Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 51
MENNTAMÁL
41
námsskeiö í akuryrkju til hjálpar stríösframleiöslunni.
7. Skólarnir hafa smíðaö 300,000 líkan af flugvélum,
sem beðið hefur verið um fyrir herdeildirnar, til þess að
æfa hermennina í að þekkja hinar mismunandi flugvéla-
tegundir.
8. Skólarnir hafa einnig haft umsjón meö því að safna
saman um 150,000 tonnum af rusli til notkunar fyrir stríðs-
framleiðsluna.
9. Frá því í júlí 1940 hafa 2,000,000 manna notið' æfinga
í sambandi við stríðsframleiðslu, í háskólum og alþýðu-
skólum.
10. 2,150 skólar hafa veitt undirbúningsæfingu, 1300 skól-
ar uppbótar æfingu og 138 háskólar hafa haft námsskeiö
í vísindum, verkfræði og stjórn striösframleiöslu.
11. Kennarar og aðrir, sem vinna í menntastofnunum,
hafa gefið kauplaust 38,000,000 klukkustundir yfirvinnu til
matarskömmtunar, herskráninga og þess konar.
Breytingar á háskólum.
„Námsskeiðin í háskólunum hafa breyzt vegna striðsins“,
segir Dr. Counts. Það er líklegt að um 225 háskólar verði
teknir til notkunar af land- og sjóhernum áður en lýkur.
Ekki er ólíklegt, að sumir þeirra komizt aldrei aftur í sitt
fyrra horf. Afleiðingarnar af stofnun svo afarmikils herliðs
eru auðsæjar á meðal kennara og nemenda. Sérstaklega
gætir þessarar breytingar í efri bekkjunum. Stórum færri
innritast í skólana og samt er kennaraekla, vegna þess að
svo margir fara í herþjónustu eöa takast á hendur störf
í sambandi við stríðsþjónustu.
Kringumstæður okkar eru talsvert öðruvísi heldur en í
öðrum löndum. Á Stóra Bretlandi hafa verið gerðar nokkrar
úndantekningar, til þess að leyfa námsskeiðunum að
halda áfram. Árlega innritast miljón inn í háskólana og
gefur að skilja, að það er ekki hægt að leysa svo marga