Vikan


Vikan - 12.12.2000, Síða 45

Vikan - 12.12.2000, Síða 45
Smásaga eftir Maeve Binchy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi borainn hundruð sextíu og fimm dögum ársins. Noel og Avril héldu geð- heilsunni með því að innlima báða þessa höfðingja í jólahald heimilisins. Þau lumuðu líka á fleiri hjálparmeðulum, svo sem hressilegum göngutúr eftir blessun páfans. Þau voru sam- mála um að ef þau ættu ekki smá stund með sjálfum sér, þar sem ömmurnar væru hvergi í sjónmáli, myndu þau neyðast til að borða jólamatinn í spenni- treyju undir eftiriiti hjúkrunar- fólks. Það skipti engu máli hvernig viðraði, göngunni slepptu þau ekki. Þau mættu fleiri fjölskyldum á göngunni og veltu því fyrir sér hvort þar færu hamingjusamar fjölskyldur eða fjölskyldur eins og þeirra, sem líktust púðurtunnu eða eldfjalli, sem biði þess í laumi að láta til skarar skríða. Ömmunum voru bornirsterk- irdrykkirundirorðum drottning- ar og svo var komið að jólamál- tíðinni sjálfri. Pakkarnir voru opnaðir við undirleik háværra hrotna og svo var komið að því að segja undrandi: Guð minn góður, er klukkan orðin svona margt? Hvað segið þið um kaffi og kökur áður en við keyrum ykk- ur heim? Lífið varð ólíkt auðveldara eft- ir að þau eignuðust myndbands- tækið. Nú varekki lengurspurn- ingin um það að æða af einni sjónvarpsrásinni á aðra og ekki var lengur nauðsyn að ákveða á svipstundu á hvað ætti að horfa. Síðustu tvö árin hafði fjölskyld- an sökkt sér niður í jóladagskrá sjónvarpsins af svo mikilli ná- kvæmni að það jaðraði við brjál- æði. Tónlistarmyndbönd voru al- veg út úr myndinni; enginn hafði geð í sér til að hlusta á gagn- rýni kvennanna um klæðnað og framkomu listamannanna. Skemmtiþættir voru líka stór- hættulegir. Það ærði óstöðugan að fylgjast með augngotunum milli hægindastólanna og hafa áhyggur af því hvort amma Byr- ne skildi brandarana og hlusta á ömmu Dunne lýsa því yfir að þótt líf hennar væri í veði gæti hún ekki skilið hvers vegna fræga fólkið, sem gert var grín að í þessum skemmiþáttum, móðg- aðistafslíkumsmámunum. Það var eiginlega ekki nokkur leið að gera ömmunum til hæfis og geta sér til um hvernig myndi liggja á þeim þetta árið. Eitt árið var önnur þeirra siðvönd og hin dónaleg, en það var alltaf ómögulegt að geta sér til um hvor yrði hvað. Þeim var eins farið og jólagjöfunum, annað- hvort voru þær eins og veislumáltíð eða hung- ursneyð. Ann var upp með sér að fá að velja skemmtiatriðin en viður- kenndi að það hefði margs konar vanda- mál í för með sér. Ef þau tækju upp Back to the Future, sem var á dagskrá á Rás 1 í hádeginu, yrði hægt að horfa á myndina klukkan fimm. En myndu ömmurnar sætta sig við það? Ann var nokkurn veginn viss um að krakkarnir myndu vilja horfa á The Empire Strikes Back. Þau vonuðust til að hún kæmi þeirri mynd inn í upptöku- skipulagið. En myndin vará dag- skrá frá klukkan fjögur til klukk- an sex og þá væru þau senni- lega að horfa á eitthvað annað, eitthvað sem þegar væri búið að taka upp á myndband. Það þýddi að þau gætu ekki tekið upp mynd á sama tíma. Ann velti því fyrir sér hvort þau gætu tekið upp Storm Boy fyrr um daginn, nafnið á myndinni benti til þess að hún væri fjöl- skylduvænni en kvikmyndin Falling in Love. Þau þekktu reyndar hvorki haus né sporð á myndinni Falling in Love en þar sem aðalhlutverkin voru í hönd- um þeirra Meryl Streep og Ro- berts De Niro var ekki ólíklegt að eitthvað yrði um ástaratlot í myndinni og enginn vissi hvern- ig ömmurnar myndu bregðast við slíku og þvílíku á skjánum. Noel og Avril virtu fyrir sér al- varlegt andlit dóttur sinnar meðan hún ' reyndi að koma öllu þessu heim og sam- an. Framhaldsþáttur- inn sem Mary og John voru vön að horfa á var alls ekki inni í myndinni, ömmurnar gætu ekki þolað hávaðann. Einhver sjónvarps- stöðin hafði á dag- skrá sinni þátt sem kallaðist Play the Game. Þættinum var lýst sem gáskafullum jólagleðskap en það kunni aldrei góðri lukku að stýra að ganga út frá því að gleðskapuryrði frúnum Bryne og Dunne til ánægju og yndisauka. Á annarri stöð var boðið upp á þátt sem kallaðist Non-Stop Christmas Show en það væri lík- lega of sundurleitur þáttur fyrir ömmurnar. Þær væru örugglega til í að horfa á þáttinn um drengjakórinn, sem væri allt í lagi ef þær væru þá til í leyfa krökkunum að horfa á þáttinn með Johnny Logan sem fylgdi í kjölfarið. Það þótti þeim ákaf- lega ólíklegt. Ann sagðist ætla að bera all- ar ákvarðanir undir yngri systk- ini sín, það hlyti að vera einhver leiðtil þessað koma þessu heim og saman. Líklega stæðu allar fjölskyldur frammi fyrir vanda- málum af þessu tagi á þessum árstíma, lýsti hún yfir spekings- lega. Vandamálið var bara það að unglingarnir kvörtuðu og kvein- uðu yfir því að fá ekki að horfa á Top of the Pops, eins og þau voru vön, og annað í þeim dúr sem auðvitað var alveg út úr myndinni. Þau gætu einfaldlega ekki skilið að jólin væru ekki bara hátíð barnanna. Hjörtu Avrilar og Noels fylltust sorg. Dóttir þeirra var ekki einu sinni að reyna að vera kaldhæðn- isleg. Hún hafði alist upp við það að jólin væru tileinkuð ömmun- um. Málið væri það að reyna að gleðja þær og láta þeim líða vel, hvort sem þeim líkaði það bet- ur eða verr. Avril hryllti við minningunni um alla jóladagana sem amma Dunne hafði virt hana fyrir sér frá toppi til táar með saman- kipraðar varir og fyrirlitningar- svip og spurt hvenær hún æti- aði að skipta um föt og fara í jólafötin. Svo hafði hún bætt við einhvers konar afsökunarbeiðni, auðvitað væri Avril komin í jóla- fötin. Hún væri skynsöm að vera ekki of vel klædd í eldhúsinu. Hún minntist annarra tilfella þegar amma Byrne hafði grann- skoðað miðann á léttvínsflösk- unum, sem keyptar voru í stór- markaðnum, og spurt Noel við hvaða vínkaupmann hann versl- aði og hvort þau hefðu valið eitt- hvert sérstakt vín þetta árið. í öll- um þessum tilfellum hafði Noel kreist hönd Avrilar undir borð- inu. Þetta skiptir ekki máli, sagði hann. Öll lifum við lífinu á ólik- an hátt. Það var vissulega rétt, en börnin þeirra upplifðu aldrei þau jól sem þau áttu skilið. Hugsa sér hvernig jólin væru ef ömm- urnar væru ekki til. Það var allt í lagi að láta sig dreyma. Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.