Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 14
Viðtal Það eru ekki mörg ár síð- an að einungis fáar ís- lenskar konur létu sjá sig í íslenskri hönnun og þær sem það gerðu voru stimplaðar svolítið sérvitr- ar. Nú er öldin önnur. Við íslendingar höfum loksins uppgötvað að við eigum frábæra hönnuði sem hafa lært list sína úti um allan heim. Sú uppgötvun hefur gefið hönnuðunum byr undir báða vængi, veitt þeim grundvöll til þess að starfa hér heima og sýna hvað í þeim býr. Um það leyti sem að- ventan var að ganga í garð buðu þrír ís- lenskir fatahönnuðir, þær Anna Rut Steinsson, Ásta Guðmundsdóttir og Helga Sölvína Sigurbjörnsdóttir, til tískusýningar. Gestir sýningar- innar voru ánægðir með það sem þeir sáu og mátti heyra á þeim að þeir vildu gjarnan sjá meira í framtíðinni af framleiðslu þessara frábæru hönnuða. Vikan tók hús á einum hönn- uðinum, Ástu Guðmundsdóttur, sem hannar fötin sín undir merkinu Ásta Creative Clothes. ~ o Undanfarna mánuði hefur hún 'O ■a 'C, selt fötin sín í Kirsuberjatrénu, = ra galleríi og verslun á Vesturgötu % 4 í Reykjavík. “ = Ásta lærði fatahönnun í C/D ^ Þýskalandi, nánar tiltekið í = “ FachhochschulefurGestaltung >-= Pforzheim og útskrifaðist þaðan n. cd árið 1990. Hún notaði tækifær- .u " ið til þess að læra meðan mað- x = urinn hennar, Ásgeir Sigurvins- “ s son, starfaði þar um árabil sem atvinnumaður í knattspyrnu. Af hverju varð fatahönnun fyr- ir valinu, hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? ,,Nei, ekkert frekar. Égvissi að mig langaði að gera eitthvað í þessa átt, eitthvað skapandi. Ég byrjaði eiginlega ekkert að spá í þetta fyrr en eftir að við fluttum til Þýskalandsogkomstaðþvíað líklega þætti mér þetta mest spennandi; að hanna föt og bún- inga fyrir leikhús. Þetta var fjög- urra ára nám eða rúmlega það, þar sem skilyrði fyrir inngöngu í skólann voru m.a. að hafa unn- ið við sambærileg störf í hálft ár, áður en námið hæfist, eða vera lærður klæðskeri. Áður en ég fór í skólann réð ég mig til starfa í skyrtu- og blússuverk- smiðju þar sem m.a. voru fram- leiddar skyrtur fyrir Boss. Skólinn var mjög góður og hentaði mér vel. Þriðji hluti námsins var almennt listnám og ég hafði einmitt haft áhuga á skóla þar sem boðið væri upp á fjölbreytt nám. Ekki bara hönn- un, sníðagerð og sauma, held- ur líka lista- og búningasögu og fleira sem kæmi að góðu gagni við vinnu í leikhúsum. f skól- anum gat maður ráðið stefnunni svolítið mikið sjálfur og ég valdi að kynna mér vel búningahönn- un fyrir leikhús, sennilega með það í huga að lítið yrði um störf fyrir fatahönnuði heima á ís- landi." Ásta hefur komið við sögu við búningahönnun fyrir íslensk leikhús eftir að fjölskyldan flutti aftur heim til íslands. ,,Ég hef unnið við nokkrar sýningar, t.d. við uppfærsluna á Evítu sem Pé- leikhópurinn setti upp í íslensku óperunni, Kossinum hjá Bíóleik- húsinu og leikritinu Sýnd veiði sem nú er á fjölunum frá Leik- félagi íslands. Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þess- um verkefnum." Asta Creative Clothes íslendingareru þekktirfyrirað láta drauma sína rætast og und- anfarið hafa fleiri lærðir hönn- uðir gert tiIraunir ti I þess að láta á það reyna hvort möguleiki sé fyrir því að hanna föt með fram- leiðslu og sölu í huga. Fyrir tveimur árum var Ástu boðið að selja eigin framleiðslu í Gallerí Mót og gerði hún það um tíma. Þá hannaði hún föt í fyrsta sinn undir eigin merki og byrjaði aðfikrasigáfram. ,,Auð- vitað er ísland lítið land og markaðurinn þar af leiðandi lít- ill og það hvarflaði varla að mér að þetta myndi ganga. En hug- myndin að baki Gallerí Mót var frábær og mig langaði til þessað taka þátt í ævintýrinu. Það voru tvær konur sem tóku sig til og opnuðu galleríið; við hönnuð- irnir gátum leigt þar aðstöðu, selt hönnun okkar og komið henni á framfæri, en það er alltaf aðalvandamálið hjá okk- ur hönnuðunum. Þetta var skemmtilegur og skapandi tími og ég sýndi fötin mín þarna þar til starfseminni var hætt í fyrra.“ Mánuðirnir í Mót sannfærðu Ástu um að það væri raunveru- legur markaður fyrir íslensk föt á íslenskum markaði og hún ákvað að halda áfram að þróa hugmyndir sínar. ,,Ég hélt litla tiskusýningu réttfyrir jólin í fyrra og í framhaldi af henni fór ég að leita mér að annarri aðstöðu. Ég fékk svo inni fyrir mig og föt- in mín í Kirsuberjatrénu þarsem tíu listakonur selja framleiðslu sína. Við vinnum allarsjálfstætt og hver vinnur að sínu fagi. Þarna er körfugerðarkona, svo og veflistakonur sem vefa úr kopar og u11. Þarna má sjá tösk- ur úr fiskroði, boli og þrykktar silkislæður, leirlist, völuskrín unnin úr gallblöðrum svína, og fatnað. Þetta er góður hópur, konurnar eru skemmtilegar og hvetjandi. Svona samvinna er ákaflega hentug. Ég hef orðið vörvið það að fólkermjögánægt með þetta framtak." lfíðhorfín að breytast Ásta er þess fullviss að við- horf íslenskra kvenna sé að breytast. ,,Kannski hefur vant- að hér á markaðinn föt sem eru svolítið öðruvísi en innflutt föt. Föt sem henta okkar aðstæð- um og eru svolítið sérstök. Ég legg mikla áherslu á góð efni. Ég sótti alltaf efnasýningar meðan ég bjó í Þýskalandi þótt ég hafi ekki verið að vinna við hönnun fyrstu árin eftir að ég lauk námi. Þannig sýningar eru t.d. í París tvisvar á ári og ég sótti þær til þess að fylgjast með straumunum. Þar skoðaði ég og pantaði efni sem mér þóttu spennandi og hef þannig safn- að ýmsum fallegum efnum að mér í gegnum tíðina. Fólk er far- ið að gera meiri kröfur um vand- aðan fatnað og síðastliðin ár má segja að efnin séu jafnvel mik- ilvægari en hönnunin sjálf. (s- lenskir hönnuðir hafa orðið svo- lítið fyrir barðinu á því að vera langt í burtu frá helstu mörk- uðum og sýningum og átt í erf- iðleikum með að komast í spennandi efni. En á móti kem- ur að íslenskir hönnuðir eru mjög uppfinningasamir og búa jafnvel til sín eigin efni sjálfir ef ekki er hægt að nálgast þau annars staðar frá. TextíldeiIdin í Listaháskólanum er mjög góð og þaðan hefur komið margt spennandi. En það er ekki nóg að útskrifa hönnuði með frá- bærar hugmyndir. Það er eins ogenginn sétilbúinn til þessað taka við þessum hugmyndum, þróa þær áfram og gera þær að söluvöru. Þótt markaðurinn hér sé ekki stór þá er hægt að fram- leiða efni og flytja þau út. Mér finnst t.d. mikil synd að ekki 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.