Menntamál - 01.06.1943, Page 57
MENNTAMÁL
47
einnig kveðju í Ijóðum, til Að'alsteins, frá fátækri móður í Reykja-
vík — en Aðalsteinn hafði hjálpað syni hennar til náms — og las
kvæði Rikarðar Jónssonar, sem áður er getið. Síðan las sr. Þorgrímur
kveðju í óbundnu máli frá konu í Aðaldal og kvæði frá annarri konu,
er helgað var minningu beggja hinna látnu.
Sönginn annaðist Karlakór Reykhverfinga, en við hljóðfærið var
Páll H. Jónsson, kennari á Laugum. Var hvorttveggja, söngur og hljóð-
færasláttur, hið prýðilegasta. Sungið var m. a. frumort kvæði, kveðja
fiá ungmennafélögum.
Þessi athöfn fór mjög virðulega fram og mæltu það margir, að
hennar mundi lengi minnst, þar í sveit, svo sérstæð var hún og
áhrifarik.
Meðal blómsveiga er bárust til minningar um Aðalstein voru 5 frá
Pæreyjum, m. a. frá kennarafélagi þeirra og íþróttasambandi, frá
stjórn í. S. í., íþróttanefnd ríkisins, U M. F. Reykjavíkur, U. M. P.
Eyrarbakka, mörgum nemendahópum o. fl. o. fl. Samband ísl. barna-
kennara, Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík og Kennarafélag
Laugarnesskóla, gáfu stórgjafir í Menningarsjóö kennara, til minn-
ingar um AÖalstein. Stjórn U. M. F. í. stofnaði sjóð til minningar
urn hann og er ávarp frá stjórninni birt á öðrum stað í þessu hefti.
Margar gjafir hafa þegar borizt í þann sjóð.
Ungmennafélag Eyrarbakka gekkst fyrir samkomu á Eyrarbakka til
minningar um Aðalstein, á annan í páskum. Var þar fjöldi manns
samankominn og margar ræður fluttar. Söng annaðist söngflokkur
Eyrarbakkakirkju, er Kristinn Jónasson stjórnar.
Þess má geta, að forseti U. M. F. í. og formaður Sambands íslenzkia
barnakennara fóru fram á það' við' útvarpsráð, að minningarathöfn
Aöalsteins hér í Reykjavík yrði útvarpað, en þeirri beiðni var neitað,
Má það undarlegt heita, þar sem um jafnþekktan mann var að ræða
og Aðalstein Sigmundsson. — —
Uppeldismálaþing'.
Stjórn S. í. B. hefur boðaö til uppeldismálaþings síðari hluta júní-
mánaðar. Veiður þingið' sett í hátíðasal Háskólans, Þann 19. júní.
Gert er ráð fyrir að þingið standi 4 daga. Verð'i eitt aðalerindi flutt
á degi hverjum og umræður snúist um það á eftir. En öll erindin
fjalla um aöalmál þingsins: Tungan og þjóðerniö. Laugardagskvöldiö
19. júní verður flutt tónlist, leikþáttur og ávörp. í sambandi við
þingið verður sýning á vinnu úr Handíöa- og myndlista-
skólanum. Þá er gert ráö fyrir kvikmyndasýningum, og ef til vill
hljómleikakvöldi.