann var búinn að rífa og tæta niður hvern einasta músastiga. Óróarnir voru sömuleiðis komnir nióur á gólf og búið að stíga á þá. Húsgögnin í íbúðinni voru öll á tjá og tundri og pabbi lá ofurölvi á stofugólfinu. eiginkonu eitthvað fallegt. Mamma reyndi að kaupa eitt- hvað handa okkur en oft fékk hún fatnað gefins og pakkaði honum inn í jólapappír. Við vor- um bláfátæk en margir eiga bágt með að trúa því að fátæk- ar fjölskyldur fyrirfinnist á ís- landi. Þegar ég ræði um barn- æsku mína spyrja margir af mér að láta það fréttast að ég hefði ekki fengið neina jólagjöf frá þeim. Systir mín gaf mér samtalltaf fallega jólagjöf. Hún var dugleg að bjarga sér, strax sem barn. Hún bar út blöð, gætti barna og passaði upp á hverja krónu. Pabbi komst aldrei yfir peningana hennar. Fjórtán ára gömul fór hún með okkuryngri systkinin í bæinn og henni tókst að láta okkur gleyma öllum vandræðunum heima fyrir og leyfði okkur að kaupa jólagjafir handa mömmu og pabba. Ég skil ekki ennþá hvaðan hún fékk þann styrk að komast heil (gegnum unglings- árin sín og verða sú heilsteypta 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.