Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 31

Vikan - 12.12.2000, Side 31
Hann gekkfram á einsetumann sem bjó við straumhart fljót og leiðbeindi ferðalöngum yfir það. Einsetumaðurinn kenndi Krist- ófer allt um guð. Kristófer tók við af einsetumanninum og í stað þess að sýna vegfarend- um hættuminnstu leiðina bar hann þá yfir fljótið. Einn daginn hélt hann á litlum dreng yfir fljótið og þrátt fyrir smæðina var Kristófer næstum kiknaður und- an þunga barnsins. Þegar yfir á hinn bakkann var komið sagð- ist litli drengurinn vera Kristur sjálfur og ástæðan fyrir mikilli þyngd hans væri sú að hann bæri allan þunga heimsins á herðum sér. Síðan skírði hann Kristófer í vatni úr fljótinu. Vegna starfs Kristófers er hann m.a. verndardýrlingur ferða- langa og burðarfólks. Verndardýrl ingur: Boga- skyttna, bílstjóra, piparsveina, strætisvagnabílstjóra, leigubíl- stjóra og annarra sem vinna við að flytja fólk, ávaxtakaup- manna, vörubílstjóra, sjóliða, burðarkarla, tannpínusjúklinga, heilags dauða og skyndilegs dauða. Zíta Dagur: 27. apríl Saga: Þegar hún var 12 ára gömul varð hún vinnukona hjá fjölskyldu í Lucca á Italíu og starfaði við það til dauðadags. Hún gaf oft frá sér matinn og meira að segja einnig mat hús- bænda sinna. Þetta olli oft vandræðum I heimilishaldinu. Zita fæddist árið 1218 og lést 1272. Verndardýrlingur: Gegn því að týna lyklum, ráðsmanna, ráðs- kvenna, vinnuhjúa, þerna, fórn- arlamba nauðgana, þjóna og þjónustustúlkna, og fólks sem er gert grín að vegna trúar sinn- ar. Heilög Apollonía er vernd- ardýrlingur tannlækna. Hún var pyntuð af hópi Egypta sem drógu úr henni allar tennurnar, eina af annarri, því hún neitaði að skipta um trú. Dagur heilags Lawrence er 10. ágúst ár hvert. Hann lét lífið vegna trúar sinnar eins og svo margir dýrlingar. Hann var bundinn viðtein og steiktur yfir eldi en lét sem ekkert væri. Hann sagði við ofsækjendur sína: „Þið get- ið snúið mér við núna, ég er orðinn gegnsteiktur á annarri hliðinni." fjórir, Agatha, Emidius, Franc- is Borgia og Gregory Thauma- tugus. Gallsieínar Þrír verndardýrlingar vernda fólk sem þjáist af gallsteinurm Benedict, Drogo og Florentius af Strassburg. Kennarar og leiðbeínend- ur Hver veit nema áheit á eftir- talda verndardýrlinga geti hjálp- að til við að leysa kennaraverk- fallið: Catherine af Alexandríu, Francis de Sales, Gregory mikli, John Baptist de La Salle og Ursula. Ef þú týnir ein- hverjum hlut er gott að heita á heilagan Antoníus til að hluturinn komi í leitirnar. Stytta af Antoníusi er í Kristskirkju í Landakoti. (Mynd: Hreinn Hreinsson) Acacius (einnig kallaður Agazio í Calabríu, Acato af Avila o.fl.) Dagar: 7. maí og 16. janúar. Saga: Rómverskur hermað- ur sem snerist til kristinnar trú- ar. Hann dó píslarvættisdauða árið 303, var pyntaður, húð- strýkturogsíðan hálshöggvinn. Verndardýrlingur: Hermanna og fólks sem þjáist af höfuð- verk. Hverjir gera HvaðP Giles heitir verndardýrlingur þeirra sem eru myrkfælnir og þeirsem þjástaf hræðslu við rottur geta heitið á Geir- þrúði af Nivelles. Patrik er verndardýrlingur þeirra sem óttast snáka og Fiard pass- ar okkur sem erum hrædd við geitunga. Dýrlingar gleyma engum ... en ein- stæðingar eiga sinn eigin verndardýrling sem er Jeanne de Chantal. Þeir sem ganga í svefni ættu að heita á Dymphnu sem verndar þá gegn öllu illu og fólk með hita getur heitið á verndardýrling sinn, Ant- oníus af Flórens. Höfuðverkur Níu dýrlingar vernda þaðfólk sem fær höfuðverk. Þeir eru: Acacius, Bibiana, Denis; Dionysius the Aeropagite, Ger- ard af Lunel, Gereon, Pancras, Stephen the Martyr og Teresa af Avila. larðskjálftar Verndardýrlingarsem hægter að ákalla gegn jarðskjálftum eru Erfiðir tengdaforeldrar Þeir sem eru að drepast und- an tannhvassri tengdamömmu eða tengdapabba geta heitið á eftirtalda dýrlinga til að ástand- ið batni: Adelaide, Elísabetu af Ungverjalandi, Elísabetu Ann Seton, Godelieve, Helenu af Skofde, Jeanne de Chantal, Jeanne Marie de Mille, Lud- milu, Marguerite d'Youville, Michelinu og Pulcheriu. Týndir hlutir Hægt er að heita á sex verndardýrlinga ef maður týnir hlutum. Þeir eru: Anne, Anton- íus af Padua, Antoníus af Pavoni, Arnold, Phanurius og Vincent de Paul. Kaþólsk vin- kona greinarhöfundar segir að það bregðist sjaldan, hluturinn kemur fljótlega í leitirnar. Ást 09 elskendur Valentínusardagurinn, dagur elskenda, er kenndur við heilag- an Valentínus. Engum ætti því að koma á óvart að finna Valent- ínus á þessum lista. Færri vita kannski um Dwynwen og Raf- ael, erkiengilinn sjálfan, sem eru einnig verndardýrlingar elskenda og ástarinnar. Heimildir: Þorláks saga helga, Heil- agur Marteinn frá Tours eftir Ólaf H. Torfason og Internetið. Bestu þakkir fá sr. Hjalti í Landakotsskóla og sr. Patrick á Akureyri. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.