Vikan


Vikan - 12.12.2000, Síða 54

Vikan - 12.12.2000, Síða 54
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Heimilið Rafmagn er einn stór- virkasti brennuvargur nútímans. Á ári hverju verða margir eldsvoð- ar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en al- gengara er að gáleysi okkar sjálfra í um- gengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju. Jólin eru hátíð Ijóss- ins og þá er kveikt á fleiri Ijósum og lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau Ijós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmd- ur og rangt notaður Ijósabúnaður getur valdið bruna og slys- um. UPPLiÓMAÐ JÓLATRÉ Þrátt fyrir að uppljómað jóla- tré sé sannkallað stofustáss um jólin er mikilvægt að láta aldrei loga á Ijósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar enginn er heima. Seríur á jólatrjám og í glugg- um eiga heldur ekki að loga nema einhversé heima eða vak- andi. í dag eru jólaserfur mun ódýrari en þær voru fyr- ir nokkrum árum og því engin ástæða til geyma gamlarog úr sér gengnar seríur sem geta ver- ið hættu- legar. Hendum þvígömluser- íunum ef þær virka ekki sem skyldi og notum alltaf Ijósa- perur af réttri gerð, stærð og styrkleika. Aldrei má setja sterk- ari peru í Ijós en það er gert fyrir. Röng gerð, stærð eða styrkur geta valdið ofhitun sem leið- ir til íkveikju. Ti I þess að fá örugglega rétta Ijósaperu í stað bilaðrar peru í jólaljósi er best að taka Ijósa- búnaðinn með sér þegar ný er keypt. Sölumenn eiga að vita hvaða perur henta best. Vegna hitans sem stafar frá Ijósaperum er mikilvægt að alltaf sé nægileg fjarlægð frá Ijósi að brennanlegu efni. Raf- Ijós geta t.d. kveikt í glugga- tjöldum engu síðuren kertaljós. Sýnum sérstaka varúð gagn- vart jólastjörnum og öðru papp- írsskrauti sem sett er utan um Ijósaperur. Ef Ijósapera liggur við brennanlegt efni, eins og pappír, er stórhætta á íkveikju. GÆDi OG ÖRYGGI FARA SAMAN Þegar far- ið er yfir jólaljós- in er áríð- andi að skipta tafar- laust um brotnar klær og brotin peru- stæði. Göngum einnig úr skugga um að allar raf- magnsleiðslur séu heilar, að einangrun séallsstaðarílagiog að ekki sjái í bera víra. Ekki er til neitt eitt ráðtil að ganga úrskugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós eru yfirleitt ekki eins vönduð og dýrari Ijós. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem og mörgu öðru. Jólaljós utandyra eiga að vera sérstaklega gerðtil slíkrar notk- unar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innan- húss. Að nota inniljós utandyra geturverið lífshættulegt. ÚtiIjósaseríur sem ekki eru tengdar við spennubreyti (12V- 24V) eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur útiljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mikilvægt að festa úti- Ijós vandlega þannig að perur geti ekki slegist við og brotn- að. LIFANDILJÓS UM JÚLIN Þrátt fyrir að jólaseríurnar og annað nútíma jólaskraut gleðji augað geta fáir hugsað sér jól- in án logandi kerta sem setja hátíðlegan blæ á heimilið. En logandi kerti geta verið vara- söm. Áætlað er að árlega nemi brunatjón af völdum kertaljóss hérlendis um 20-40 milljónum króna. Hér er um miklar fjár- hæðir að ræða auk persónulegs eignamissis sem ekki verður metinn til fjár. Tjón þessi verða oftast í jólamánuðinum þegar fjölskyldur og vinir hittast til að eiga góðar stundir saman. Slík- ar stundir geta á augabragði breyst í harmleik ef ekki er var- lega farið nálægt logandi kert- um. ALLS KYNS KERTI Vermikerti eða öðru nafni sprittkerti eru um margt frá- brugðin venjulegum kertum og þurfa sérstakrar aðgæslu við. 54 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.