Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
9
leiðbeina á kennaranámskeiðum, hin síðari ár. í þeim er-
indagjörðum fór hann til Vestmannaeyja, Keflavíkur,
Blönduóss, Húsavíkur og víöar. 1930 fór hann til Færeyja
og kenndi þar á kennaranámskeiði. 1938 fór hann þangað
aftur sömu erinda, og hafði með sér fimm drengi, nem-
endur sína og sýndi hvernig hann lét framkvæma hin nýju
vinnubrögð í skólum. Var þar mjög fjölmennt námsskeið
og létu menn hið bezta af kennslu Aðalsteins.
Aðalsteinn var prýöilega vel ritfær maður. Ritaði þrótt-
mikið mál og samdi fjölda blaðagreina og ritgerða, auk
þess er „Skinfaxi" flutti. Hann þýddi einnig og frum-
samdi nokkrar bækur. Hagmæltur var hann líka, en hélt
því lítið á lofti.
*
Sum erindi hans og ritgerðir hafa verið sérprentuð. Er
þá fyrst að nefna erindi um „Borgarbörn“, er flutt var í
útvarp 1939. Er það vafalaust hið merkilegasta, sem ritað
hefur verið um þaö efni. Þá skrifaði hann og merka ritgerðir
um skátahreyfinguna, atvinnuleysi unglinga, fjölmörg mál-
efni ungmennafélaga og uppeldismál, að ógleymdum rit-
gerðunum um Færeyjar, bæði land og þjóð. Hann skrifaði
einnig um vinnuskólahreyfinguna, bæði í sænsk og færeysk
tímarit, því að hann var vel að sér i Norðurlandamálum.
Athyglisverðar eru 2 í'itgerðir hans frá síðari árum, er
hann nefndi „Hernám barnshugans“ og „Vér mótmælum
allir“. Sýna þær glöggt viöhorf hans til yfirstandandi tíma.
Helztu rit Aöalsteins eru þessi:
1.) Skátabókin (1939) (A. S. ritaði flesta kaflana). 2.)
Leiðbeiningar í vinnubókagerð (1935), Guðm. Guðjónsson
og Guðjón Guðjónsson, kennarar, rituðu suma kafla bók-
arinnar. 3) Vertu viðbúinn, drengjasögur, sumar þýddar
(1940). 4) Drengir sem vaxa, drengjasögur, nokkrar þýddar.
(1942). 5.) Tjöld í skógi, skáldsaga (1942).
Þýddar bækur úr færeysku:
1.) Feðgar á ferð, eftir Heðin Brú (1941).
2) Far veröld þinn veg — Jörgen Frantz Jacobsen (1942).