Vikan


Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 48

Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 48
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Myndir: Sigurjón Ragnar I í það minnsta kerti og spil segir í vinsælu ís- lensku jólalagi og það kemur ekki til af engu. Hér á árum áður var það hluti af því að gera sér dagamun á jólum að grípa í spil. Víða er enn fastur siður að grípa í spil og spila þá fullorðnir og börn saman og úr verður mikið fjör. Margir voru mikil spilafífl og gátu varla beðið eftir að geta dregið fram spila- stokkin en ekki mátti spila frá klukkan sex á aðfangadag og fram á jóladagsmorg- un því þá var háhelgi. Fyrir þá sem gjarnan vilja endurvekja gaml- ar hefðir á sínum heimilum látum við fylgja undirstöðuatrið- in í marías og púkki sem voru einna vin- sælustu spilin ásamt lomber. H allgerður Gísladóttir hjá þjóðháttadeiId Þjóðminjasafnsins var svo heppin að lenda í boði síðastliðin mánaða- mót hjá íslenskri fjölskyldu í Danmörku. Þar er alltaf spilað púkk á jólum, enda var það gert í fjölskyldu föður heimilisföður- insog afa hansog í tilefni að því að (slendingar voru í heimsókn var spilað púkk þetta kvöld, með miklum hávaða og látum eins og venjan er á þeim bæ. Hér á eftir fer lýsing af púkki úr heimildasafni þjóðhátta- deildarinnar en heimildarmað- ur er karlmaður sem nú er lát- inn. „Þá var púkkið mikið spilað þarsem margtfólkvar. Þaðspil- uðu sjö. Þá var strikað með krít á borðið sjö reitir, merktir með bókstöfum. Á ás, R kóngur, D drottning, G gosi, L laufagosi, T tía, P púkk. Svo átti hver mað- ur að klæða sinn reit. Gjaldmið- illinn sem notaður var, þar sem ég átti heima, voru kvarnir úr þorskhausum. Þegar sjö spil- uðu þá átti hver að láta sjö kvarnir í sinn reit en ef sex spil- uðu þá var klætt með sex og þá urðu allir að láta eitt stykki í púkkið. Svo fengu þeir úr reit- unum sem áttu réttu spilin. Það voru tekin úr spilunum tvistar, þristar og fjarkar. Gefin fimm spil. Þegar búið var að gefa öll- um var flett upp fyrsta spilinu sem eftir það varð þá tromp. Sá sem fyrst kom út öllum spil- unum vann spilið, það var kall- að að trekkja og þá fékk hann eitt stykki fyrir hvert spil sem hinir voru með á hendi." Þar sem púkk er spilað nú á dögum er algengast að nota eld- spýtur sem gjaldmiðil en heyrst hefur að konfektmolar, smákök- ur, laufabrauðoguppvaskiðyfir jólin sé ekki síðra að leggja að veði í púkkið. Marías Sami heimildarmaður lýsir marías á eftirfarandi hátt: „Fyrst lærði maður marías, hann spiluðu tveir. Þá voru teknir úr spilunum tvistar og upp í sexur. Gefin voru fimm spil, einu flett upp og það var 48 Vikaii Víð látum svo fylgja nokkur góð ráð fyrir bá tapsáru til að tryggja peim sigur. Beri maður á sér hjarta, lifur og tungu úr hrafni vel þurrkað í vindi er næsta víst að hann hafi sigur við spilaborðið. Tak hálft hesthjarta, þurrka við sól og rauðmagaskjöld þurr- an og ber um háls þér þá er engin hætta á tapi. Tak lifur og lungu úr hrafni og fremstu fjöður úr hægri væng. Þurrka slðan og ber milli brjósta þér og muntu þá sigur hafa í öllum spilum. Viljur þú í spilum sigur hafa, haf á þér hart hrafnshjarta en vinnur þú þá ekki þá nú þú spilunum við það og tak höfuðhár af svörtum ketti og ber undir skyrtunni við úlnliðinn. tromp. Ef gott spil var tromp þá mátti maður taka spilið ef maður fékk sjöið. Það var kall- að að kaupa undan. Svo varfar- ið að spila. Forhöndin sló út, þá tók maður slaginn eða trompaði ef það var hægt. Sá sem fékk slaginn dró fyrr úr stokknum. Þegarstokkurinn var búinn þá var hvor meðfimm spil á hendi. Þá vandaðist nú mál- ið. Þá varð maður að bekenna sem kallað er, láta sömu sort. Þá mátti ekki svíkja lit. Þá var farið eftir lögum enda lítið um lögfræðinga til að flækja lögin. Svo var talið úr spilunum, 50 í ásnum, 40 í kónginum, 30 í drottningunni, 20 ígosanum og 10 ítíunni, 10fyrirsíðastaslag, 20 fyrir hjón og 40 fyrir tromp- hjón, 300 fyrir veltiblankkort ef maður fékk alla trompfamilíuna á hendi í einu, 150 fyrir blankkort tromplaust og sá græddi sem fékkfleiri hundruð- in og tugina." fllkort Alkort er meðal elstu spila á fslandi og var mest spilað á jól- um. Til eru tvær útgáfurtveggja manna og fjögurra manna al- kort. Fjögurra manna alkort er spilað svona: Tíurnar og fimm- urnar teknar úr spilunum. Spilaröðin er mjög frábrugðin því sem gengur og gerist, tígul- kóngurinn er hæstur, þá hjarta- tvisturinn, lauffjarkinn, spaða- áttan, hjartanlan, tígulnían. Ás- arnir koma svo á eftir þessum spilum, gosarnir á eftir þeim, þá sexurnar, átturnar (að spaðaátt- unni undantekinni auðvitað). Hin spilin eru sögð blóðónýt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.