Vikan


Vikan - 12.12.2000, Qupperneq 16

Vikan - 12.12.2000, Qupperneq 16
Eygló Yngvadóttir Skrýtin og skemmtileg jói, heima og neiman Framan af ævinni héltég hefðbundin íslensk jól með fjölskyldunni. Ég eignaðist dóttur og sambýlismann en þegar dóttir mín var sex ára slitnaði upp úr sambúðinni. Þá breyttist lífið og jólin jafnframt. Þegarleiðaðjól- um fór að fara um mig. Ég varð hrædd um að allir færu að vor- kenna mér og bjóða okkur mæðgunum í jólaboð. Allir vilja hafa jólin í föstum skorðum og öllum fannst ég vera einhvern veginn sér á parti. Ég tók því skyndiákvörðun einn daginn, nánartiItekið þann 18. desember, þegar úti var slabb, slydda og kuldi. Ég skellti mér inn á ferðaskrifstofu og keypti vikuferð fyrir okkur mæðgurnar til Kanaríeyja. Það leið þvf ekki á löngu þar til við vorum staddar á Kanaríeyjum, fyrir utan skein sól og hita- mælirinn sýndi þrjátíu stiga hita. Ekki amalegt. Öðruvísi iólamatur Ég hafði ekki haft minnstu hugmynd um jólahald Spán- verja áður en við lögðum upp í ferðina og vissi ekki að þeir halda ekki jól með jólapökkum og veislumáltíðum fyrr en 6. janúar. Við mæðgurnar létum það ekkert á okkur fá. Á að- fangadagsmorgun ákváðum við að fara á ströndina. Á leiðinni þangað urðu á vegi okkar nokk- ur hræðilega útlítandi jólatré, sem líktust helst herðatrjám, og á þeim héngu litlir pakkar í stað hefðbundins skrauts. Trén voru þarna greinilega í þeim tilgangi einum að gleðja túristana. Við mæðgurnar lágum í góðu yfir- læti á ströndinni þar til klukk- an var að verða sex og jólin að ganga í garð. Þá drifum við okk- ur heim til þess að elda jólamat- inn. Ég hafði farið í stórmark- að í grenndinni og keypt dýrind- is nautalundir og alls kyns með- læti. Við settumst til borðs og skáluðum fyrir jólunum í kóka- kóla og rúsínuvíni. Ég var í fyrstu niðursokkin í að borða þessa ágætis steik en varð svo litið á hana dóttur mína. Hún reyndi eftir fremsta megni að stinga kjötið á hol og það var hálfgerður hrylIingssvipur á andliti hennar. Svo leit hún á migogsagði: „Mamma, eigum við nokkuð pylsur í ísskápn- um?“ Jólamáltíðin varð skemmtilegri eftir að pylsurnar komu á borðið og það voru sæl- ar mæðgur sem tóku á sig náð- ir. Við flugum svo heim til (s- lands þann 28. desember. Heimferðin byrjaði ekki vel; far- þegarnir voru komnir um borð en ekkert gerðist. Eftir klukku- stundar bið var okkur borið vatn að drekka og eftir aðra klukku- stund var okkur boðið upp á rækjukokkteil að borða. Við fengum ekki að vita um ástæðu tafarinnar fyrr en við komum heim og lásum í blöðunum að flugmönnunum hefði verið bannað að leggja í hann því of margir farþeganna hefðu verið of drukknir til þess að vera um borð, samkvæmt alþjóðaregl- um. Það er ekki að spyrja að okkur (slendingum! Dóttir mín rifjar stundum upp þessi jól og segir að það sem standi upp úr í minningunni sé rækjukokkteillinn sem viðfeng- um meðan við biðum í þjak- andi heitri flugvélinni. Jólablanda í borg og bæ Nú er dóttir mín löngu hætt að vera sex ára og orðin fullorð- in. Eftir að hún flutti að heim- an hef ég haldið jól með frænku minni, manninum hennar og hundinum þeirra. Aðfangadags- kvöld hefst með hefðbundnu sniði, við leikum hina sann- kristnu fjölskyldu með svína- hrygg á borðum og sitjum til borðs eins og englar saman í hring. Þegar kvöldverðinum er lokið, ásamt jólakortauppskurði og pakkatæmingum, er hulunni svipt af og við brennum út úr bænum. Fyrst klæðumst við föðurlandi og flísbuxum og pökkum síðan niður öllu sem til er í ísskápnum og ætilegum jólagjöfum. Leiðin liggur í sum- arhús þeirra hjóna, sem þá breytist í jólahús, og þar tök- um við upp úr kössum og tösk- um mat, drykk, spil, bækur og blöð. Húsfrúin er með afbrigð- um myndarleg og minnug kona og er eiginlega alveg hætt að koma mér á óvart. Ég mun samt aldrei gleyma þeirri stundu þeg- ar hún svipti upp úr handtösku sinni ferðajólatré. Við reynum að verja einhverj- um hluta jólanna utan dyra, ef veðrið býður upp á það, og búum þá gjarnan til snjókarl. Uppáhaldsfyrirmyndin að hon- um ersöngvarinn Freddy Merc- ury sálugi og er hann steyptur í snjó niður að hnjám. Ekki má gleyma tíkinni. Hún er mikil dekurdúkka og I þessu jólahaldi er alltaf breidd yfir hana íslensk værðarvoð, enda er tíkin íslensk ullartík. Á jóladag sofum við fram eft- ir, önnur snyrting en tannburst- un fer ekki fram og það eru áhöld um hvert okkar sé hall- ærislegast þegar við skríðum niður í eldhús til þess að næla okkur í morgunverðinn. Hann samanstendur alltaf af heitu súkkulaði og piparkökum. Við dveljum svo þarna í jólahúsinu þar til jólin eru liðin og skyld- an kallar. Ég mæli eindregið með slíku jólahaldi og þetta er að verða nokkurs konar hefð. Samt er ég svofrjálslynd aðégvil helstekki að þetta verði hefð. En ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, við frænkurnar erum kunnar fyr- ir uppátektarsemi þannig að það veit enginn nema Guð hvar við munum dansa næstu jól. Og það jafnvel ekki fyrr en eftir á! 16 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.