Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 3
MENNTAMÁL
XVII., 2.
Viðtal við
FEBRÚAR
1944
Bjarna M. Jónsson námsstjóra
(Ritstjóri Menntamála ætlar
sér að ná öðrn livoru tali af
starfandi námsstjórum og ræða
við þá um st.örf þeirra og upp-
eldismál, bæði almennt og ein-
staka þætti þeirra. Samtöl þessi
verða síðan birt í Menntamál-
um. I>arf ekki að efa, að í við-
tölum þessum muni koma fram
ýntiss konar upplýsingar og
margháttaðar athuganir, sem
kennarar og þeir menn aðrir,
er um uppeldismál hugsa, hafi
gagn og gaman af að kynna sér.
Hér birtist fyrsta viðtalið, við
Hjarna M. Jónsson, námsstjóra
á svæðinu austan frá Mýrdals-
sandi vestur fyrir Hnappadals-
sýslu.)
Ég hitti Bjarna M. Jónsson námsstjóra að máli fyrir
skömmu. Talið barst að störfum hans sem námsstjóra og
ferðalögum hans um eftirlitssvæði sitt.
„Þetta er þriðji veturinn, sem ég gegni þessu starfi,“
segir Bjarni. „Fyrri veturna tvo hef ég reynt að komast
sem víðast um starfssvæði mitt, enda heimsótt hvern
skóla á því a. m. k. einu sinni og marga oftar, til þess að
kynnast aðstæðum hvers þeirra um sig, bæði að því er
snertir aðbúð og innra starf. Viðtökur hafa hvarvetna
verið ágætar, bæði af hálfu kennara og skólanefnda og
þeirra annarra, er ég hef rætt við um þessi mál, og man