Menntamál - 01.06.1943, Side 30

Menntamál - 01.06.1943, Side 30
20 MENNTAMÁI. Að blanda litum. Sá, sem vill mála, verður að kunna að blanda liti. Skulum við nú athuga þetta nánar og gera í stuttu máli grein fyrir skyldleika litanna og nokkrum helztu eigin- leikum þeirra. — Við greinum þá fyrst 3 höfuðliti, en þeir eru: rautt, gult og blátt, og skipum þeim saman í þrí- hyrning, eins og hér er sýnt: Til þess að forðast misskilning, skulum við framvegis nefna þessa liti hinum almennt viðurkenndu sérheitum þeirra, sem jafnframt segja til um efnafræðilega sam- setningu þeirra. Höfuðlitirnir heita þá: krómgult (citron- gult), zinnóðerrautt (eldrautt, hárautt) og últramarinblátt (þvottablámi). Þessir litir eru frumlitir, enda er ekki unnt að fá þá fram við blöndun annarra lita. Litaþríhyrnan, sem áður var sýnd, er kjarni, eða uppi- staðan í litrofshringnum, sem við nú skulum athuga. Af ásettu ráði skipuöum við gula litnum efst í þríhyrn- inginn. Ljómar hann þar eins og sólin í hádegisstaö. Bein- um nú gulu geislunum í rauða litinn, þ. e. blöndum gula og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.