Vikan


Vikan - 12.12.2000, Page 62

Vikan - 12.12.2000, Page 62
 13. desember Merki dagsins er Kyndill sólar og ber í ser: Stefnufestu, hugrekki, hjálpsemi og oft mikla skipulagshæfileika, ásamt marksækni og stundum svolítilli sérvisku. 14. desember Merki dagsins er Kýrauga og ber í sér: Framsýni, þekkingarþörf, djúphyggni og oft mikið trygglyndi, ásamt svolítilli svartsýni og ósérhlífni. /W\ f =? /(5) o ö O J=f O O o 15. desember Merki dagsins er Hestauga og ber í sér-. Þekkingarþörf, framsýni, fjölhæfni og stund- um dálitla svartsýni, ásamt hugmyndaauðgi og trygglyndi. 16. desember Merki dagsins er Hanaauga og ber í sér: Vinafestu, hreinskilni, framsýni og stundum talsverða áhættuþörf, ásamt kappi og hug- myndaauðgi. Uíkingakort og dagsrúnir 20. nóuember -19. desember Uar áður mánuður Ullar og hét líka Jálkur eða Úlfsmánuður og er tímabíl Ullar vetrarkonungs, bess er ríkir til hálfs á móti Úðni í Ásgarði. Litur Ullar er bjarnarbrúnn, litur hreysti, seiglu og atkomu. Þau dýr sem einkenna betta tímabil eru hreindýr, læmingi og mús- arrindill. Bogi Ullar heitir Alvaldsbogi og með beim boga miss- ir hann aldrei marks. Enginn er honum fremri á skíðum. Bústaður Ullar er í Ýdölum en konu hans er ekki getið. Hann er verndari hólmgöngumanna, djarfra ákvarðana og útilífs (íbrótta). Vika Aiuaidsbogans 8.-13. desember Hæfni þeirra sem fæddir eru þessa dagana til að ná settu marki er í mörgum tilfellum einstök, enda hafa þeir mikið keppnis- skap og gefast ekki upp þótt öll sund virðist lokuð. Þessir eigin- leikar valda stundum misskilningi og öfund annarra. Vika Guilinkambs 14.-19. desember Þeir sem fæddir eru þessa daga eru mikið á verði gegn yfirvof- andi hættu eða því að eitthvað fari úrskeiðis, oft án ástæðu. Það er ekki verra að taka mark á þeim því þeir hafa oft ótrúlega yfir- sýn og sjá fyrir óorðna hluti. 17. desember Merki dagsins er Sáttastafur og ber í sér: Hugmyndaflug, framsýni, dulúð og stundum dálitla forræðishyggju, ásamt félagslyndi og ósérhlífni. 18. desember Merki dagsins er Goðarún og ber í sér: Skipulagshæfileika, hugrekki, þekkingarþörf og oft mikla sérvisku ásamt hjálpsemi og góðu innsæi. 19. desember Merki dagsins er Freyshjálmur og ber í sér= Þekkingarþörf, framsýni, frjálslyndi og oft mjög góða kímnigáfu, ásamt vinafestu og töluverðu keppnisskapi. Nánari upplýsingar: WWW.primrun.is Vestnorræna Menningarsetrið Strandgötu 55 • 220 Hafnarfírði • sími: 565-3890 öll eftirprentun eða önnur notkun án leyfis höfundar er óheimil

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.