Menntamál - 01.06.1943, Side 21

Menntamál - 01.06.1943, Side 21
MENNTAMÁL 11 í stjórn S. í. B., óslitið.1) Sýnir það traust stéttarsystkina hans og var það ekki óveröskuldað, þvi að auk ágætra kennarahæfileika var Aðalsteinn hinn stéttvísasti maður og mesti baráttumaöur, þegar um málefni stéttarinnar var að ræða. Gekk hann oft fram fyrir skjöldu og hirti ekki um, þótt hann yrði fyrir skeytum andstæðinga, er hann hugðist verja gott mál og gera stétt sinni gagn. Hann vann að heill og heiðri stéttar sinnar í hvívetna. Og hann var jafnan reiðubúinn að leggja hverju góðu málefni lið, ef þörf kraföi. Þess vegna var hann og þátttakandi í ýmsum öðrum félögum, þó það verði ekki nefnt hér. Þessi er þá starfssaga Aðalsteins í fáum dráttum. Ég ætla að hún sýni óvenjulega gáfaðan, fjölhæfan, fórnfúsan og viljasterkan æskulýðsleiðtoga. Alla æfi vann hann ein- göngu fyrir æskulýð íslands í bæ og borg. Hann var ókvæntur og barnlaus, en nemendur hans voru börnin hans. Hann styrkti marga þeirra til framhaldsnáms á ýms- an hátt og studdi þá með ráðum og dáð. Hann var mjög fundvís á hina beztu kosti þeirra og ekkert þótti honum sárara en ef hann fann einhversstaðar ágæta hæfileika, sem ekki höfðu vaxtarskilyrði. Og víst er, að hann fórnaði oft miklu, bæði tíma og fé, til að bæta slík vaxtarskilyrði, því að hann bar djúpa virðingu fyrir hverri einustu barns- sál og vann sannarlega aö því að koma öllum til nokkurs þroska. Hann hafði sérstakt lag á að efla sjálfstraust og sjálfsbjargarviðleitni nemenda sinna og vekja manndáð þeirra. Aðalsteinn var sérstaklega dagfarsgóður og kurteis mað- ur, sem átti ríka kímnigáfu. Þó var hann fremur dulur í skapi og fáskiptinn. Ýmsum gat virzt hann þurr í viðmóti og jafnvel kaldlyndur. En í raun og veru mátti hann ekkert aumt sjá. Þau vita það bezt fátæku börnin, sem urðu á i) Síðari árin hefur hann verið varaformaður S. í. B., en var kjör- inn formaður þess s. 1. haust.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.