Menntamál - 01.06.1943, Síða 22
12
MENNTAMÁI.
leið hans. „Orðin voru ekki mörg, en handtakið því hlýrra“.
sagði sr. Eiríkur á Núpi í minningarræðu um Aðalstein.
En sr. Eiríkur er einn af fyrstu nemendum Aðalsteins, sem
hann hvatti til framhaldsnáms. Annan nemenda si»n, föð-
urlausan dreng, tók Aðalsteinn að sér á unga aldri og kost-
aði uppeldi hans að nokkru leyti. Það er Þórður J. Pálsson,
kennari, sá er í vetur gegndi kennslustörfum Aðalsteins við
Austurbæjarskóla, við góðan orðstír.
Einn sterkasti þáttur í fari Aðalsteins var tryggðin. Eng-
inn gat kosið sér tryggari vin en hann. Skyldmenni han.s
og nánustu vinir vissu allra bezt, hvílíkur vinur hann var.
Ég hef engan mann þekkt óeigingjarnari og fórnfúsari
en Aðalstein. Hugarfar hans var slíkt, að hann hefði glaður
reytt sig inn að skyrtunni fyrir vini sína.
Og nú er hann dáinn — horfinn frá fjölþættum störfum
á bezta aldri. Æskulýður íslands, starfssystkini, ættingj-
ar og vinir hafa mikils misst. Skarðið er autt og óbætan-
legt. Svo sérstæður var hann og mikilhæfur. Jarðneskar
leifar hans voru fluttar norður, til að geymast í þing-
eyskri mold. Hann elskaði sveit sína og ættmenn og var
tengdur þeim órjúfandi böndum. Honum þóttu það jafn-
an dýrðardagar, þegar hann gat dvalið heima í átthögum
sínum. Nú er hann kominn heirn og hefur verið kvaddur
á virðulegan.hátt, en frá því er skýrt á öðrum stað í þessu
hefti.
Við starfssystkini Aðalsteins, sem að þessu riti stöndum,
höfum mikið að þakka honum. En margorðar þakkir
voru honum lítt að skapi. Bezt verður vafalaust að sýna
þakklæti með því að vinna ótrauðar en áður að því sem
var þungamiðjan í æfistarfi hins látna starfsbróður og
hlýtur jafnan að verða í starfi hvers kennara — þetta:
að vinna að því, aö hver einasta mannssál ná þeim þroska
sem henni er áskapað, samkvœmt réttu lögmáli lífsins.
Ingimar Jóhannesson.