Vikan


Vikan - 12.12.2000, Page 46

Vikan - 12.12.2000, Page 46
Smásaga Hún sá þau í anda vakna seint og borða morgunmatinn í nátt- fötunum. Drekka hvern kaffiboll- ann á eftir öðrum og horfa á alla uppáhaldsþættina sína í sjón- varpinu. Þaðyrðu engaráhyggju- fullar augngotur á milli hæg- indastólanna tveggja til þess að athuga hvernig frúnum líkaði kaffið. Þau færu öll saman í göngutúr í gömlu úlpunum sínum, kannski færu þau út með gamla sleðann, bentu hvert öðru á spaugilega hluti í umhverfinu og hlægju saman. Eins og þau voru vön að gera undir eðlilegum kringumstæðum. Sú gönguferð yrði ekki á hraða sem hentaði ömmunum með önugheitin í farteskinu. Þau myndu hvorki meðtaka blessun páfa né hlusta á boð- skapdrottningarinnar. Boðskap- ur jólanna kæmi frá þeim sjálf- um, frá fjölskyldunni. Kalkúninn myndi bragðast betur ef ekki þyrfti að greina hann niður í kjölinn, útskýra matseldina á honum og biðjast afsökunar á henni. Þau myndu njóta þess að borða möndlu- grautinn. Krakkarnir gætu sleg- ist í góðu um möndlugjöfina í stað þess að kinka alvarlega kolli, ömmunum til samlætis, yfir óþarfanum að gefa gjöf af svo ómerkilegu tilefni. Noel var llka sár út I bræður sína tvo og systur sína sem aldrei hafði dottið í hug að bjóða móð- ur sinni heim á jólunum. Ekki í eitt einasta skipti. Þau báru því öll fyrirsigað það væri orðin hefð fyrir því að hún verði jóladegin- um hjá Avril og Noel. Það fór ekki á milli mála að þeim fannst þetta fyrirkomulag aldeilis frá- bært. Þau keyptu handa henni sérríflöskur og konfektkassa með þeim fyrirmælum að hún ætti sjálf að borða og drekka herleg- heitin og hún tók þau fyrirmæli alvarlega. Og hvers vegna gat systir Avril- ar aldrei boðið frú Byrne? Þótt ekki væri nema einu sinni. Hvers vegna litu allirá þetta sem hefð? Gömlu uglurnar gætu jafnvel haft gaman af tilbreytingunni, hugsaði Noel örvæntingafullur með sjálfum sér. En það var of seint að huga að breytingum þetta árið. Bylt- ingar varð að skipuleggja með löngum fyrirvara og það mátti alls ekki líta svo út að þær væru óvelkomnar. Sannleikurinn mátti alls ekki koma í Ijós. Avril og Noel litu hvort á ann- að og aldrei þessu vant kreisti hann ekki höndina á henni til þess að hugga hana, fullvissa hana um að hann elskaði hana, minna hana á lífið sem þau áttu saman og leggja áherslu á að einn dagur á ári væri nú ekki svo mikil fórn. f fyrsta sinn fannst þeim báðum þessi eini dagur vera allt of mikið. Dagur- inn sem ætlast var til að allir nytu saman í sátt og samlyndi. Ömmurnar litu greinilega svo á að jólin væru há- tíð þeirra en ekki barnanna. Þessi tilfinning fylgdi þeim eins og skugginn alla aðvent- una. Börnin skynjuðu að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Það virtist sem for- eldrar þeirra, sem venjulega voru svofull af gáska fyrir jólin, hefðu einhvers staðartýnt jólaskapinu. Þau voru meira að segja hætt að faðmast. Börnin söknuðu þess að sjá þau ekki knúsa hvort annað eins og þau voru vön að gera. Þegar Ann, Mary eða John spurðu um fyrirætlanir varðandi ömmurnar varð lítið um svör. ,,Verðum við ekki að setja upp hlerana fyrir stofugluggann svo ömmu Byrne verði ekki kalt í dragsúgnum?" spurði Ann. ,,Látum henni bara verða kalt,“ svaraði móðir hennar. ,,Hvar er stækkunarglerið?" spurði John. „Amma Dunne verður að hafa það við höndina svo hún geti lesið smáa letrið í sjónvarpsvísinum." ,,Hún getur bara