Menntamál - 01.11.1931, Side 26

Menntamál - 01.11.1931, Side 26
io4 MENNTAMÁL ana og úrlausnar þegar í sta'ð. Skipulagsleysi, og það vandræða ástand er vér nú búum við, í þessu efni, krefst skjótra og ákve'ðinna ákvarðana til Iróta frá ])ví sem nú er. MáliÖ ver'ð- ur hé'ðan af ekki þagað í hel. Ríkisútgáfa skólabóka verðskuldar athygli kennara og allra skólamanna. Það er stórt menningarmál fyrir alla hlutaðeig- endur, jafnframt því sem það er eigi alllítið hagsmunamál fyr- ir nemendur skólanna og aðstandendur þeirra. í greinargerð er frumvarpinu fylgir er m. a. 1)ent á, að hóka- kostur eins barns öll skólaár þess muni nema í minnsta lagi 70 kr. samanlagt, og til þessa mikla verðs beint rakin þau sann- indi, að fjöldi fátækustu barnanna nær aldrei að eignast þann liókakost, er reglugerðir skólanna ákveða. Skólabækur hafa verið og eru enn seldar hlutfallslega jafn háu verði og aðrar bækur er út eru gefnar, miðað við stærð, þrátt fyrir ])að, að skólabækur eru einu bækurnar sem hafa öruggan markað, ])ar sem löggjafinn hefir með lögum um skóla- hald, fyrirskipað að bækurnar væru keyptar. Það er ])ví hein siðferðileg skylda löggjaíans að sjá svo til, að þjóðin sjálf verði ekki féflett á bókum, er henni er skipað með lögum að kaupa, ])ar sem hún leggur sjálf til öruggan og vissan markað. Eins og segir í greinargerð frumv., er því ætlað að lækka verð hók- anna um þriðjung eða jafnvel helming, frá því sem nú er, og er lækkunin fyrst og fremst fólgin í sparnaði á sölukostnaði hókanna, sl)r. 5. gr. frumvarpsins. í menningatlöndum þeim, er vér viljum í flestu sníða stakk vorn eftir, er þessum málum fyrir löngu komið i ])að horf, að þjóðirnar eða einstök Ijæjar- eða borgarfélög hafa útgáfu og umsjón skólabóka. Sumstaðar leggur hið opinbera til allar bækur er skólinn not- ar, en mjög víða, ])ar sem ekki er svo langt gengið, er þó út- býtt ókeypis bókakosti til fátækari hluta nemendanna. Gera má ráð fyrir, að einstök fræðsluhéruð hér á landi fari þessa leið, og vonandi mörg. Frumvarpið gerir því ráð fyrir, að hreppa- eða ,l)æjarfélög geti fengið, við kostnaðarverði, beint frá ríkisútgáí-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.