Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 49

Vikan - 12.12.2000, Side 49
Brian, bróðir Önnu Marie, ávarpar fréttamenn eftir að Tom Capano hafði verið dæmdur sekur. Fyrir aftan hann stendur Kathleen Fahey-Hosey, systir þeirra. og mikilli vinnusemi að byggja upp virt fyrirtæki í Wilmington. Fjölskyldan var ágætlega stæð. Tom var alltaf ákaflega töfrandi og átti auðvelt með að snúa for- eldrum sínum um fingur sér og þá sérstaklega móður sinni. Það var ekki margt sem Tom Capa- no bað um og fékk ekki. Fjölskylduauðurinn vex Bræðurnir hófu allir háskóla- nám. Tom stefndi á laganám en Louisyngri og Joseph ætluðu báðir að læra viðskiptafræði. Þeir höfðu hins vegar ekki numið lengi þegar faðir þeirra lenti í verulegum fjárhagserfið- leikum vegna húsa sem hann var að byggja í nýju hverfi. Lou- is hætti þegar í stað námi til að hjálpa pabba sínum en stuttu stðar hætti Joseph líka þegar í Ijós kom að bróðir hans var slíkur fjármálasni11ingur að hann var kominn vel á veg með að gera fyrirtæki föður þeirra að stórveldi. Louis stýrði fyrirtækinu, Jos- eph var hans hægri hönd og fað- ir þeirra gerði það sem hann kunni best, byggði traust oggóð hús. Þegargamli maðurinn dó var hann orðinn milljónamær- ingur fyrir tilstilli sona sinna og arfleiddi systkinin öll að dágóðri fúlgu. Tom hafði þá löngu lok- ið laganámi og hafði unnið sér nafn sem fyrirtækjalögfræðing- ur. Hann var því forríkur eins ogfjölskyldan reyndaröll ogþau töldust ein fínasta fjölskyldan í Wilmington. Allir íbúar bæj- arins vissu hver Capano fjöl- skyldan var og yfirleitt allt um hennar hagi. Anne Marie var því í fyrstu ákaflega upp með sér af þeim áhuga sem Tom Capano sýndi henni. Hann virðist hafa átt mjög auðvelt með að nálgast og ná tökum á konum sem á einhvern hátt voru veikar fyrir. Ástkona hans til tuttugu og tveggja ára, Debby Mclntyre, var ein slík en hún lét Tom stjórna sér algjörlega. Kona Toms, Kay, virðist einnig hafa verið veiki aðilinn í þeirra sam- bandi. Anne Marie baðaði sig í fyrstu í aðdáun hans en hún var hins vegar greind stúlka og þegar hún fórað ganga til sál- fræðings sem hún gat treyst fór hún að sjá hversu stjórn- samur Tom var og hvernig hann stýrði henni og lífi hennar algjörlega. Tom vildi kynnast fjölskyldu Anne Marie og vinum. Hann var ákaflega töfrandi gagnvart þessu fólki en bak við tjöldin reyndi hann af fremsta megni að fá hana til að minnka samband sitt við það. Hann vildi vita hvar hún var og hvað hún var að gera allan sólarhringinn og hringdi stöðugt eða sendi henni tölvu- póst til að fá skýrslur. Vegna þess umhverfis sem Anne Marie var sprottin úr átti hún ákaf- lega erfitt með að særa aðra. Hún reyndi ævinlega að tala í kringum hlutina fremur en að segja þá beint út. Þetta nýtti Tom sér óspart. Hún hafði lengi reynt, að losa þau bönd sem bundu þau saman á sinn varfærna hátt, þegar hún kynnt- ist Mike Scanlan. Mike var draumaprinsinn hennar Anne Marie. Hún hafði alltaf látið sig dreyma um að stofna eigin fjölskyldu og í Mike sá hún manninn sem hún vildi að yrði faðir barnanna hennar. Eftir því sem samband hennar og Mike varð nánara reyndi hún meira til að losa sig við Tom. Kvöldið sem Anne Marie hvarf hafði hún farið út að borða með Tom