sett upp fjandans gleraugun eins og við hin,“ sagði pabbi hans. Ann, Mary og John höfðu áhyggjur af foreldrum sínum. Ann velti því fyrir sér hvort pabbi hennarværi kominn með gráa fiðringinn og hvort mamma hennar þjáðist af tíðahvörfum. Hún vissi reyndar lítið sem ekk- ert um þessi tíðahvörf. En hún hafði séð þátt í sjónvarpinu þar sem fram komu fullt af fölum konum á svipuðum aldri og mamma hennar sem sögðust vera að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil. John afgreiddi málið með því að segja að þau væru bara í vondu skapi, ekki ósvipuðu skapi og kennararnir í skólanum væru í að minnsta kosti hálfa önnina. Hann vonaði að foreldrar þeirra kæmust yfir þetta. Það var hundleiðin- legt að búa með þeim meðan þau létu svona. Á Þorláks- messukvöld settist fjölskyldan saman fyr- irframan arininn. Þau ætluðu að horfa saman á kvikmynd sem byrjaði eftir nokkrar mínútur. Það yrði enginn vandræðagang- ur yfir því hver ætti að sitja hvar, um hvort heiðurssætið væri stól- inn sem væri nær arninum eða sjónvarpstækinu. Enginn ástæða til þess að leita að stækk- unargleri eða finna til teppi til varnar dragsúgi. Noel og Avril andörpuðu. ,,Mér þykir þetta svo leiðinlegt með ömmur ykkar,“ sagði hún allt í einu. ,,Það væri svo gaman ef þið gætuð átt gleðileg jól eins og önnur börn,“ sagði Noel. Börnin þrjú litu á þau með spurn í augum. Venjulega var þeim sagt að þau ættu að kunna að meta það hversu heppin þau væru að eiga tvær ömmur og að þessar tvær ömmur kæmu sam- viskusamlega í heimsókn til þeirra á hverjum jólum. Auðvitað höfðu þau aldrei lit- ið á það sem heppni, en þau kyngdu þeirri staðreynd eins og hverri annarri, eins og t.d. þeirri staðreynd að trefjar væru hollar fyrir líkamann og skyndifæði væri óhollt fyrir líkamann. Þau höfðu hlustaðáslíkarstaðreynd- ir og tekið þeim sem sjálfsögð- um hlut. Þau höfðu heyrt þetta svo oft að það var orðinn hluti af lífinu. Það var miklu auðveld- ara að láta slíkar yfirlýsingar far inn um annað eyrað og út um hitt heldur en þessi nýtilkomni vandræðagangur milli foreldra þeirra og þessi óvænta yfirlýs- ingaðömmurnarværu hræðileg- ar eftir allt saman. Ann, Mary og John voru ekki ánægð með þennan framgang mála. Þetta riðlaði öllu þvl sem þau höfðu vanist. Þau vildu hafa hlutina óbreytta. Og það átti svo sannarlega við um jólin. „Jóladagur ætti að vera ykk- ar dagur," sagði Avril. ,,Ykkardagur, en ekki þeirra,“ sagði Noel ákafur. Eldurinn úrarninum lýsti upp andlit barnanna hans þriggja. Þau kærðu sig greinilega ekki umfrekari skýringar. Engarásak- anir til handa frændum og frænkum sem stóðu sig ekki í stykkinu. Ekki orð eins og ,,byrði“ og ,,óþægindi“. Þau töluðu hratt og hvert í kapp við annað til þess að koma í veg fyr- ir að þung orð yrðu látin falla. ,,Við erum búin að ákveða að taka upp Star Trek Three og reyna að koma þeim inn í gang mála hjá Kirk, Spock og Scotty," sagði John. ,,Og amma Byrne gæti gleymt sér í frásögnum um Dracula og Frankenstein," sagði Mary með tilhlökkun I röddinni. Ann, sem hafði þroskast mik- ið fyrir þessi jól og skildi næst- um allt, sagði allt í einu blíðri röddu: ,,Og það er í rauninni ekki gert ráð fyrir þeim annars stað- ar. Þær vildu heldur ekki fara neittannað. Þæreru heppnarað eiga okkur að og eiga þess kost að verja jólunum á yndislegasta heimilinu í borginni Sögulok 46 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.