Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 9 leiðbeina á kennaranámskeiðum, hin síðari ár. í þeim er- indagjörðum fór hann til Vestmannaeyja, Keflavíkur, Blönduóss, Húsavíkur og víöar. 1930 fór hann til Færeyja og kenndi þar á kennaranámskeiði. 1938 fór hann þangað aftur sömu erinda, og hafði með sér fimm drengi, nem- endur sína og sýndi hvernig hann lét framkvæma hin nýju vinnubrögð í skólum. Var þar mjög fjölmennt námsskeið og létu menn hið bezta af kennslu Aðalsteins. Aðalsteinn var prýöilega vel ritfær maður. Ritaði þrótt- mikið mál og samdi fjölda blaðagreina og ritgerða, auk þess er „Skinfaxi" flutti. Hann þýddi einnig og frum- samdi nokkrar bækur. Hagmæltur var hann líka, en hélt því lítið á lofti. * Sum erindi hans og ritgerðir hafa verið sérprentuð. Er þá fyrst að nefna erindi um „Borgarbörn“, er flutt var í útvarp 1939. Er það vafalaust hið merkilegasta, sem ritað hefur verið um þaö efni. Þá skrifaði hann og merka ritgerðir um skátahreyfinguna, atvinnuleysi unglinga, fjölmörg mál- efni ungmennafélaga og uppeldismál, að ógleymdum rit- gerðunum um Færeyjar, bæði land og þjóð. Hann skrifaði einnig um vinnuskólahreyfinguna, bæði í sænsk og færeysk tímarit, því að hann var vel að sér i Norðurlandamálum. Athyglisverðar eru 2 í'itgerðir hans frá síðari árum, er hann nefndi „Hernám barnshugans“ og „Vér mótmælum allir“. Sýna þær glöggt viöhorf hans til yfirstandandi tíma. Helztu rit Aöalsteins eru þessi: 1.) Skátabókin (1939) (A. S. ritaði flesta kaflana). 2.) Leiðbeiningar í vinnubókagerð (1935), Guðm. Guðjónsson og Guðjón Guðjónsson, kennarar, rituðu suma kafla bók- arinnar. 3) Vertu viðbúinn, drengjasögur, sumar þýddar (1940). 4) Drengir sem vaxa, drengjasögur, nokkrar þýddar. (1942). 5.) Tjöld í skógi, skáldsaga (1942). Þýddar bækur úr færeysku: 1.) Feðgar á ferð, eftir Heðin Brú (1941). 2) Far veröld þinn veg — Jörgen Frantz Jacobsen (1942).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.