Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 28
18 MENNTAMÁL pappír, pappa og tré o. s. frv. Til þess að festa litina sem bezt, er þá ágætt að bera tært olíulakk yfir hann. Varast skal að bera celluloselakk yfir þessa liti, því að það leysir þá upp. — Loks skal þess getið, að hér fást oft góðir, enskir þekjulitir í kössum með 6—12 litum. Samsetning þeirra mun vera lík Pelikanlitunum. Liturinn er hálfþurr, í opnum blikk- eða postulínsskálum; þekur vel og er sterkur og hressilegur. Við kennsluna í skólunum kæmi því til greina, að nota báðar þessar tegundir jöfnum höndum, ensku litina og ís- lenzku Polychrom-litina. Meðferð lita. Þau tæki, sem börnin þurfa að hafa til málunar, eru þessi: 1. litir; 2. teiknipappír; 3. penslar; 4. ilát með vatni; 5. léreftsrýja og 6. pappír (óvandaður) til þess að blanda litina á. Þegar teiknipappírinn er valinn, verður að gæta þess, aö hann sé ekki of þunnur, en sé hann það, hrukkast hann allur við að blotna og fer í fellingar, og gerir barninu vinnuna ómögulega. Það er alls ekki nauðsynlegt, að pappírinn sé hvítur. Börn hafa einmitt mjög gaman að því að mála á mislitan pappír, t .d. svartan, brúnan, bláan o. s. frv. Litirnir verða oft miklu samstæðari og fara betur á lituðum grunni en á hvítum. Ágætt er að mála á sterkan umbúðapappír eða þiljupappír. Penslarnir, sem börn eiga að nota, mega ekki vera of litlir. Penslar þeir, sem fylgja vatnslitakössum, eru venjulega allt of litlir og auk þess óvandaðir. Það er börnunum hrein- asta kvalræði, að mála mynd með of litlum pensli. Það er álíka fráleitt eins og það, að eiga að sópa gólf með tann- bursta. Hæfilegar stærðir á skólapenslum eru nr. 9—12 og að jafnaði er bezt að nota sívala, oddmjóa pennsla?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.