Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 48

Vikan - 12.12.2000, Side 48
mál Anne Marie Fahey hvarf þann 28. júní 1996. Systkini hennar og vinir urðu strax óróleg þegar hún svaraði ekki símtöl- um þeirra hvorki þá um kvöldið, né daginn eftir. Hennar var von, ásamt kærasta sínum Michael Scanlan í kvöldmatarboð þann 29. júní en þegar hún lét ekkert frá sér heyra urðu allir hræddir. Hvarf hennar var tilkynnt lögreglu sem strax tók málið mjög alvarlega því Anne Marie var einkarit- ari ríkisstjóra Delaware- fylkis og óttast var í fyrstu að henni kynni að hafa verið rænt. Fljótlega kom þó í Ijós að ríkisstjóra- embættið hafði engin áhrif á örlög Önnu Marie heldur var ákveðinn fyrir- myndarborgari flæktur í hvarf hennar. ~ \ leit í íbúð Önnu \ t Marie fundust bréf og tölvupóstur frá Tom ^ * Capano virtum lögfræð- = ingi í Wilmingtonborg. Bréfin " báru þaðaugljóslega meðsérað w ástarsamband hafði verið milli = þeirratveggjaogað Anne Marie "2 væri að reyna eftir fremsta ra megni að slíta því án þess að særa Thomas. Hann á móti hélt 2 dauðahaldi í öll samskipti þeirra á milli ogspilaði ýmistá vináttu 'Z þeirra eða fornar ástir. Rannsak- í endum þótti sömuleiðis aug- h~ Ijóst að Thomas Capano hefði stjórnað Önnu Marie harðri hendi og notað veika bletti hennar til að kúga hana. Til að skilja samband þeirra Önnu Marie og Thomas er nauð- synlegt að kynnast örlftið bak- grunni þeirra beggja. Anne 48 Vikan Ulfur í sauðargæru Marie var dóttir írskra innflytj- enda. Faðir hennar var drykk- felldur en móðir hennar iðin og góð kona sem reyndi að búa börnum sínum gott heimili. Því miður naut hennar ekki lengi við því hún dó þegar Anne Marie var sjö ára en Brian bróðir hennar tólf. Hin systkinin þrjú voru mun eldri og þau reyndu af fremsta megni að vernda yngri systkini sín og ala þau upp. Drykkja föðurins jókst mjög eft- ir dauða móður þeirra og oft tók hann mikil skapvonskuköst þegar hann var fullur. Anne Marie varð þá hans helsti skot- spónn og hann úthúðaði barn- inu miskunnarlaust, sagði því að það væri Ijótt, heimskt og einskis nýtt. Bjó uið andlegt ofbeldi í æsku Þetta alvarlega andlega of- beldi setti varanlegt mark á Önnu Marie en systkini hennar gátu bjargað því að hún missti ekki alveg tökin á lífinu. Fjöl- skyldan bjó við mikla fátækt því fjölskyldufaðirinn hætti loksal- veg að vinna og helgaði sig drykkjunni. Systkinin luku samt öll háskólanámi. Þau unnu með Anne Marie Fahey með unnusta sínum Mike Scanlan. náminu og fengu skólastyrki vegna dugnaðar og iðni við námið. Rétt áður en Anne Marie lauk gagnfræðaprófi voru eldri systkinin flutt að heiman en svo illa var fyrir þeim feðginum komið að þau voru í raun heim- ilislaus. Elstu bræðurnirtóku þá föður sinn inn á heimili sitt en til þess að Anne Marie gæti lok- ið námi í sama skóla þáði hún boð æskuvinkonu sinnar um að búa hjá henni síðasta veturinn. Fjölskylda vinkonunnar varglöð og fegin því að geta gert Anne Marie þennan greiða en sjálfri fannst henni sér ævinlega of- aukið á heimilinu. Hún reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara og herberg- ið hennar var alltaf svo snyrti- legt að nánast var eins og enginn gengi þar um. Hún reyndi líka að borða eins lítiðog hún gat og þessi vetur var upp- hafið að átröskunarsjúkdómi hennar. Anne Marie lauk, eins og systkini hennar, háskóla- námi og fékk fljótlega vinnu á kosningaskrifstofu öldunga- deildarþingmanns. Þar vöktu dugnaður hennar, nákvæmni og góð skipulagning athygli Toms Carper og hann réði hana á kosningaskrifstofu sína. Tom Carper var kosinn ríkisstjóri og Anne Marie fylgdi honum í embætti. Hún var sá ritari hans sem sá um að bóka fundi og uppákomur sem ríkisstjórinn sótti og Tom fannst skipulags- hæfileikar hennar nýtast sér sérlega vel. Ástmaður Anne Marie, Tom Capano, kom úr gerólíku um- hverfi og hann var rúmum tutt- ugu árum eldri en Anne Marie. Hann var elstur fimm systkina, ólíkt henni sem var langyngst í sínum systkinahópi. Foreldrar Toms voru ítalskir innflytjend- ur. Faðir hans, Louis Capano eldri, var byggingaverktaki og tókst með dugnaði, heiðarleika Tom Capano var virtur lögfræðingur og vissi ekki aura sinna tal.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.