Menntamál - 01.06.1943, Page 12

Menntamál - 01.06.1943, Page 12
2 MENNTAMÁI, bótamaður. Er mikill sjónarsviftir að honum frá hinum margháttuðu störfum, sem hann helgaði líf sitt. Ég hygg, að í sambandi við Aðalstein, sé réttmæli að segja, áð maður helgi sig starfi. Hann var svo heill í skapgerð og fylginn hverju því máli, er hann var viðriðinn, að alúð hans öll var lögð í hvert viðvik. Að vísu mun ýmsum hafa þótt stundum gæta þybbni og sjálfræðisháttar í störfum hans, en á það ber að líta, að hver og einn hefur sinn eigin svip og ber fyrst og fremst að meta árangur. Og þó að segja megi, að maður komi í manns stað, verður vandfyllt skarð Aðalsteins, því að hann var sérstæður. Hans mun lengi verða minnzt í sögu uppeldis- og æsku- lýðsmála frá þessu tímabili. Og helfregn hans orkaði á hug- ina, eins og slegið væri til hljóðs fyrir uppörfuninni: Starf- ið meðan dagur er á lofti. — Líf Aöalsteins var þrotlaust og mikilsvert starf. Þeir, sem þekktu hann vel, þakka hon- um ágæta samferð og óska honum framhaldslífs í sam- ræmi við hugsjónir hans. G. M. M.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.