Vikan - 19.12.2000, Page 30
Texti: Unnur J ó h a n n s d ó tt i r
Myndir: Hreinn Hreinsson
Viðtal
Alveq1
Hann geislar af sjálfsöryggi, í svörtum
jakkafötum, snaggaralegur og ákveð-
inn í fasi. Það er allt á milljón í lífi hans
þessa stundina, hann stingur sér til
sunds í jólabókaflóðinu, með minn-
ingabók um móðursína, Ingibjörgu
Þorsteinsdóttur, og á annan í jólum
hleypir hann af stokkunum nýstárleg-
um spurningaþætti á Stöð 2 sem heitir
Viltu vinna milljón? Þorsteinn Joð er
svo sannarlega alveg milljón.
orsteinn J. Vilhjálms-
son skrifar sig gjarna
sem Þorstein Joð.
„Þaðerí rauninni eng-
in sérstök ástæða fyrir því. Það
er styttra og mér finnst það
hljóma betur, en J-ið stendur
fyrir Jens.“
Hann er 36 ára, fæddur og
uppalinn í Hverfinu með stóru
H-i, eins og hann segir sjálfur,
og á þá við Laugarneshverfið.
„Það var afskaplega gaman að
alast þar upp - mikið líf og mik-
ið fjör,“ segir hann og brosir.
„Ég gekk í Laugalækjarskóla og
tókstúdentspróf frá Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla en það var
á menntaskólaárunum sem ég
hóf að vinna við við útvarps-
þáttagerð á Rás 1. Ég byrjaði á
Stöð 2 fyrir 5 árum, en þangað
til var ég búinn að vera með
annan fótinn í Útvarpinu, á báð-
um ríkisrásunum og Bylgjunni.
Hvaða miðill finnst þér mest
spennandi? „Sjónvarpið," seg-
ir hann án þess að hika, „og þá
ekki síst þeir möguleikar sem
eru að opnast með tengingu
sjónvarpsins við Netið. Ég er
sannfærður um að sú tækni á
eftirað hafa mikil áhrif ogopna
glugga í fjölmiðlaheiminum
sem er ólíkur öllum öðrum
gluggum sem við þekkjum.
„Tæknin til þess að klippa verð-
ur einnig sífellt einfaldari og
gerir það að verkum að öll
vinnsla verður bæði hraðari og
auðveldari. Ný klippitækni og
Netið gera manni kleift að taka
upp efni um hádegisbil í Nýju
Mexíkó í Bandaríkjunum,
klippa það og vinna og senda
samdægurs til íslands þar sem
það birtist í kvöldfréttunum.
Þetta er auðvitað alveg frá-
bært."
Listin stækkar lífið
Þorsteinn hefur alla tíð haft
mikinn áhuga á orðanna hljóð-
an og lagði stund á bókmennta-
fræði við Háskóla íslands það-
an sem hann lauk B.A. - prófi.
Sjálfur hefur hann gert sér dælt
við listagyðjuna og meðal ann-
ars lagt stund á Ijóðagerð. „Ég
hef gefið út Ijóð á spólu með
tónI ist og handskrifaði Ijóðabók
í 100 eintökum sem bar nafn-
ið Litabók, fyrir sex árum og það
tók mig hvorki meira né minna
en þrjá mánuði," segir hann og
hlær. Hvaða gildi hefur listin
fyrir þig? „Listin stækkar allt líf-
iðoggefurþvíenn meiragildi,"
segir Þorsteinn alvarlegur á
svip. „Menn geta svo rifist
endalaust um það hvað sé list,
það skiptir í raun og veru ekki
máli. Ég held að það sé listin
sem gefi okkur nýtt og vonandi
oftast nær óvænt og dýpra
sjónahorn á lífið og sýni okkur
það í öðru Ijósi.“
Ert þú leitandi að nýjum sjón-
arhornum í lífinu? „Já, ég tel
að maður verði að skoða alla
möguleika,“segir hann og bros-
ir. „Til þess að fara sínar eigin
leiðir og brjóta upp hefðina
verður maður hins vegar að hafa
kynnst hefðinni og þekkja hana.
Sjálfum finnst mér óskaplega
spennandi að rannsaka heim-
inn og finna ný og óhefðbund-
in sjónarhorn á bæði fólki og
hlutum sem maður þekkir úr
hversdagslífinu."
Takk, mamma mín
„Heiðra skaltu föður þinn og
móður" er eitt af boðorðunum
tíu, en Þorsteinn segist ekki
hafa haft það sérstaklega í huga
þegar hann ákvað að skrifa
minningabók um móður sína,
Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sem
lést úr lungnakrabbameini árið
1997. Bókin heitir því fallega
nafni, Takk, mamma mín. í for-
mála segir m.a.: „Þessi minn-
ingabókerfull af óljósum minn-
ingum og brotum sem ég hef
fundið til, og raða upp, svo ég
tali nú ekki um uppskriftina að
kókoskökunni góðu."
Aðspurður um hvernig hann
upplifi æsku sína vísar Þor-
steinn alfarið á bókina. „Þar
segi ég allt sem ég vil segja.
Þetta erekki ævisaga í eiginleg-
30
Vikan