Menntamál - 01.11.1931, Page 12
90
MENNTAMÁL
Þeir unnu a<5 handavinnu sinni, meí5an þeir voru um kyrrt, og
sýndu skart sitt og vefnað. Þeir héldu til i skólanum.
Athuganir þær, er við söfnuðum, voru teknar beint úr veru-
leikanum, og þær voru rnjög mikils verðar fyrir þekkinguna
á menningunni. En við létum okkur ekki nægja þetta. Við leit-
uðum að enn meira félagslegu æfintýri, þvi að við vissurn, að
í réttu umhverfi hlaut slík tilraun að gefa enn hetri árangur.
Eg hafði lengi hugsað um tilraun út frá öðru atriði megin-
reglna okkar: „samvinnu í hópum“.
Eg hafði hugsað mér, að gera tilraun í miðbekkjunum okk-
ar, þá, að láta alla þrjá bekkina rannsaka eitt menningartímabil
í stað ]>riggja. Eg hugsaði sem svo, að ef þrír bekkir rannsök-
uðu samtímis eitt menningartímabil hvert ár, yrðu allir bekk-
irnir búnir með tímabilin þrjú eftir þrjú ár. Með öðrum orð-
um, ef bekkirnir þrír ynnu saman, hefðu þeir tíma og krafta
til að tæma efnið betur en einn bekkur gæti á jafnlöngum tíma.
Þyngsta þrautin var að vita hvar byrja skyldi. Flestir sam-
verkamenn mínir, félagar, sem unnið höfðu með mér í mörg
ár, kenndu í miðbekkjunum, og þess vegna voru miðbekkimir
enn notaðir til tilrauna. Félagar mínir voru vanir því, að til-
lögur mínar kæmu stundum á elleftu stundu, og þeir samþykktu
áætlun mína.
Sjötti bekkur hafði fengizt við gríska og rómverska menn-
ingu, fimmti bekkur hafði fengizt við ])á grísku, og fjórði bekk-
ur átti að byrja á einhverju svipuðu. Við töldum áhugavæn-
legra að taka fyrir menningu, sem ekkert okkar hafði kynnt
sér, og völdum því Kina.
Eg minnist þess með leiða, hve eg varð fyrir miklum von-
brigðum, þegar eg kom til Austurlanda í æsku minni og fann,
að mig skorti gersamlega undirbúning til þess að geta rnetið
og notið gleði af umhverfi því og mönnum, sem eg komst í
tæri við. Þessi undirbúningsskortur er undirrót alls misskiln-
ings milli ])jóða. Við urðum að finna upp aðferð til þess að
koma börnunum í nánari tengsl við menningu hinna ýmsu ])jóða.