Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 57

Vikan - 12.12.2000, Side 57
vera fangi I í k a m a ? í m i ð a I d r a ekkert sé kolrugluð. þú sérð fólk á þínum aldri sem er orðið kaldhæðið og biturt og vonar að þú verðir aldrei svoleiðis. þú „þarft" ekki lengur að ganga í eins fötum og vin- irnir. þér finnst fatasmekkur for- eldra þinna vera í lagi. þig dreymir um að stofna eigið fyrirtæki. hroturnar í maka þínum eru farnar að h Ijóma ei ns og sög- unarverksmiðja. • þér finnst sumt fólk á þín- um aldri farða sig of mikið. • fjölskyldan er orðin mikil- vægari en vinirnir. • þér finnst ekki er lengur svalt að vera drukkinn í bíó held- ur lítur á það sem sjúkdóms- einkenni. • þú nennir ekki að flytja. • þér er alveg sama um hvað öðru fólki finnst um þig. • kók og prin- spóló kemur upp í hugann þegar minnst er á sæl- gæti. • þú hlakkar til ættarmóta. • þú nennir ekki lengur að reyna að breyta maka þínum. • þér finnst skyndimatur ekki bragðast jafn vel og áður. Þér finnst skyndi- matur ekki bragðast jafn vel og áður. Þrjár Dísir Framhald af bls. 8 Til nánari skýringar skal það upplýstáðuren stöllurnarsvara að Dís kallar blaðið Biblíu ungra kvenna. ,,Þegar ég var í MH var ég undir sterkum áhrifum frá Lilju Rós og hennar femínistakiíku og fannst blöð á borð við Kosmó ekki bara heimskuleg heidur líka hættu- leg því þau væru kúgunartæki karlmanna. Stelpurnar sögðu að blöðin héldu konum niðri með þvf að draga upp mynd af svo full- kominni konu að hún líktist frek- ar geimveru en mannveru og þannig viðhéldu þau stöðugri óá- nægju kvenna með sigsjálfar... Þegar ég byrjaði í Eymundsson horfði ég því á öll þessi blöð með fyrirlitningu og fannst ég vera að fremja glæp gegn kvenkyninu þegar ég raðaði þeim í hillurnar. En jafnframt fannst mér freist- andi að glugga aðeins í óvininn ... smám saman hætti ég að skammast mín og kom út úr Kosmó skápnum. Dró stelpurnar með mér inn í dýrðina og sýndi þeim að ef maður hefði réttan húmor fyrir blöðunum væru þau í raun ótrúlega fyndin og skemmtileg. Nú er sameiginleg- ur lestur þeirra ein eftirlætis- dægradvöl okkar... mótsagnirnar í blaðinu eru Ifka svo bilaðar. Helmingurinn af blaðinu fjallar um að það sé ekki útlitið sem skipti máli heldur það sem býr innra með manni, enda komi feg- urðin innan frá. Ekki má gleyma því að karlmenn vilja hafa eitthvað til að klípa í og þvi er i raun alls ekki eftirsóknarvert að vera of grönn. Hinn helmingurinn erþak- inn myndum af fáránlegum, fal- legum og grönnum fyrirsætum sem eru meira að segja fótósjopp- aðar (lagaðar, bættar með tölvu- tækni) til að gera þæryfirnáttúru- lega fallegar og grannar. Tvöföld skilaboð eru reyndar hálfgert þema iblaðinu ... oggera ekkert nema rugla tiu milljónir Vestur- landakvenna (og- manna) full- komlega í ríminu. En kannski er þetta einmitt ástæðan fyrir þvi aö Kosmó er slík eðal skemmtan. “ Þær stöllurnar skellihlæja áður en þær svara. „Allt sem sagt er um Kosmó í þessari bók er al- veg dagsatt," segja þær svo með mikilli áherslu. ,,Ef það er eitt- hvað í bókinni sem á við rök að styðjast og er byggt á okkar reynsluheimi þá er það skoðun okkar á Kosmó. Það er ekki hægt annað en að hlæja sig máttlausan yfir öllum þessum tvöföldu skilaboðum. Eftir að maður fór að sjá í gegnum þetta fór maður að hafa meira gam- an af því. Maður er hættur að horfa tómum augum á fataskáp- inn og eiga ekkert til að vera í. Kosmó konan er hætt að vera raunveruleg fyrirmynd." Dís á sérdeilis marga skemmti- lega og fjölbreytta vini af báðum kynjum. Er þetta fólk einhvers konar blanda af fólki sem þið þekkið? „Engin persónanna á sér hreina fyrirmynd í raunveruleik- anum, en vissulega eru þarna týpur sem eru fulltrúar ákveð- inna hópa og ákveðinna mann- gerða sem eru til. Þetta er allt svona frekar raunverulegt fólk." Ætlið þið að skrifa aðra bók? „Það erenginspurning, þetta er það alskemmtilegasta sem við höfum gert.“ Eruð þið kannski byrjaðar á henni? „Nei, við erum nú bara rétt farnar að átta okkur á því að Díssé orðin að raunveruleika og fólk, bæði það sem við þekkjum og ekki þekkjum, er að lesa hana. Við spáum (framhaldið þegar þar að kemur." Dís átti fyrsta orðið og við skulum leyfa henni að eiga einnig það síðasta. Þroskasumarið er liðið og nú er hún á stað sem er algjörlega bannað að kjafta frá hver er. Mikið verður allt melankólískt þegar sumarið er á enda. Maður yrði ekki hissa efgítarleikari birt- ist á hverju götuhorni kyrjandi þunglyndisleg mæðukvæði um horfnar ástir og rofna eiða. Drungalegar drápur um það sem sumarið gaf, en haustið tók. Ég hef nú alltaf verið flink í sumar- mæðunni, farið í dramatískan skyldugöngutúr umhverfis Tjörn- ina síðustu vikuna í ágúst til að kveðja sumarið. Og vaknað upp að morgni fyrsta september með haustlauf f hjarta, fundist sum- arið vera í órafjarlægð, eins og horfin minning, hikstandi fortíð sem ilmar af stráum, strákum, kokkteilum og farseðlum. Nú hlakka ég til fyrsta september... Ég vil vera Dís. Kona sem erstolt af því að heita bara millinafni. Ekki bara milli í millibilsástandi heldur forvitin, sjálfstæð og leit- andi kona. Leitandi að einhverju sem hún veit að hún finnur. Ætl- ar sér að vaxa í veldavfsi innan í sér. Eiga leynivopnið sitt og eiga leyndarmál. Þora, stökkva, vilja og geta. Þannig Dís vil ég vera. “ Vikan 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.