Menntamál - 01.06.1943, Page 26

Menntamál - 01.06.1943, Page 26
16 MENNTAMÁI, Á síðustu áratugum hafa svo margar og ólíkar tegundir vatnslita komið á markaðinn, að erfitt er að velja og hafna. Skal nú í stuttu máli gerð nokkur grein fyrir því, sem mestu skiptir við val lita, og gefnar nokkrar bendingar, sem kennurum og börnum mætti að haldi koma. Fyrst af öllu vil ég þó vara við þeim litum, sem að mínu áliti eru óhæfir til notkunar við teiknikennslu barna. Ber þá einkum að nefna stóru vatnslitakassana, með 20—30, eða jafnvel enn fleiri litum, sem seldir eru hér í annarri hverri búð. í „litum“ þessum er sáralítið af litarefnum, en langmestur hlutinn er gagnslaust uppbótar- og tengiefni, sem haft er þar í gróðaskyni og til þess að fylla upp í „eyð- ur verðleikanna“. Litir þessir eru steinharðir, leysast illa upp í vatni og eru mjög daufir. Til þess að ná einhverjum lit úr þeim, þarf að nudda þá lengi með blautum penslin- um, en það eyðileggur hvern pensil á skömmum tíma. Loks má geta þess, að það er alger óþarfi að hafa svona marga liti í stokknum og mun eg sýna fram á það síðar. Þessir litir eru ekki aðeins ónothœfir, heldur beinlinis skaðlegir börnunum, þvi að þeir lama vilja þeirra og kjark og drepa niður löngun þeirra c-g ánœgju þá, sem þau annars hafa af þvi að tjá reynslu sína og tilfinningar með línum og litum. Slíkum starfstækjum ber því að hafna og hefi ég oft bent kaupmönnum á það, hvílík fásinna það sé að flytja slíkan varning inn í landið. Þekjulitir. - Við teiknikennslu með börnum er sú reynsla fengin, að þeir vatnslitir, sem hæfa þeim bezt, eru svonefndir þekju- litir, en í þeim er límefni, auk litarefnisins. Vatnslitir (Aquarell-litir) þeir, sem listmálarar aðallega nota, eru gegnsæir. Þótt þetta séu í sjálfu sér ágætir litir í höndum þeirra, sem kunna að beita þeim, þá eru þeir of erfiðir börnum. Þetta liggur í því, að ekki má mála með

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.