Menntamál - 01.06.1943, Side 52

Menntamál - 01.06.1943, Side 52
42 MENNTAMÁL undan herþjónustu. Þar að auki eru sex miljónir af stú- dentum í sérfræðaskólum. Háskólarnir hafa breytt námsskeiðum sínum sökum stríðsins með þvi að stytta þau, auka við sumarnámsskeið- in, gera skólaárið styttra, afnema frí, yfirleitt sníða sér stakk eftir vexti samkvæmt kröfum þeim, sem gerðar eru til menntastofnana, sem starfa í þágu stríðsins. Aðalá- herzlan er nú sem stendur lögð á verklegu, vísindalegu og efnafræðilegu hliðina. Vafalaust hafa allar þessar breyt- ingar orsakað meiri og minni sundrung og rugling í skól- unum, nokkuð sem ekki er hægt að komast hjá undir slík- um kringumstæðum. Heimurinn eftir stríðið. Sumir hafa vantrú á því að vera að reyna að gera ráð- stafanir um friðartímann. Núverandi styrjöld er alger ver- aldarbylting og er því ekki þörf á neinu öðru fremur en að leitast við að leggja stund á mannfélagsfræði, sögu, heims- speki, jafnhliða fögrum listum. Ég trúi því staöfastlega, að þessar greinar muni ná óviðjafnanlegri útbreiðslu eftir stríðið, svo framarlega sem okkur tekst að ráðstafa fjár- hagslegu hliðinni á happasælan hátt. Sem stendur vex verklega og vélfræðilega framleiðslan með fimulhraða. Þaö er ekki ólíklegt, að í stríðslok muni 35,000,000 til 40,000,000 vinna að þessu starfi sem á friðar- tímum útheimtir aðeins 20,000,000. Þannig verða um 15,000,000 til 20,000,000 sem munu þurfa að breyta um at- vinnu. Óefað mun verksviðið breytast yfirleitt, útbreiðsla verður að eiga sér stað á sviði velferðarmála, menntastofnanir verða einn aðalþátturinn í því að gera breytinguna mögu- lega, án þess að skapa of miklar byltingar og umbrot í þjóð- félagslífinu. Áhugi fyrir flugmálum. Dr. Counts er sannfærður um að menningarsvið Banda-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.