Menntamál - 01.06.1943, Side 34
24
MENNTAMÁL
al þeirra litbrigða, sem þá koma fram er t. d. brúnt (zinnó-
berrautt + svart). Loks myndast grátt úr svörtu og hvítu.
Að öilu þessu athuguðu skulum við nú líta í litakassann
og gera okkur grein fyrir því, hvaða litir þurfa að vera
þar og hverjum er ofaukið.
Samkvæmt því, sem við lærðum af litrófshringnum,
ættu þessir sjö litir að nægja okkur: karminrautt, zinnó-
berrautt, krómgult, últramarínblátt, Parísarblátt, svart
og hvítt. Af ýmsum ástæðum er þó hagkvæmt að hafa þar
nokkra fleiri liti, sem mikið eru notaðir og tafsamt yrði
að blanda í hvert skipti sem þyrfti að grípa til þeirra.
Þetta er þá f. v. fr. brúnt (Terra di Sienna = rauðbrúnt
Umbra = svartbrúnt) og gult okkur (gulbrúnleitt).
Þegar þessum litum hefur verið bætt við lítur litakass-
inn svona út:
4 2 3 * S 6 7 6 <?
S7AKT BZÚHT PARÍS- ÚlTRA■ KAK ZÍNNÓ CuL- KftOM- Hvív
' BLÁ7T MARÍN MÍN- - &ER OKKUR CULT
BLA'rr RAU7T RAOTT
Grænt vantar að vísu í kassann, en það kemur ekki að
sök því að gænt má blanda sér á marga vegu, t. d.
nr. 3 -f- nr. 8 = grænt nr. 4 + nr. 7 = grænt
nr. 4 + nr. 8 = grænt nr. 1 -f- nr. 8 = grænt
nr. 3 -f- nr. 7 = grænt nr. 1 -j- nr. 7 = grænt
Þeim til gamans, sem hafa áhuga á tölvísi, vil ég benda
á, að úr þessum 9 litum, sem nú eru í kassanum, er hægt
að blanda meira en 350000 litbrigði! Er því auðsætt, að
engin þörf er á því, að hafa allan þann fjölda lita í kass-
anum!
Litbrigði náttúrunnar.
Lithringurinn hefur ennþá miklu víðtækari þýðingu en