Menntamál - 01.06.1943, Síða 17
MENNTAMÁL
7
þó ekki væru launin há. Skáldsagan, „Tjöld í skógi“ er út
kom síðastliðið ár, mun vera sprottin upp af minningum
skógarverunnar og engum bletti á Suðurlandi unni Aðal-
steinn jafnmikið og Þrastaskógi.
Árið 1929 verða þáttaskipti í lífi Aðalsteins. Hann lætur
af skólastjórn á Eyrarbakka, en gerist starfsmaður Ung-
mennafélags íslands. Hann hafði um mörg undanfarin ár
setið á sambandsþingum þess og verið í stjórn ungmenna-
sambandsins „Skarphéðins" á Suðurlandsundirlendinu. 1930
er hann kjörinn sambandsstjóri U. M. F. í. og tekur við
ritstjórn „Skinfaxa“. Hann var sambandöstjóri þar til 1940
og ritstjóri Skinfaxa til 1941. Bæði þessi störf rækti hann
með þeirri skyldurækni og prýði, sem h,onum var í blóð
borin. Enginn maður hefur unnið jafn lengi og af slíkri
fórnfýsi fyrir ungmennafélögin, sem Aðalsteinn. Hans starf
átti drýgstan þátt í að fleyta þeim yfir einn erfiðasta kafl-
ann í æfi þeirra og og mun þess minnst á öðrum stað. —
þau tvö ár, sem Aðalsteinn vann eingöngu fyrir ung-
mennafélögin, ferðaðist hann víða um landið og flutti fyr-
irlestra. Var hann ágætur ræðumaður, talaði skýrt og rök-
fast.
1931 var Aðalsteinn settur kennari við Austurbæjarskól-
ann í Reykjavík og skipaöur ári seinna. Gegndi hann því
embætti, þar til á sl. hausti, að hann fékk ársleyfi frá
störfum, til þess að gegna námsstjórastarfi á Vesturlandi
og í Húnavatnssýslu.
Með kennslustarfi Aðalsteins í Reykjavík, má segja, að
enn hefjist nýr þáttur í æfi hans og sá veigamesti um
kennslustörf. Aðalsteinn var alltaf að læra sjálfur og tók
stöðugum framförum. Væri ástæða til að rita um það sér-
staklega, en nú er þess enginn kostur. Hann fór nokkrum
sinnum til útlanda, að kynna sér æskulýðs- og skólamál.
1923 fór hann á kennaranámskeið í Hindsgavl og ferðaðist
þá um Danmörku. 1927 til Englands á Jamboree, alheims-
skátamótið. Þá kom hann og til Svíþjóðar. Þangað fór