Menntamál - 01.11.1931, Page 25

Menntamál - 01.11.1931, Page 25
MENNTAMÁL 103 þókmm fyrir starf hennar, og greiÖist sú þóknun úr rikissjóði. 3. gr. — Útgáfustjórn sér um, að jafnan sé nægilegt til af þeim bókum, sem gefa skal út, og nægur forði á þeim stöðum, þar sem nota skal bækurnar. Hún semur um ritlaun og útgáfu- rétt, prentun, bókband og útsendingu, ákveður útsöluverð bók- anna, sér um innheimtu andvirðis og annað það, sem að útgáf- unni lýtur. Heimilt er stjórn að ráða mann eða menn til þes? að vinna að þessu, ef með þarf. 4. gr. — Bækurnar skulu seldar til jafnaðar við kostnaðar- verði. Skal leitast við að gera útgáfu bókanna ódýra, en þó vandaða. 5. gr. — Skólastjórar Itarnaskólanna sjá um sölu bókanna hver í sínum skóla og fá fyrir það 10% af andvirði bókanna. Sömu sölulaun geta og aðrir fengið, sem vilja hafa hækurnar til sölu. Útgáfustjórnin setur reglur um tryggingu fyrir greiðslu andvirðis bókanna og reikningsskil. Bæjar- eða sveitarfélög, sem kaupa Ijækur til útbýtingar ókeypis meðal fátækra skólabarna, fá afslátt, sem nemur þókn- un útsölumanna. 6. gr. —■ Rikissjóður leggur fram til útgáfunnar 10000 kr. á ári i 5 ár frá því að útgáfan tekur til starfa. Af stofnfé þessu skulu engir vextir greiddir. Ef útgáfan þarf á meira rekstursfé að halda, lánar ríkissjóður það gegn 6% ársvöxtum. 7. gr. — Heimilt er stjórn útgáfunnar að tikveða að gefa út og selja á sama hátt aðrar skólabækur en þær, sem löggiltar eru. Ennfremur getur hún gefið út eða haft til sölu landabréf, veggmyndir og aðrar skólanauðsynj ar. 8. gr. — Stjórn útgáfunnar rannsakar, hve miklar birgðir séu til af þeinr bókum, sem gefa skal út samkvæmt þessum lög- um, og sér um, að nýjar útgáfur af þeim verði til jafnskjótt og eldri útgáfur þrjóta. 9. gr. — Lög þessi öðlast gildi þegar i stað. Þó að þessu máli sé ekki lengra komið, má þó segja, að nokk- ur skriður sé kominn á það. Nú hefir málinu þó verið skipað meðal þeirra, er híða ákvarð-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.