Menntamál - 01.06.1943, Side 32

Menntamál - 01.06.1943, Side 32
22 MENNTAMÁI Lítum nú aftur á litrófshringinn og athugum t. d. fjólu- bláa litinn. Hann liggur einmitt á mótum þessara tveggja áhrifasvæða. Má því líta svo á, að fjólublátt sé rauður litur, sem orðið hefir fyrir áhrifum bláa litarins, eða þá (< blátt undir áhrifum hins rauða. Þannig er hægt að skipa sérhverjum lit og litbrigði á réttan stað i hringn- um. Líka er hægt að rekja einn lit frá öðrum, samkvæmt skyldleika þeirra. Gefur þetta okkur þannig leiðbeiningar um það, hvernig við eigum að blanda litunum. En við þetta verðum við þó að gera þessar athugasemdir: Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, gefst illa að blanda zinnóberrauðu (hárautt) við últramarínblátt (þvotta- blámi). Verðum við því að bæta tveimur nýjum litum inn í hringinn og er það Jcarminrautt (blóðrautt, dökk- rautt) og Parísarblátt (dökkblátt). Þessir litir báðir bland- ast ágætlega öllum öðrum litum og gefa hreina fallega littóna. Við þetta fjölgar litunum í hringnum og lítur hann nú þannig út: 1

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.