Menntamál - 01.11.1931, Síða 17

Menntamál - 01.11.1931, Síða 17
MENNTAMÁL 95 hlutinn voru Danir, þá Svíar (um 1000), Norðmcnn (5—600), Finnar (3—400) og íslendingar (35). — Allmargir fengu gist- ingu í skólum, sem nefndin liafði látið útbúa til þess. Var sú gisting ódýr. A'Srir héldu til í gistihúsum eða hjá fjölskyld- um úti um borgina. Móttökunefndin hafðið láti'ð prenta og útbýtti til allra þátt- takenda starfsskrá þingsins. Voru þar ákveðnir fundarstaðir (9 alls), umræðuefni og fyrirlestrar (75), yfirlit yfir sýning- una, sem opin var 6.—9. ág., skemmtiferðir, sem efnt var til 7. ág., söngvar, sem sungnir voru á undan og eftir fyrirlestr- unum, slcrá yfir helztu söfn í Khöfn o. m. fl. Sömuleiðis hafði nefndin látið gera fundarmerki með fána- litum landanna, svo að menn bæru ]iað með sér, að þeir væru þátttakendur og frá hvaða landi þeir væru. Forstöðunefndirn- ar fengu merki með sérstakri gerð. Aðalskrifstofa móttökunefndarinnar var í geysistórum sal í ,,Industri“-byggingunni við Ráðhústorgið. Var þar hverju landi ætlaður ákveðinn staður, og höfðu forstöðunefndirnar þar að- setur til að útbýta meðal þátttakenda þeim plöggum, er þeir áttu að fá, og veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar. Úti fyrir dyrum skrifstofunnar blöktu fánarnir fimm. Aðgöngueyrir að mótinu var 10 kr. danskar. Nær það fé skammt til að greiða allan kostnað. Þingtíðindin ein, sem allir þátttakendur fá, þegar tilbúin eru, kosta eflaust meira en sem aðgöngueyrinum nemur. Ríkissjóður Dana greiðir ]iað, sem þörf er á, til þess að þingbaldið beri sig f járhagslega. Er það metn- aðarmál hverrar ríkisstjórnar, að slík mót fari sómasamlega úr hendi ,og ekki lakar en ,,á hinum bæjunum", þegar röðin kemur að benni að taka á móti gestunum. Ekki var laust við að sumir væru dálítið kvíðandi út af sam1)úð Dana og Norðmanna á mótinu. En, sem betur fór, reyndist sá kvíði ástæðulaus. Samlyndið virtist vera liið bezta.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.