Menntamál - 01.11.1931, Page 27

Menntamál - 01.11.1931, Page 27
MENNTAMÁL 105 unni, þann eintakafjölda bókanna, er i hvert skipti er úthlutaÖ gefins, meSal barna í fræðsluhéraðinu. Hér skal þess getið, að 11. ársþing ísl. barnakennara, sem haldið var 17.—21. júní s.l., samþykkti einróma áskorun til Al- þingis um að samþykkja lög um þetta efni. Engu skal hér spáð um afdrif þessa máls á Alþingi í vetur. En þó skal bent á, að margt málið hefir sýnzt sigla undir lakari byr, þar sem það er borið fram af jafnaðarmönnum á ]}ingi, en stjórnarflokkurinn hefir lýst sig fylgjandi ríkisútgáfu skólabóka, og getið þess á eigi ómerkari stað en í stefnuskrá sinni, er birt var í 38. tbl. Tímans ]). á. Arhgr. Kristjánsson. Vornámsskeið. ]>að var haldið að Laugarvatni og stóð frá 20. maí til 20. júní. Kennsla byrjaði kl. 8 að morgni og stóð 5 stundir á dag, að undanskildum aukatímum. Þessar námsgreinar voru hafðar unt hönd: 1. Islenzka, farið yfir stafsetningu og lesnar nokkrar vísur í Egilssögu, 6 st. á viku. 2. Smábarnakennsla, sýndar aðferðir og útskýrðar, 12 st. á viku. 3. Töfluteiknun, 6 stundir á viku (oít aukatímar). 4. Söngur, 6 stundir á viku. íslenzku og smábarnakennslu sóttu allir, teiknun allflestir, en sönginn tæpur helmingur kennaranna. Auk þessa var almenn þátttaka í sundnámi daglega, og nokkrir kennarar höfðu tíma í þýzku. Kennarar voru þessir:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.