Vikan - 19.12.2000, Page 15
séu framleidd flott efni úr ís-
lensku ullinni."
Fieirí spennandi markaðir
Ástu vefst svolítið tunga um
tönn þegar hún er beðin að lýsa
framleiðslu sinni. „Ætli það sé
ekki best að lýsa fötunum mín-
um þannig að þau séu með svo-
lítið ævintýralegum blæ og ég
hanni með náttúruna í huga.
Óreglan í náttúrunni höfðar til
mín. Égvel oft Ijósa liti frekaren
dökka og er búin að fá svolitla
leið á svarta litnum. Mér finnst
allt verða fallegra í fallegum lit-
um. Þess vegna finnst mér líka
skemmtilegt að vinna með kon-
unum hjá Kirsuberjatrénu, þær
eru litaglaðar og það smitar út
frá sér. Ég nota gjarnan þunn,
kvenleg efni og hanna frekar
grófar peysurtil þessað klæðast
með þessum fínlegu efnum. Ég
er lika mjög spennt fyrir ullinni
og mig langar að nota hana
meira í framtíðinni.
Ég hef engan sérstakan ald-
ur í huga þegar ég hanna, þótt
eflaust eigi maður að stíla inn
á sérstakan aldur og ákveðna
hópa. En það hefur sýnt sig að
konur frá sautján ára aldri og
upp úr sýna fötunum mínum
áhuga. Aldur skiptir ekki máli
við fataval, valið fer miklu frek-
ar eftir persónuleikanum."
Ásta hefur komið víðar við
með hönnun sína. „Fötin mín
eru til sölu í Is-kunst í Oslo, gall-
eríi sem íslensk kona, Ása Mar-
ía Björnsdóttir, á og rekur. Nú
hefur hún einnig opnað fata-
verslun sem selur eingöngu ís-
lenskan fatnað. Fötunum mín-
um hefur verið tekið vel þar og
égeránægð með hvernigtil hef-
ur tekist. Ég væri alveg til í að
reyna að komast inn á fleiri er-
lenda markaði en það er líka
ágætt að stíga bara eitt skref í
einu og sjá svo til hvernig mál-
in þróast."
Ásta segir fötin sín hafa ævintýralegan blæ
og hún hanni með náttúruna í huga.
Vikan
15