Vikan


Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 59

Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 59
vottaði greinilega ekki fyrir feimni hjá honum. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og sterklegur en mjög léttur á sér og líflegur. Það lá við að ég roðnaði þegar hann tók utan um mig og faðmaði mig að sér, fast og innilega, því mér fannst hann í meira lagi hispurslaus við ókunna stelpu. „Hó, hó , hó“ kallaði hann hátt og svo hvíslaði hann að mén „Svona, faðmaðu mig á móti svo krakkarnir sjái að ég sé ekk- ert hættulegur". Þá hrökk ég upp af hugsunum mínum. Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mað- urinn kunni greinilega sitt fag og ég var bara fóstra sem hann þurfti að faðma svona til þess að krakkarnir sæu hvað hann væri góður. Ég hálfskammaðist mín fyrir mínar saurugu hugs- anir, faðmaði Stúf innilega og bauð honum inn í húsið. Og Stúfur kunni sko sitt fag! Kertasníkirféll alveg í skuggann af persónutöfrum hans og börn- in bókstaflega héngu utan I honum. Stúfur lék á als oddi, hann söng og dansaði, faðm- aði alla og knúsaði og jafnvel alfeimnustu og hræddustu börnin voru, fyrr en varði, kom- in upp I fangið á honum. Ég dáðist að manninum! Hann var svo fjörugur og snar í snúning- um og það var eins og hann vissi alltaf nákvæmlega hvaða barni þyrfti að sinna á hverjum tíma og enginn varð útundan. Jóla- gleðin flæddi um litla salinn okkar og það voru sælir krakk- ar og ánægðar fóstrur sem fóru heim þennan daginn og það var Stúfi að þakka. Að eltast við sveinka Ég hafði auðvitað ekki séð manninn sem falinn var á bak við jólasveinabúning- inn en ég fann sterkar tilfinningar bærast með mér. Mér varð hugsað til hans um kvöldið þegar ég kom hei og það lá við að ég væri komin í jólaskap! Kannski yrðu þessi hvernig jól alls ekki svo afleit. ég ætti Á Þorláksmessu var ég að vinna til klukkan hálfsex en síð- an fór ég í bæinn til að kaupa síðustu jólagjafirnar. Þar sem ég var stödd við búðarborðið í verslun Ziemsens í miðbænum er bankað í bakið á mér og ég heyrði rödd sem mér fannst ég kannast við: „Jæja, fóstran sloppin út í dag!“ Hjartaðímér tók kipp. Þarna var Stúfur kom- inn og það gladdi mig innilega að hann skyldi þekkja mig aft- ur og heilsa mér. Stúfur var greinilega ekki minni sjarmur í hverdagsfötun- um en jólasveinabúningnum. Hann var bráðhuggulegur og þessi brosandi augu, sem höfðu strax heillað mig, voru bara hluti af persónutörfum hans. Ég man ekki hverju ég stamaði út úr mér nema ég þakkaði honum fyrir síðast og sagðist aldrei hafa skemmt mér eins vel á jóla- skemmtun eins og þessari. Hann sagði mér að þetta væri annað árið sem hann ynni sem jólasveinn í jólafríinu úr Iðn- skólanum. Hann sagði mér líka að hann yrði fram að áramót- um á hinum og þessum jóla- skemmtunum sem hann taldi upp fyrir mig. Ég var ekkert á því að láta þennan sveinka sleppa svo ég fékk hann til að skoða með mér innisnúrur sem ég ætlaði að gefa systur minni í nýju íbúð- ina hennar. Meðan við vorum að skoða komst ég að því að Stúf- ur hét réttu nafni Stefán, var þremur árum eldri en ég og ný- lega orðinn nágranni minn. Ég fann að ég var I bálskotin í hon- en vissi ekki að nálgast hann. Ekki þorði ég að bjóða honum heim í kaffi ef ské kynni að pabbi væri dott- inn í það og ég tvísté þarna í búðinni í vandræðum mínum. En þá bjargaði Stefán málunum með því að spyrja hvort ég ætl- aði í fleiri búðir. Ég hafði að vísu alls ekki hugsað mér það en ég játti því samt og það endaði með því að við rápuðum sam- an um miðbæinn og skoðum jólagjafirog skemmtum okkur konunglega. Við urðum svo samferða heim í strætó seint um kvöldið og þegar við skildum við dyrnar heima hjá honum var ég í svo góðu skapi að ég sveif heim. Ég fann fyrir alvöru jólagleði í fyrsta skipti á ævinni eftir þetta skemmtilega Þorláks- messukvöld með uppáhalds- jólasveininum mínum. Ást og ástarsorg Aðfangadagur leið og jóladag- ur líka og ég var alltaf að hugsa um Stefán. Égvarorðin yfir mig ástfangin af honum og ég þráði að sjá hann aftur. Ég lifði í þeirri von að ég myndi hitta hann á götunni en þaðvarðekki um jól- in. Á þriðja í jólum fór ég að vinna og söknuðurinn eftir Stef- áni var sár. Það var því kærkom- ið þegar ein frænka mín sem var nýbúin að eignast annað barn- ið sitt fór að tala um það að hún ætti erfitt með að komast með 5 ára dóttur sína á jólaskemmt- un. Ég bauðst til að fara með stelpuna og fannst ég hafa him- in höndum tekið þvf ég vissi að Stúfur yrði þar. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum á jólaball- inu. Stúfur var alltaf jafnhríf- andi, en hann var að vinna og gaf mér engan gaum umfram aðra. Ég var því svekkt og von- svikin og orðin alveg viss um að ástin væri ekki endurgold- in. Næstu dagarvoru hálf dapur- legir og ég var í ástarsorg. Ég sá Stefáni aldrei bregða fyrir og það var greinilegt að hann sóttist ekki eins mikið eftir fé- lagsskap mínum og ég hans. Það var ekki fyrr en í byrjun janúar sem ég hitti Stefán aft- ur en þá fór ég fyrr í vinnuna en venjulega. Þegar ég kom að skýlinu sá ég hvar Stefán stóð með skólatöskuna sína og beið eftir vagninum. Við fórum að spjalla saman og settumst hlið við hlið í strætó. Mér þótti eiginlega verst að ég skyldi ekki þurfa að fara lengra með vagninum því Stefán þurfti auðvitað að fara alla leið niður í bæ. En framvegis gerði ég mér far um að mæta fyrr vinnuna og við Stefán vor- um farin að vera samferða í strætó á hverjum morgni. Það var svo í mars, nánar tiltekið á afmælinu mínu, sem ég bauð honum í veislu heima hjá syst- ur minni og þar byrjaði ástaræv- intýri okkar Stefáns sem stend- ur enn 17 árum síðar. Við Stefán giftum okkur tveim árum eftir að við kynntumst og ég hef aldrei séð eftir því að hafa lagt snörurnar fyrir hann. Ég komst að vísu að því að Stef- án er meiri jólasveinn en ég hélt, en ég elska hann af öllu hjarta og hann hefur alltaf ver- ið mér og börnunum okkar góð- ur. Og eitt er víst; jólin okkar hafa alltaf veriðgleðileg og góð. Ég hlakka til jólanna eins og barn á hverju ári og nýt þess að undirbúa þau og gera þau að sannri fjölskylduhátíð þar sem öllum líður vel. Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þíg, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Heimilisfangið er. Vikan - „Lílsreynslusaga", Seljavegur 2, 101 Reykjavik, Netfang: vikaii@frodi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.