Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 45
já, nei og kannski. Venjulega fylgdu líka ráðleggingartil þátt- takenda samkvæmt stigafjöld- anum. T.d.: „Ef þú hefur 75 stig eða fleiri ertu ótrúlega ham- ingjusöm." Eða: ,,Ef þú hefur 20 stig eða færri, ættir þú að leita þér að öðrum rnaka." [ þetta sinn var krafist svara. Það var engin stigagjöf, aðeins stungið upp á því að láta blað- ið liggja frammi einhvers stað- ar þar sem makinn kæmi auga á það. Það er að segja ef þú óskaðir þess að þinn heittelskaði breytti einhverju í daglegu fari sínu. Chris og Nóel, þrjátíu og fimm ára gömul jóla- börn, settust makindalega í sinn hvorn hægindastólinn í órafjarlægð frá hvort öðru og hófu lesturinn. Prófið kallaðist „Fermakinn ítaugarnará þér?“ og undir hverri spurningu voru punktalínur þar sem ætlast var til að lesandinn skrifaði athuga- semdir sínar. Vertu heiðar- leg(ur) stóð stórum stöfum fyr- ir ofan fyrirsögnina. Heima hjá foreldum Chris sátu börnin við jólatréð og léku sér að nýju leikföngunum. Syst- ur hennar sátu og spjölluðu saman og foreldrar hennar dott- uðu í stólunum. Meðeigandi pabba hennar, sem hafði þann kost að vera einhleypur, sat og setti rafhlöður í leikföngin sem höfðu lent í jólapökkunum án þeirra. Hann leit upp og brosti þegar hann sá hvað Chris var að gera. ,,Það væru stórfurðuleg hjón sem leggðu í að taka þetta próf,“ sagði hann rólega. Chris horfði á hann vorkunn- araugum. Hann vissi ekki af Nóel, ekki frekar en foreldrar hennar og fjölskylda. ,,Satt segirðu. Það er líklega bara fólk eins og við sem þorum að spreyta okkur á svona prófi. Maður getur látið sig dreyma, og allt það." Hann brosti til hennar. Hann leit einhvern veginn öðru vísi út þetta árið. Hann átti sér kannski leydarmál líka? Hún grúfði sig yfir blaðið svo hann kæmi ekki auga á tilhlökkun- ina sem skein úr andliti henn- ar. Heima hjá Nóel voru börnin farin út að leika sér með vin- um sínum. Þau sögðust ekki hafa annað og betra að gera þegar búið væri að taka upp alla pakkana. Konan hans var að segja foreldrum sínum frá fyr- irtækinu sem hún ætlaði að fara að stofna. Jú, það yrði krafist þess að hún yrði á ferð og flugi en börnin væru orðin það göm- ul að það gerði þeim ekkert nema gott að þurfa að hugsa svolítið um sig sjálf. Nóel opnaði blaðið og brosti þegar hann sá fyrirsögnina. „Fermakinn ítaugarnará þér?" Hann þurfti ekki einu sinni að lesa spurningarnar. Hann vissi að það var ekkert, einfaldlega alls ekki neitt í fari Chris sem hugsanlega gæti farið í taug- arnar á honum. Því væri aftur á móti öðruvísi farið ef hann tæki prófið með konuna sína í huga. Hann lasfyrstuspurning- una. ,,Er ástin þín vön að segja eitthvað aftur og aftur sem get- ur gert þig brjálaða(n)?" Chris hafði ekkert slíkt á sam- viskunni. Það sama var ekki hægt að segja um konuna hans. Hún sagði: ,,Það er nú einu sinni þannig", a.m.k. fjögur hundruð sinnum á dag. Hún sagði líka stöðugt: ,,Ef ég á að segja alveg eins og er“. Hann gæti einfaldlega gargað í hvert sinn sem hún sagði þetta. Henni fannst sem hún yrði ,,að segja honum alveg eins og væri" í hvertsinn sem hún sagði frá einhverju, hversu lítilfjörlegt sem það var. „Nei, ef ég á að segja alveg eins og er þá var klukkan orðin þrjú þegar hún hringdi, eða var hún kannski orðin korteryfir?“. Nei, það var útilokað að hann gæti sagt eitt- hvað slíkt um Chris. Konan hans hafði hins vegareinn frasa í viðbót stöðugt á takeinurm „Ekki satt"? Nóel var orðinn bálreiður við tilhugsunina eina saman og reyndi að róa sig nið- ur. Hann sagði við sjálfan sig að þetta próf varðaði hann og Chris og hingað til hefðu þau alltaf fengið fyrstu einkunn. Þá var komið að spurningu númer tvö. „Er eitthvað sem ástin þín klæðist sem þú vildir helst henda í ruslafötuna?" Já, svo sannarlega gæti hann hugs- að sér að henda minkapelsinum hennar. Hann hryllti viðtilhugs- unina um það sem hún sagði í hvert sinn sem hún klæddist honum: „Ef ég á að segja al- veg eins og er þá er ég auðvit- að dýraverndunarsinni og hata tilhugsunina um að dýr séu ræktuð til þess eins að selja af þeim feldinn. En því er öðru- vísi farið með minka, ekki satt? Minkar eru ekkert nema mein- dýr." En þetta voru ekki orð Chris, þetta voru orð konunnar hans. Chris myndi aldrei klæð- ast loðfeldi og ef hún gerði það myndi henni ekki detta í hug að biðjast afsökunar á því. Hún klæddistyfirleitt fallegum, Ijós- um litum. Hana klæddi best að vera í grábláum lit, liti augna hennar. Stundum klæddist hún fjólubláu og stundum, þegar hann átti þess síst von, klædd- ist hún eldrauðum kjól eða skærgulri peysu. Hann dæsti af ánægju þegar hann hugsaði um heppni sína í ástum. Þessi kona sagði aldrei eitt einasta orð sem fór í taugarnar á hon- um og fötin hennar fóru heldur ekki í taugarnar á honum. í öðru húsi var Chris að svara heiðarlega eins og fyrirsögnin hafði kveðið á um. Eitthvað sem hann sagði aftur og aftur? Já, satt að segja. Hann sagði alltaf Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.