og augu lögreglunnar beindust því fljótt að honum. Tom neitaði hins vegar að tala við lögregluna og gaf ekki aðr- ar upplýsingar en þær að þau Anne Marie hefðu skilið fyrir utan heimili hennar klukkan tíu um kvöldið. Lengi vel gekk hvorki né rak í rannsókninni á hvarfi Önnu Marie. Allir voru þess þó fu11- vissir að hún væri dáin. Lögregl- an varð smátt og smátt vissari um að Tom vissi hvað af henni hefði orðið og þrengdu því net- Debby Mclntyre, segja má að hún hafi verið annað fórnarlamb Toms Capanos. ið um hann. Gerry, yngsti bróðir Toms, var svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Hann hafði lengi veriðfíknefna-og drykkjusjúklingur og lögreglan vissi að hann safnaði vopnum. Hún-hafði grun um að ólögleg vopn væru á heimili hans og fékk húsleitarheimild. I Ijós kom mikið magn óskráðra vopna og talsvert af fíkniefnum. Gerry sá sitt óvænna og bauðst til að ganga til samninga við yf- irvöld. Hann sagði þeim það sem hann vissi um hvarf Önnu Marie Fahey og þeir milduðu dóminn yfir honum. Lögreglan gekk að þessu og það var væg- ast sagt óhugnanleg saga sem Gerry hafði að segja. Daginn eftir að Anne Marie hvarf kom hann að Tom sitjandi í bíl sínum fyrir utan hús sitt klukkan að verða sexað morgni. Nokkru fyrr hafði Tom sagt hon- um þá sögu að verið væri að kúga af sér fé. Hann fékk lán- aða peninga hjá Gerry til að borga fjárkúgaranum sem var undarlegt því Tom átti mun meira fé handbært en Gerry. Hann sagði bróður sínum jafn- framt að hugsanlega yrði hann að grípa til óyndisúrræða til að losasigviðfjárkúgarann. Þenn- an morgun sagði hann Gerry að nú hefði það því miður orðið sem hann hafði óttast og bað Gerry að lána sér bátinn sinn til að losa sig við líkið í Atlants- hafið. Gerry vissi að Tom gat ekki stjórnað bátnumog bauðsttilað fara með þótt vissulega væri honum um og ó. Því næst óku þeir að báti Gerrys og Tom tók stórt kælibox úr bíl sín- um og bar út í bátinn. Gerry stefndi til hafs og þegar þeir voru komnir nægilega langt út fleygði Tom boxinu fyrir borð. Boxið flaut og Gerry reyndi að skjóta það í kaf. Ekki dugði það til en Gerry gat varla hugsað sér að fylgjast lengur með því sem fram fór. Hann náði í ankeri handa bróðursín- um, rétti honum það þegjandi og stýrði bátnum að boxinu. Hann stóð frammi í skut með- an bróðir hans opnaði boxið og losaði sig við innihald þess. Um það leyti sem Gerry sneri aftur á sá hann mannsfót hverfa í haf- ið. Þegar Gerry hafði sagt sögu sína kom Louis til lögreglunn- ar og kvaðst hafa hjálpað Tom að losa sig við sófa og teppi um svipað leyti. Louis bar að hann hefði ekki gert sér grein fyrir að þaðtengdist hvarfi Önnu Marie. Að lokum játaði svo Debby Mclntyre, ástkona Toms, að hafa keypt fyrir hann byssu skömmu áður en Anne Marie hvarf. Debby vissi ekkert um samband Toms við Önnu Marie fyrr en hann sagði henni frá því stuttu áður en blöðin birtu frétt- ir af að hann tengdist hvarfinu. Kæliboxið fannst fyrir tilviljun en lík Önnu Marie ekki þrátt fyr- ir umfangsmikla leit. Tom Capa- no var handtekinn og fundinn sekur um morð. Hann var dæmdur til dauða en á næsta ári mun áfrýjunardómur taka af- stöðu til þess hvort þeim dómi verði fullnægt. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.