Menntamál - 01.11.1931, Síða 4
82
MENNTAMÁL
aftur á móti fá til meÖferðar hugsjón, sem er hæfilega viÖ-
rá’Sanleg og grípur um og bræ'Öir saman frumdrætti úr sögu,
landafræði, bókmenntum, móðurmáli o. s. frv., þá er rutt úr
vegi þeim hindrunum, sem skiptingin í námsgreinar veldur.
Við höfum fundið það, með öðrurn orðum sagt, að ef börnin
hafa fengið að lifa hugsjón og gera hana að veruleika — og
aðeins þá — verður persónuleiki þeirra heilsteyptur. Við getum
ekki séð það fyrir, hvað framtíðin kann að heimta af nýju
kynslóðinni. En það vitum við, að þá eins og nú mun þurfa
forystumenn, og áhrif þeirra verða að vera annars háttar en
nú tíðkast, því að aðstæður verða þá aðrar. Þau börn ein, sem
alin eru upp til að verða heilsteýptir menn, geta vaxið upp
í það, að verða leiðtogar framtíðarinnar.
Bók mín, Education on thc Dalton Plan, sem kom út árið
1922, hafði enga lausn að færa á því mikla vandamáli, að
skipuleggja námsefnin af nýju, en þar var gerð fyrsta tilraun
til að l>reyta þjóðfélagslegri byggingu skólanna. Mér fannst
sjálfri fyrir mitt leyti riða mest á því, að umskapa allt skóla-
lífið, en umbyltingar á nárnsáœtlunum gætu komið á eftir. En
enskir samverkamenn mínir voru á öðru máli og lögðu áherzlu
á nauðsyn þess, að koma fyrst og fremst nýrri skipun á náms-
skrárnar.
Ætlunin með Daltonkerfi var sú, að skapa nýjan anda í
skólunum, anda, sem tryggði bæði drengjum og stúlkum allt
önnur lífskjör cn í gömlu skólunum. Lífið í skólunum átti ekki
að vera í neinu verulegu frábrugðið lífinu utan skóla. Við
reyndum að gera bilið milli gamla og nýja skólans sem minnst,
þvi að okkur var Ijóst gildi gamla skólans fyrir sinn tíma, og
að þrátt fyrir það, að hann svarar illa til samtíðarinnar, cr
hann þó það, sem nútíminn byggir á.
Fyrstu tilraunir mínar með reynslukerfi það, sem nú er nefnt
Daltonkerfi, byrjuðu árið 1910. Skólinn okkar í New York
er nú 74 ára gamall, en undir eins 1922 vorum við, geguum
nýstofnað uppeldisfræðilegt félag, farin að safna nýrri reynslu
af samtengingáraðferð okkar. Bæði trú okkar á málefnið og