Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
23
Sérhver litur í hringnum er náskyldur báðum þeim lit-
um, sem næstir eru á hvora hönd.
Vitanlega má hugsa sér bilunum milli litanna í hringn-
um skipt smærra og þannig fengin fram miklu fleiri lit-
brigði. Athugum t. d. græna litinn. í þessum græna lit er
1 hluti krómgult + 1 hluti últramarínblátt = grænt.
En það er líka hægt að mynda grænt öðruvísi, t. d.
þannig: 2 hlutar krómgult + 1 hluti últramarínblátt =
gulgrænt eða 1 hluti krómgult + 2 hlutar últramarínblátt
= blágrænt o. s. frv.
Nú lítur gul-blái hluti hringsins svona út:
Kvómgult. Gulgrænt. Grænt. Blágrænt. ÚltramarínbZáff.
Þá er aðeins eftir að geta tveggja „lita“, sem hvergi
eiga heima í litrófshringnum, en það er hvítt og svart. Sé
hvítu blandað við liti hringsins, lýsast þeir, en sumir
þeirra breytast um leið svo mikið, að við gefum þeim
sérstök heiti: Bleikt er t. d. gert úr karminrauðu og hvítu,
en lilia úr fjólubláu og hvítu.
Ef svörtu er blandað í litina, dofna þeir og dökkna. Með-