Menntamál - 01.06.1943, Page 24
14
MENNTAMÁL
Þú lagðir megináherzlu á áhugann og sjálfsnámið. En þú
gerðir það ekki til að hlífa sjálfum þér við erfiði. Engan
kennara hefi ég vitað leggja fram starfsorku sína af meiri
elju og ósérplægni en þig. Oftlega fórst þú með sótthita
á fætur til að gegna skyldustarfi þínu og vannst fram á
nætur til þess að búa verkefni í hendur nemendum þínum.
Þú vissir það til hlítar, að sá, sem vill vekja áhuga, þarf
að hafa hann í ríkum mæli sjálfur. Þú vissir, að til þess
að útbreiða þekkingu, þarf aleflingu andans og síendur-
nýjaða vitneskju um lögmál sjálfrar þekkingarinnar, og til
þess að vekja til starfa þarf starfstækni og virðingu fyrir
starfi.
Hér í þessari stofu hefir þú starfað þau tólf ár, sem þú
varst kennari við þessa stofnun. Þú komst hingað þroskaður
og þaulæfður kennari, hafðir meðal annars verið skóla-
stjóri á Eyrarbakka í tíu ár. Þó fullyrði ég, að þú hélzt
áfram að vaxa og þroskast í starfi þínu til síðustu stundar.
Og ef þessir veggir gætu talað, þá hefðu þeir frá mörgu að
segja, mörgu lærdómsríku fyrir kennara og foreldra í þessu
landi, mörgu til fyrirmyndar og eftirbreytni, mörgu til
uppörfunar. Og vissulega á starf þitt og fordæmi þitt eftir
að tala til kennara og annarra uppalenda þessa lands og
æskan mun minnast þín þakklátum huga um langan aldur.
Kennarar og aðrir starfsmenn þessa skóla gjalda þér
alúöarþakkir fyrir samstarfið. Börnin, sem þú kenndir,
þakka þér og landssamtök kennaranna, Samband íslenzkra
barnakennara, sem þú varst formaður fyrir, þakka þér af
heilum hug og í nafni þeirra, flyt ég þér hinstu kveðju.
Enginn naut þar jafnmikils og almenns trausts og þú. Al-
úðar þökk fyrir allt þitt fórnfúsa starf. Við munum öll
hlýja, trausta handtakið þitt. Vertu sæll, vinur og félagi.
Guð veri með þér.
Sigurður Thorlacíus.